Fréttablaðið - 23.09.2009, Qupperneq 10
10 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
www.rannis.is/visindavaka
Magnús Árni Magnússon forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ fjallar
um umræður um ESB aðild Íslands og rökin sem notuð eru í henni af
fylgjendum og andstæðingum. Umræðan er borin saman við umræðuna á
Möltu og skoðað hvað er líkt og ólíkt með umræðunni á eyjunum tveimur.
er í kvöld
Þriðja VÍSINDAKAFFIÐ
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
föðurlandssvikara
Harðsnúin klíka
23.september kl. 20:00 - 21:30
Súfi stinn Iðuhúsinu
Allir velkomnir. Láttu sjá þig!
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Bónus heill kjúklingur
30% afsláttur
489.-
Auglýsingasími
– Mest lesið
BANDARÍKIN, AP „Við skiljum alvöru
loftslagsógnarinnar. Við erum
staðráðin í að grípa til aðgerða,“
sagði Barack Obama Bandaríkja-
forseti þegar hann ávarpaði leið-
togafund Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsmál, sem haldinn var í
New York í gær. „Við munum rísa
undir ábyrgð okkar gagnvart kyn-
slóðum framtíðar.“
Tilgangur leiðtogafundarins
var að undirbúa loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem
haldin verður í Kaupmannahöfn
í desember, þar sem á að sam-
þykkja framhaldsaðgerðir í stað
Kyoto-bókunarinnar sem rennur
út eftir tvö ár.
Erfiðlega hefur gengið að ná
samkomulagi um aðgerðir, og
hafa líkur þótt litlar á því að ríki
heims geti undirritað nýjan samn-
ing í Kaupmannahöfn.
Meðal annars hefur staðið á
Bandaríkjunum, sem í stjórnar-
tíð George W. Bush þóttu heldur
áhugalítil um þátttöku í aðgerð-
um gegn útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda.
Ban Ki Moon, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
hvatti ríkjaleiðtogana hundrað,
sem mættu til fundarins í gær, til
þess að leggja ágreining sinn til
hliðar og einbeita sér að því sem
gera þarf. Obama lagði í ræðu
sinni áherslu á að Bandaríkin
muni ekki skorast undan ábyrgð.
„Það væri siðferðilega óafsakan-
legt, efnahagsleg skammsýni og
pólitísk óskynsemi ef ekki tekst
að ná samkomulagi í Kaupmanna-
höfn,“ sagði hann.
Á leiðtogafundinum skýrðu
Kínverjar og Indverjar einnig frá
metnaðarfullum áformum sínum
um að draga verulega úr losun
gróðurhúsalofttegunda næstu
áratugina. Bush, forveri Obamas
í embætti, kenndi einkum aðgerð-
arleysi Kínverja og Indverja um
andstöðu sína við að fallast á
skuldbindingar fyrir hönd Banda-
ríkjanna í þessum efnum.
Bandaríkin og Kína bera hvort
um sig ábyrgð á 20 prósentum af
losun gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloft jarðar. Evrópusam-
bandið kemur næst með 14 pró-
sent og síðan bera Rússar og Ind-
verjar ábyrgð á fimm prósentum
hvorir um sig.
Efnahagskreppan í heiminum
virðist reyndar ætla að hjálpa
eitthvað til, því af hennar völd-
um er talið að losun gróðurhúsa-
lofttegunda dragist saman um 2,6
prósent á þessu ári, sem er mesti
samdráttur losunar í fjörutíu ár.
gudsteinn@frettabladid.is
Segir Banda-
ríkin ekki
skorast undan
Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtogafund um lofts-
lagsmál í New York í gær. Hann segir Bandaríkin
ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
OBAMA Í RÆÐUSTÓL Leiðtogafundurinn í New York þykir auka líkurnar á að
samkomulag takist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í
desember. NORDICPHOTOS/AFP
PÚTÍN Í DÝRAGARÐI Hlébarði virðir
fyrir sér Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seta gegnum rimla í dýragarði í borg-
inni Sochi við Svartahaf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BÆJARSTJÓRN. Ragnheiður Her-
geirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg,
tilkynnti félögum sínum í Sam-
fylkingunni
í gær að hún
ætli ekki að
bjóða sig fram
til endurkjörs
í bæjarstjórn í
sveitarstjórnar-
kosningunum
næsta vor.
Ragnheiður
hefur setið í bæj-
arstjórn í átta ár
og hefur verið
bæjarstjóri í þrjú og hálft ár.
RÚV greindi frá þessu í gær.
Breytingar í Árborg:
Bæjarstjóri ætl-
ar að hætta
RAGNHEIÐUR
HERGEIRSDÓTTIR
FRAKKLAND, AP Irina Bokava,
sendiherra Búlgaríu í Frakk-
landi, verður næsti fram-
kvæmdastjóri UNESCO, menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Stjórn stofnunarinnar þurfti
fimm sinnum að greiða atkvæði
en tók á endanum Bokava fram
yfir Farouk Hosny, umdeildan
menningarmálaráðherra
Egyptalands.
Hosny þótti lengi vel líkleg-
ur til að hreppa hnossið, þrátt
fyrir að hann stjórni ritskoðun
Egyptalands og hafi á síðasta
ári hótað að brenna ísraelskar
bækur. - gb
Nýr framkvæmdastjóri:
Irina Bokava
stýrir UNESCO
HONDÚRAS, AP Manuel Zelaya, hinn
brottrekni forseti Hondúras, laum-
aðist yfir landamærin aftur á mánu-
dag og leitaði skjóls í sendiráði Bras-
ilíu í höfuðborginni Tegucigalpa.
Þúsundir manna héldu síðan út
á götur borgarinnar strax á mánu-
dagskvöldið til að mótmæla brott-
rekstri Zelayas og fagna endurkomu
hans. Fólkið safnaðist saman við
sendiráð Brasilíu, dansaði og hróp-
aði þúsundum saman langt fram á
nótt.
Snemma í gærmorgun lét síðan
lögreglan til skarar skríða, skaut
táragasi á fólkið og hrakti það frá
sendiráðinu.
Lula da Silva, forseti Brasilíu,
ræddi við Zelaya í síma í gær og
sagði hann hafa það gott í sendiráð-
inu.
Leiðtogar nánast allra ríkja í
Suður-Ameríku hafa fordæmt brott-
rekstur Zelayas frá Hondúras.
„Við getum ekki samþykkt að fólk
telji sig hafa rétt til þess, vegna pól-
itísks ágreinings, að steypa af stóli
lýðræðislega kjörinn forseta,“
sagði Silva. „Ef þú ert ánægður eða
óánægður með eitthvað þá geturðu
fengið því breytt í kosningum.“
Zelaya var vikið úr embætti í
lok júní og strax rekinn úr landi.
Bráðabirgðastjórnin sem tók við af
honum átti greinilega ekki von á því
að hann sneri aftur. - gb
Manuel Zelaya kominn aftur til Hondúras þremur mánuðum eftir valdarán:
Táragas notað á mótmælahóp
MANUEL ZELAYA Forsetinn brottrekni
talar í símann í sendiráði Brasilíu í
Hondúras. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN Rúmlega sextug kona
í Flórída hefur verið dæmd til
eins árs og eins dags fangelsis-
vistar fyrir að hafa geymt lík
móður sinnar á heimili sínu í sex
ár og hirt ellilífeyri hennar á
meðan, alls um 230.000 dollara.
Móðirin látna átti rétt á lífeyri
fyrir sjálfa sig og einnig fyrir
mann sinn, sem hafði gegnt her-
þjónustu. Var því um töluverða
upphæð að ræða og því lét dóttir-
in freistast.
Auk fangelsisvistar er konunni
gert að endurgreiða alla upphæð-
ina með vöxtum. - asg
Dæmd til fangelsisvistar:
Geymdi lík
móður sinnar