Fréttablaðið - 23.09.2009, Síða 22
18 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Hvað ertu að gera
hérna? Gleymdirðu
að stilla klukkuna á
vetrartímann? Þú ...
... hefðir getað
sofið í klukku-
tíma í viðbót!
MikaelogHerdís,
þetta eru Andrésog-
Drífa...
þau voru að
flytja hingað.
Mér fannst að þið
yrðuð bara að kynn-
ast, þið eigið svo
margt sameiginlegt
Hvað er hann
að meina?
Oh, þessi köttur er nú
meiri... hann brýnir
klærnar á húsgögnun-
um og klínir drullu á
gluggana.
Klifrar í gardínunum,
nagar stofublómin og
skilur moldarspor eftir
sig á teppinu!
Ég er bara að reyna
að gera þetta svolítið
heimilislegt.
Súkkulaði
eða vanillu?
Bíddu, ég
er bara
að hvíla
hend-
urnar.
Ætlarðu þá að
fá súkkulaði.Sko, mér finnst vanilla
mjög góð.
En samt er súkkulaði
uppáhaldið mitt.
En svo fékk ég súkku-
laði í gær.
Ég verð samt aldrei
leið á súkkulaði.
Auðvitað væri ég
til í að bjóða henni
á stefnumót... en
hvað ef það neistar
ekki á milli okkar?
Næturlífið er flutt vestur fyrir læk segja þeir enda nokkrir staðir, fáein-ir góðir, sem hafa sprottið upp vestan
Lækjargötunnar undanfarna mánuði. Slíkt
getur verið merkileg upplifun fyrir þá sem
hafa varla hætt sér á bar vestan Sirkuss
undanfarin ár. Að sjá unglingana sem liggja
dauðir meðfram 10/11 í Austurstrætinu og
fólkið sem bíður syndandi og sálarlaus-
um augum eftir úttroðnum fitulöðrandi
Hlölla. „Miðbærinn er enginn vígvöll-
ur“ segja sumir og fussa yfir siðgæðis-
postulum, eins og Agli Helgasyni, sem
kvarta yfir skrílslátunum þar. Reykja-
vík, nú hún er auðvitað bara eins og hver
önnur stórborg þar sem fólk fer út að
skemmta sér, og lætur stundum svolítið
illa rétt eins og annars staðar. Hingað til
hefur maður líka vanist ýmsu og kippir sér
ekki upp við slagsmál eða að sjá slefandi
stelpur pissa á götuhornum. Þar sem við
skötuhjúin búum örlítinn spöl utan miðbæj-
arins hefur það verið áhugavert að ganga á
haustkvöldum yfir Skólavörðuholtið og núna
yfir Lækjargötuna til að kíkja í bjór og hitta
vini. Þegar líður að miðnætti er ekki hægt að
tala saman fyrir öskrum í fólki, því ölvaðir
Íslendingar öskra í staðinn fyrir að tala,
rétt eins og morðóðir víkingar. „SIGGI!“
æpir annar hver maður í eilífri leit að
einhverjum Sigga og á leiðinni rúlla
sokkabuxnalausar skinkur út úr
leigubílum og hafa hátt. Síðasta helgi
gerði þó alveg útslagið þegar góður
vinur á gangi í miðbænum lenti í því
að ókunnugur maður hálfpartinn
datt ofan á hann. Áður en hann vissi
hvaðan á sig stóð veðrið var sá ofur-
ölvaði búinn að bíta hann, þéttingsfast
í gegnum gallabuxurnar, í typpið! Er
miðborgin ekki orðin að vígvelli þegar
maður þarf að ganga með punghlíf?
Myrkar miðaldir miðbæjarins
NOKKUR ORÐ
Anna Margrét
Björnsson
Fundarstjóri Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
14:00 Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur
14:10 Vísinda- og rannsóknastarf í íþróttum og heilsu á Íslandi
Dr. Erlingur Jóhannsson deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfa-
deildar Háskóla Íslands, Laugarvatni
14:30 Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði: háskólastofnun á
landsbyggðinni
Dr. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands
í jarðskjálftaverkfræði, Selfossi
14:50 Gunnarsholt: Miðstöð rannsókna í uppgræðslu, frærækt og
uppbyggingu vistkerfa
Dr. Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti
15:10 Árangursmælingar verkjameðferðar á HNLFÍ
Sigrún Vala Björnsdóttir bæklunarsjúkraþjálfari við Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags Íslands í Hveragerði, lektor og doktorsnemi í HÍ og
styrkþegi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Fræðslunets Suðurlands 2007/2008
15:30 Háskólasetur Suðurlands: Landnotkunarsetur Háskóla Íslands
Dr. Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands,
Selfossi og Gunnarsholti
15:50 Málþingsslit
Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands
16:10 Vígsla Glaðheima – húsnæðis Háskólafélags Suðurlands, Háskólaseturs
Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands
Tónlist og léttar veitingar
Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Tilgangur félagsins
er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbygg ingu þekkingarsamfélags.
Málþingið er öllum opið en sveitarstjórnarmenn, vísindamenn og aðrir áhugamenn um
vísindi og rannsóknir á Suðurlandi eru sérstaklega hvattir til að sækja þingið.
Málþing Háskólafélags Suðurlands
um rannsóknir á Suðurlandi
föstudaginn 25. september 2009 í Fjölbrautaskóla Suðurlands