Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 25

Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 23. september 2009 21 Leikstjórinn Milos Forman lýsti því yfir á blaðamannafundi á mánudaginn að hann hefði ætlað að gera mynd um skák- einvígi Bobbys Fischer og Boris Spasskíj. Erfitt skap Fischers hefði hins vegar átt sinn þátt í því að Forman ákvað að hverfa frá þeirri hugmynd. Hann virðist þó ekki alveg hafa gefið myndina frá sér endanlega því Forman mun heimsækja leiði íslenska skák- snillingsins að Laugardælum í dag ásamt fulltrúum Saga film. Hugmyndin er víst að skoða heppilega tökustaði ef af mynd- inni verður í náinni framtíð en fáir eru eflaust betur til þess fallnir að gera mynd um skák- snillinginn. Leikstjórinn á jú að baki myndir um umdeilda menn á borð við Mozart, Larry Flynt og Andy Kaufman í Man on the Moon. „Við munum bara fara með hann þangað sem hann vill fara. Ef hann vill sjá Þing- velli þá förum við þangað og ef hann vill sjá Eyjafjöll þá verður bara farið þangað,“ segir Krist- inn Þórðarson hjá Saga film. „Við eigum bara að vera búnir að skila honum heim fyrir kvöldmat.“ Annars virðist Forman vera að koma sér vel fyrir í haustblíð- unni í Reykjavík því til hans sást meðal annars á Hressó í gær þar sem hann drakk malt og íslenskt brennivín og reykti risastóra vindla. Keisha Buchanan, einn meðlimur stúlknasveitarinnar Sugababes, hefur sagt skilið við sveitina. Heidi Range og Amelle Berrabah halda áfram samstarfi sínu og fá til liðs við sig nýjan meðlim. Buchanan mun halda samstarfinu við útgáfu- fyrirtækið Island Records áfram, en nú sem sólólistamaður. Keisha er eini meðlimur sveitarinnar sem hefur verið með frá upphafi, en hún gekk til liðs við Sugababes aðeins þrettán ára gömul og hefur því verið í tónlistarbransanum í ein ellefu ár. „Kæru vinir, mér þykir leitt að tilkynna ykkur að ég er ekki lengur hluti af Sugababes. Ég hef skemmt mér konunglega og náð lengra en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Það var ekki ósk mín að yfirgefa sveitina en ég lít á þetta sem nýjan kafla í ferli mínum. Ég hef aðeins jákvæða hluti að segja um stúlkurnar og óska þeim alls hins besta í framtíðinni,“ skrifaði Keisha á Twitter-síðu sinni. Hætt í Sugababes MEÐLIMASKIPTI Keisha, lengst til hægri, hefur ákveðið að segja skilið við Suga- babes. NORDICPHOTOS/GETTY ELSKAR UMDEILDA MENN Milos Forman er eflaust betur til þess fallinn en margur annar að gera mynd um Bobby Fischer. Söngkonan Jessica Simpson varð fyrir því óláni að týna hundi sínum fyrir einum mánuði. Vinir söngkonunnar hafa í kjölfarið verið nokkuð duglegir við að ræða einkamál Simpsons við bandarísk slúðurblöð. „Hundurinn Daisy var barnið hennar. Hvarf hennar mun koma Jessicu í mikið ójafn- vægi. Þegar Jessica var sorgmædd grét hún sig í svefn með Daisy í fang- inu. Jessica getur verið mjög uppáþrengj- andi. Hún er mjög ljúf en vegna þess hversu uppáþrengj- andi hún er þá á fólk erfitt með að umgang- ast hana. Hún þolir ekki einveru, hún kæfir fólk. Hún á sér heldur engin áhugamál og Daisy var því einmitt það sem Jessica þurfti á að halda,“ sagði vinur söngkonunnar í viðtali við People Mag- azine. Kæfir fólk Heimsækir leiði Bobbys Fischer Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen vakti nokkra athygli fyrir tónlist- armyndbandið við lagið sitt Super- time, sem var frumsýnt í sumar. Nú er annað myndband komið í spilun á Youtube.com og þykir ekki síðra. Myndbandið er við lagið Lover In The Dark, sem er titillag væntan- legrar plötu hljómsveitarinnar. „Ég fór alla leið til Svíþjóðar til að gera myndbandið. Tveir sænskir strákar, Farzad Farzaneh og Vikt- or Gårdsäter, sem vinna við mynd- bandagerð vildu taka verkefnið að sér og buðu mér út í gegnum tengslanet. Myndbandið er gert í „stop-motion“ sem þýðir að það er sett saman úr fjölda ljósmynda. Ég þurfti að standa á öðrum fæti í tæpa fjórtán klukkutíma á meðan verið var að taka myndirnar og búninginn sem ég klæðist fékk ég að hluta til hjá mömmu vinar míns sem vinnur sem flugfreyja,“ segir Davíð. Hljómsveitin Berndsen sam- anstendur af Davíð sjálfum og Sveinbirni Thorarensen, sem starf- ar einnig undir nafninu Hermig- ervill. „Það er von á fyrstu plöt- unni frá okkur innan skamms, þangað til gerum við bara nógu mikið af flottum myndböndum og vekjum athygli á okkur þannig.“ Berndsen er á meðal þeirra hljómsveita sem munu leika á tón- leikahátíðinni Réttum sem hefst í dag. Tónleikarnir eru jafnframt fyrstu tónleikar hljómsveitarinn- ar. Davíð segist ekki kvíða því að stíga á svið í fyrsta sinn. „Það er ekki hægt að vera kvíðinn þegar maður spilar svona seint því áhorf- endur verða orðnir svo fullir.“ - sm Fékk föt hjá mömmu vinar síns BERNDSEN Davíð Berndsen segist ekki kvíða því að stíga á svið í fyrsta sinn, en hljómsveitin spilar á Batteríinu á föstu- dagskvöld á Réttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 9 -1 7 0 5 Við erum stolt af því að styðja FH Til hamingju meistarar! Íslandsmeistarar 2009 Íslandsmeistarar 2008 Bikarmeistarar 2007 Íslandsmeistarar 2006 Íslandsmeistarar 2005 Íslandsmeistarar 2004 Samfelld sigurganga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.