Stúdentablaðið - 01.03.1993, Page 3
Réttur ungs fólks til
atvinnu og menntunar
Norðurlandaráðsþing æskunn-
ar sem haldið var í Osló í lok febr-
úar, samþykkti ályktun um
menntamál þar sem þess er kraf-
ist að nám verði túlkað sem vinna,
ekki bara þegar stjórnvöldum
hentar hcldur líka þegar það veit-
ir réttindi. Lögð var fram róttæk
hugmynd um að tryggja öllu ungu
fólki atvinnu eða aðgang að námi.
I umræðum á þinginu kom fram
að stjómvöld túlka nám og þau rétt-
indi og skyldur sem því fylgja, eftir
hentugleikum. Þegar gerðar eru
kröfur um námsframvindu til að öðl-
ast lánsréttindi og fleira þá er nám
full vinna en þegar út á vinnumark-
aðinn kemur þá veitir nám engin
réttindi til atvinnuleysisbóta svo
dæmi sé tekið. Enn fremur var rætt
Nýbökuó stjórn S.H.I.:
Ný stjórn
I kjölfar þriðja kosningasigurs
Röskvu, samtaka félagshyggju-
fólks í Háskóla Islands, hefur verið
mynduð ný Röskvustjórn í Stúd-
entaráði.
Stjórn Stúdentaráðs er nú
þannig skipuð: Páll Magnússon
guðfræðinemi er fonnaður, Guðrún
um að sá hluti vinnumarkaðslöggjaf-
ar sem lýtur að aðbúnaði á vinnustað
nær ekki til námsmanna.
Megináhersla þingsins var þó á
jafnrétti til náms og að Norðurlöndin
yrðu eitt menntasvæði. I lokaályktun
I yfirlýsingu frá skrifstofu há-
skólarektors vegna máls stúdents-
ins sem kaus tvisvar sinnum í
kosningum til Háskólaráðs og
Stúdentaráðs, segir að Háskólaráð
muni ekkert aðhafast í málinu og
að rektor telji að skýringar þær
sem stúdentinn hafi gefið, séu full-
nægjandi.
Laganeminn, sem var skráður
Guðmundsdóttir læknanemi er
varaformaður, Jón Grétar Jónsson
verkfræðinemi er gjaldkeri, Hclga
Kristín Haraldsdóttir íslenskunemi
er ritari og meðstjórnendur eru
Málfríður Gísladóttir laganemi og
Brynhildur Þórarinsdóttir ís-
lenskunemi.
Norðurlandaráðsþings æskunnar
fékkst samþykkt hugmynd um að
ungu fólki undir tuttugu og fimm
ára að aldri verði tryggður réttur til
atvinnu eða náms.
bæði í sagnfræðideild og lagadeild
og kaus á báðum stöðum hefur gef-
ið þá skýringu á atburðinum að um
mistök hafi verið að ræða af hans
hálfu. Hann hafi talið að með því
að greiða atkvæði í sinni núverandi
deild, myndu atkvæði þau sem
hann hafði greitt fyrr um daginn í
sagnfræðideildinni ógildast.
í kosningunum til Stúdentaráðs
og Háskólaráðs hlaut Röskva rúm-
lega 55 prósent gildra atkvæða en
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, fékk tæp 45 prósent. I Stúd-
entaráði silja nú 16 stúdentar af
listum Röskvu en 14 af listum
Vöku.
Háskólaráð aðhefst ekkert
Atvinnumiðlun náms-
manna tekur til starfa
Að ofan
Páll Magnússon, formaSur Slúdentaráðs
Mikilvægi
Stúdentaráðs
Að standa vörð um hagsmuni stúdenta Háskóla ís-
lands og að berjast fyrir bættum hag þeirra er mikil-
vægt. Þess vegna er Stúdentaráð Háskóla íslands til.
Hlutverk þess er alltaf mikilvægt, en aldrei hefur það
verið mikilvægara en nú síðustu árin þegar fast hefur
verið sótt að okkur stúdentum.
Á næstunni munu stúdentar leita eftir leiðrétting-
um sinna mála. Úthlutanarreglur Lánasjóðsins fyrir
næsta skólaár verða afgreiddar nú í vor. Eins og öll-
um er í fersku minni voru þær úthlutanarreglur sem
stjórn Lánasjóðsins samþykkti fyrir yfirstandandi
skólaár afar óhagstæðar fyrir námsmenn. í þeirri
vinnu sem framundan er í stjórn LÍN við gerð úthlut-
unarreglna, munum við sem stundum nám hér við
Háskólann, leggja sérstaka áherslu á að fá breyttri
reglu um námsframvindu. Það hefur komið í Ijós að í
ýmsum deildum geta stúdentar ekki staðist kröfur
lánasjóðsins, þótt námsframvinda þeirra teljist eðlileg
innan deilda.
Við munum heldur aldrei láta af baráttunni gegn
nýjum lögum um sjóðinn. Þar skal fyrst telja hinar al-
ræmdu eftirágreiðslur, en einnig munum við leggja
mikla áherslu á breytt endurgreiðslukerfi. Baráttan
fyrir bættum fjárhag Háskólans hefur þegar skilað
nokkrum árangri. Við munum halda áfram góðu sam-
starfi við yfirvöld Háskólans og Félag háskólakenn-
ara, en það samstarf er grunnur þess árangurs sem
þegar hefur náðst. Hagsmunamálin munu því fá allan
þann tíma sem þarf. Við munum hins vegar einnig
huga að öðrum málum.
Breytingar á uppbyggingu Stúdentaráðs hafa verið
lengi í umræðunni. Síðustu ár hafa komið fram tillögur
um breytingar, en enn hefur ekki náðst samstaða um
þær. Breytingar mega hins vegar aldrei verða breyt-
inganna vegna. Það er ýmislegt sem þarf að færa til
betri vegar, annað er nokkuð gott og við því hreyfum
við ekki. Ég tel að það sé brýnt að samstaða náist um
nokkrar breytingar og verð að telja líklegt að það takist,
því um fyrirkomulag Stúdentaráðs, hagsmunaflið mik-
ilvæga, verður að ríkja sem víðust samtstaða.
Glæsileg verðlaun fyrir
besta innsenda efnið
Besta innsenda efnið í Stúdentablaðið í vetur verður
verðlaunað af óháðri dómnefnd. Hewlett Packard Vectra 486
tölva frá Tæknivali, Hewlett Packard DeskJet 500
bleksprautuprentari og sex stórbækur þekktra íslenskra
rithöfunda og skálda í vönduðum útgáfum Máls og menningar.
Verið með í næstu tölublöðum. Kíkið á skrifstofu
Stúdentaráðs eða hringið í síma 621080.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Arnar Guðmundsson
Ritnefnd:
Aðalsteinn Leifsson, Elínborg
Sturludóttir og Helga Kristín Har-
aldsdóttir.
Ljósmyndari:
Guðbrandur Örn Arnarson
Prófarkaiestur:
Ármann Jakobsson
Filmuvinna og prentun:
Frjáls fjölmiðlun
Að þessu blaði unnu með rit-
nefndinni þau Ármann Jakobs-
son, Brynhildur Þórarinsdóttir,
Christopher lan Astridge, Ein-
ar Logi Vignisson, Flosi Eiríks-
son, Gríma, Gunnar H. Ár-
sælsson, Hreinn Sigmarsson,
Höskuldur Ari Hauksson, Kol-
ur, Ólafur G. Haraldsson og
Svava Jónsdóttir.
STÚDENTABLAÐIÐ