Stúdentablaðið - 01.03.1993, Page 9
1
Jesús Kristur
á páskum
í'/m ALLÁ
Allir geta látib drauminn
rœtast hjá okkur
- ekki bara námsmenn!
Borgarferbir - Hótelgisting
Flug og bíll - Lestarkort
Málaskólar - Ævintýraferöir
Heimsreisur - Sólarlandaferöir
Sumarleyfisfargjöld - Kilroy-fargjöld
FEiMSfMBlM
raW*»«f
VIÐ HRINGBRAUT REYKJAVIK
SÍMI 615656
■: —
Hreyfimyndafélagiö
býöur um sjálfa páska-
hátíðina uppá söngleik-
inn Jesus Christ
Superstar eftir Andrew
Lloyd Webber og Tim
Rice. Þetta sungna til-
brigði við líf frelsarans
kannast víst hvert með-
al ungmenni við enda
tónlistin ein sú lífseig-
asta frá hippaárunum.
Söngleikurinn var sýnd-
ur árum saman á Broad-
way og hér á landi var
verkið sett upp og vakti
mikla athygli.
Kanadíski leikstjórinn Norm-
an Jewison fangaði söngin á filmu
og hafði hann allnokkra reynslu í
þvíumlíku enda áður kvikmyndað
Fiðlarann á þakinu og fyllt bíóhús
um víða veröld auk þess sem hann
átti inngöngu sína í kvikmynda-
veldið Hollywood því að þakka að
hann hafði verið frumkvöðull að
gerð tónlistarþátta fyrir sjónvarp á
sjötta áratugnum. Aðalhlutverkin í
Jesus Christ Superstar eru í hönd-
um Ted Neeley, Carl Anderson og
Yvonne Elliman en hún söng
einmitt á upprunalegri hljómplötu-
útgáfu verksins þar sem þeir Ian
Gillan söngvari Deep Purple og
Murray Head gerðu þeim kumpán-
um Jesú og Júdasi skil.
Myndin var tekin í Israel í
þeirri sömu eyðimörk og Kristur
vafraði um í fjörtíu daga án matar
og skeggræddi við andskotann.
Eyðimörkina höfðu ísraelsmenn og
Egyptar vætt blóði í sex daga stríð-
inu og markar hemaðarhyggja nú-
tímans nokkuð umgjörð myndar-
innar. Fyrir þá sem vilja átta sig
frekar á leikstjóranum Jewison,
eða svona rétt til þess að hafa ein-
hverja titla á hraðbergi, þá má geta
þess að hann hefur leikstýrt mynd-
um eins og The Cincinnati Kid, In
The Heat Of The Night, Roller-
ball, Agnes bam guðs, In Country
og Moonstruck. Sumsé frægur
maður á ferð og músíkin maður lif-
andi - Hósíanna!
Jesus Christ Superstar verður
sýnd í Háskólabíói 7. aprfl á hef-
bundnum miðvikudagssýningar-
tíma Hreyfimyndafélagsins, kl.
21:00 og að auki á Skírdag 8. apr-
fl, laugardaginn 10. aprfl og á ann-
an í páskum 12. apríl.
5 miða kort
H reyf imy ndaf é-
lagsins gilda á
Norrænu kvik-
myndahátína!
Stúdentum og öðrum fé-
lagsmönnum Hreyfi-
myndafélagsins gefst
færi á að nýta sér hin
hræódýru 5 miða kort
Hreyfimyndafélagsins
til að njóta þess besta
sem Norræn kvik-
myndagerð hefur uppá
aö bjóöa. 5 miöa kortin
sem fást í Bóksölu
stúdenta og í Háskóla-
bíói gilda sumsé á Nor-
rænu kvikmyndahátíö-
ina.
STÚDENTABLAÐIÐ
Einar Logi
Vignisson skrifar