Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Síða 11
Erlendur Jónsson heimspekingur i kristinnar trúar faðmi jarðar í allsherjar algleymi og kyrrstöðu, heldur hefur hann vit og vilja og þess vegna hefur hann ekki alltaf ratað þá vegi sent hon- um er ætlað. En takmarkið er fólgið í sköpuninni, það er Guðs ríki. Guð yfirgefur ekki sköpun sína, hann vakir yfir henni og gleymir henni ekki. Þetta er meginstef Biblíunn- ar. Það er þetta sent hún sannar. Afstaða Guðs er hin sama og föður- ins til hins týnda sonar. Sonurinn hættir ekki að vera sonur þó að hann villist af veginum. Guð sem föður ber ekki að skoða sem kynhlutverk og afstaða manns- ins til hans ber ekki beint að skoða sem ljölskyldutengsl þó svo að lík- ingarnar gætu gefið tilefni til þess. Guð er einn og því hafinn yfir skiptingu í hið karllega og kven- lega þó svo að eiginleikar hans geti birst í hvorutveggja. Jesús talar stöðugt um Guð sem föður. A því líkingamáli nær hann best að tjá af- stöðu sína til hans og það að hann og Guð eru eitt, einn vilji. Kristin- dómurinn kennir að Guð er kærleik- ur og hann birlist í Jesú Kristi. Unt það ber Nýja testamentið vitni, guð- spjöllin, postulasagan og bréfin. Hér er Kristur Guðs sonur sem til var í upphafi hjá Guði (Jóh 1). Hann kom í heiminn til þess að boða kærleikann sem felst í sköp- unartrú Gamla testamenntisins. Þar stendur t.d.: „Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa“ (Jesaja 40,29). Kristur segir sjálfur:„Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrð- ar og ég mun veita yður hvíld“(Mt. 11,28). Á máli Biblíunnar felst lífs- krafturinn í sköpuninni og vísar hann ekki aðeins til upphafsins heldur einnig til þess sem er og verða mun. 1 Davíðssálmum eru margar fagrar líkingar um sköpun- artrúna með skírskotun í náttúruna þar sem trúnaðartraustið til Guðs birtist í lofgjörð mannsins. Maður- inn verður fyrst meðvitaður um sjálfan sig og ábyrgð sína, og fær um að lifa og starfa í samfélaginu öðrum til góðs, þegar hann fer að dásama sköpun Guðs og lofa Guð sem skapara. Spekirit Biblíunnar boða það að Guð niuni leiða manninn að lokum í allan sannleikann; að staðreyndirnar niuni birtast og öllunt spurningum svarað. Þar er ekki gefið í skyn að þessari speki verði náð með nútíma mælitækjum í tilraunastofum. Ekki heldur að hinir geysiöflugu geisla- móttökuskermar og mælar stjarn- fræðinganna sem beina ásjónu sinni út í stjörnuhimininn komi að gagni. 1 Gamla testamentinu er beðið eftir mannssyninum sem kallaður er Messías eða frelsarinn og spekin sem talað er um tók á sig hold og birtist í því sem Kristur sagði og gerði. Kristur er vísbendingin og raunveruleiki Guðsríkis fyrir okkur mennina. 1 trúnni á hann öðlumst við samfélag við hann og nýja sam- sömun sem kemur okkur í rétta af- stöðu til hins algóða skapara. Þess vegna erum við ekki bundin því vonda og rangláta, böli og vand- ræðum þessa heims. Hið jákvæða svar við spurningunum sem minnst var á í upphafi bendir út fyrir manninn, aðstæður hans og tak- markanir. Alheimurinn er ekki Jok- að kerfi og þar af leiðandi er ntaður- inn ábyrgur gagnvart kærleiksrík- um Guði föður. Alheimurinn, upphaf hans og gerð Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir því, hvað átt er við þeg- ar talað er um „alheiminrí1: Hver er munurinn á „heiminum" og „al- heiminum“? Með fyrra orðinu eig- um við oft við jörðina og kannski næsta umhverfi hennar, t.d. sól- kerfið og nálægustu vetrarbrautir, eða jafnvel allt það sem sjörnu- fræðingar hafa hingað til orðið varir við. En „alheimurinn" er væntan- lega enn víðtækara hugtak. Hér verður gert ráð fyrir því, að hann nái yfir allan hinn efnislega heim, alla efnishluti sem yfir höfuð eru til. Hér vaknar aftur spurningin, hvort það hafi nokkra merkingu að tala um alla hluti, sem eru til: Hvers konar heild er átt við? Við getum talað urn alla hluti á jörð- inni, eða í sólkerfinu, eða í vetrar- brautinni, o.s.frv. En hér er um af- markaða hluti að ræða. Alheimur- inn virðist hins vegar eðli sínu samkvæmt ekki afinarkaður, vegna þess að væri hann það, hefði hann einhver ntörk og það felst í hug- takinu „mörk“, að þau afmarka eitthvað/ra einhverju sent liggur utan þess, sem verið er að afmarka. Og þá væri alheimurinn afmarkað- ur frá einhverju utan hans, en það er óhugsandi, vegna þess að ekkert getur legið utan alheimsins (þá væri það, sem afmarkað er, ekki hinn sanni alheimur). Alheimsfræði eða „kosmó- lógía“ er fræðigrein, sem notfærir sér mjög tæknileg hugtök og að- ferðir nútímaeðlisfræði, en liggur á mörkum stærðfræði, eðlisfræði, stjörnufræði og heimspeki. Heim- spekingar nú á dögum viðurkenna flestir í grundvallaratriðum hug- myndir „alheimsfræðinga“, þ.e. eðlisfræðinga eða sjörnufræðinga, sem sérhæfa sig í alheimsfræði um uppruna og eðli alheimsins. Það sem heimspekin sem slík getur lagt af mörkum til alheims- fræði varðar bæði hugtökin sem notuð eru og þekkingarferlið, þ.e. hvemig við getum fullyrt eitthvað eða vitað um alheiminn. Urn þetta hefur eðlisfræðin eða stærðfræðin fremur lítið að segja (nema um þau sérhugtök, sem þessar greinar notfæra sér í þessu samhengi). Segjurn t.d. að ég sé að skoða rauða bók. Eðlisfræðin getur sagt mér, að hún er rauð vegna þess að hún endurvarpar ljósi af ákveðinni bylgjulengd og kannski jafnvel af hverju hún gerir það (efnið í káp- unni hefur ákveðna eiginleika) og hvernig ljósgeislarnir fara frá ljós- gjafanum að yfirborði bókarinnar og svo aftur að sjónhimnu augans, sem sendir frá sér boð til sjón- stöðva heilans o.s.frv. En hvað merkir það, að bókin sé rauð? Er eiginleikinn rauðitr eiginleiki sem hluturinn sjálfur hefur eða er hann hluti af þekkingarbúnaði okkar, þ.e. að hve miklu leyti er bókin rauð vegna innri eiginleika hennar sjálfrar og að hve miklu leyti er hún það vegna þess, sem við „leggjum til“ er við sjáum hana? Slíkar spurningar falla undir verkssvið heimspekinnar. Spurningin hvort alheimurinn eigi sér uppruna og/eða endi er hliðstæð spurningunni hvort hann sé endanlegur eða óendanlegur. Sú fyrri er um mörk í tíma, en sú seinni unt mörk í rúmi. Upphaf al- heimsins er mjög heillandi við- fangsefni frá sjónarhóli eðlisfræð- innar vegna þess að hún tengist hugmyndum um upphaf mannsins og tilgang lífsins. En það er nokkrum vafa undirorpið hvort þessi spurning hefur merkingu eins og nú skal lýst í grófum drátt- um. Þýski heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) hélt því fram að um sé að ræða mis- notkun hugtakanna rúm og tími, þegar þeim er beitt á svið eins og heiminn í heild sinni sem gengur út yfir alla hugsanlega reynslu. Það hefur einfaldlega enga merk- ingu að beita þeim á slíkum svið- um. Skoðum fullyrðingarnar „heimurinn á sér upphaf' annars vegar, og „heimurinn hefur alltaf verið til, og á sér ekkert upphaf‘, hins vegar. Þessar fullyrðingar virðast andmæla hvor annarri, en Kant áleit, að unnt sé að „sanna“ hvora um sig og að því séunt við komin út fyrir mörk skynseminnar þegar annarri hvorri þessara full- yrðinga er haldið frarn. Hin raunverulegu rök Kants eru af flestum fræðimönnum talin fremur veik. En skoðuni, hvernig færa mætti rök fyrir skoðun Kants, sem mér finnst raunar fremur skynsamleg. Segjum að alheimurinn eigi sér uppruna í tíma; þ.e. að hann hafi orðið til á ákveðnu andartaki. Get- um við ímyndað okkur fæðingu al- heimsins? Hún getur ekki litið út eins og tilurð einhvers afmarkaðs hlutar í heiminum, eins og t.d. hús verður til, vegna þess að húsið verður til úr öðrum hlutum, t.d. Við virðumst því knú- in til að álykta að það hafi hvorki merkingu að segja að alheimur- inn eigi sér upphaf né að hann eigi sér ekki upphaf: Þegar talað er um alheiminn sem heild, erum við að fara út fyrir þau mörk, sem okkar venjulega tímahugtak setur okkur sementi og sandi, og við getum af- markað upphaf þess frá öðrum at- burðum, þ.e. við getum sagt, hvernig heimurinn var áður en húsið varð til: Það að verða til er einmitt að hafa ákveðna afmörkun í tíma. En hvað merkir það að segja, að alheimurinn, þ.e. bók- staílega allt, verði til? Við getum ekki afmarkað tilurð hans frá öðr- urn atburðum vegna þess að við erum einmitt að gera ráð fyrir því að ekkert hafi gerst áður en hann varð til. Því virðist það einfaldlega ekki hafa merkingu að segja að al- heimurinn verði til eða hafi orðið til á ákveðnu andartaki. En hefur hann þá ekki alltaf verið til, þ.e. ekki átt sér neitt upp- haf? Hvað felst í þeirri hugmynd, að alheimurinn eigi sér ekkert upphaf? Það hlýtur að merkja að það er alveg sama hversu langt aft- ur í tímann við „förum“; það er alltaf einhver atburður í alheimin- um á undan því. Nú getum við rnyndað okkur hugntynd um talnarunu, sem gengur óendanlega Framh. á næstu síðu. STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.