Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Page 14

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Page 14
Varnarsigur Vöku Miklir uppgangs- og ánægju- tímar ríkja nú í háskólasamfélag- inu. Sama hvert litið er hafa menn einhverju að fagna. Almennir stúd- entar fagna því að kosningum er nú lokið og þeir því lausir við með- fylgjandi útgáfu- og áróðursstarfs- semi sem sómakært fólk á bágt með að þola nema með ælupoka við höndina. Röskva fagnar óverð- skulduðum kosningasigri innilega, á meðan Vaka prísar sig sæla að hafa ekki goldið meira afhroð en raun bar vitni. Vökumenn kalla það raunar vamarsigur, sjálfum sér til háðungar. Röskvumenn eru þó sýnu kát- astir og hafa m.a. gefið út sérút- gáfu af Stúdentablaðinu til þess eins að lýsa yfir ánægju sinni með eigin árangur. Hamslaus fagnaðar- læti þeirra eru reyndar skiljanleg þegar tillit er tekið til þess að þeir unnu sigur í kosningum án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Al- mennt er viðurkennt að Vaka hafi staðið sig langtum betur í kosn- ingabaráttunni, haft yfirburði á kosningafundum, hengt upp fal- legri veggspjöld og haft á að skipa skeleggari frambjóðendum á með- an framganga Röskvu einkenndist af sjálfbirgingslegri sigurvissu. Frambjóðendur Röskvu tóku eng- an þátt í málefnalegri umræðu fyr- ir kosningarnar, en reyndu þess í stað að sýna fram á tengsl hækk- andi sólar við eigin baráttu gegn skammdeginu auk þess sem þeir dreifðu gróusögum. Að öðru leyti létu frambjóðendumir lítið fyrir sér fara, sem er skiljanlegt þegar haft er í huga að viðskiptafræðineminn sem skipaði efsta sætið til Stúd- entaráðs virtist eiga í erfiðleikum með að sannfæra sjálfan sig um að hann væri Röskvumaður, hvað þá aðra. Efsti frambjóðandinn til Há- skólaráðs staðfesti grun margra um að nægilegt væri að vera þéttholda, rauðhærður kvenmaður til að kom- ast til metorða innan Röskvu, því ekkert annað virtist frambjóðand- inn hafa sér til framdráttar. Til að klekkja á Vöku reyndu Röskvumenn að dreifa tilhæfu- lausum gróusögum um að S.V.R. hefði greitt kostnaðinn af vegg- spjaldaprentun Vöku fyrir tilstuðl- an Sveins Andra Sveinssonar. Röskvumenn undirstrikuðu með þessu hve lítið þeir skilja í gang- verki stúdentapólitíkurinnar. Þó svo að sagan væri sönn er á engan hátt að Vöku vegið. Það er einmitt samstarf sem þetta sem er helsti styrkur Vöku. Félagstarfinu er haldið uppi á hugmyndinni um bræðralag Vökumanna sem aðstoða hver annan um t.d. atvinnu og peninga eða annað sem skiptir þá máli. Röskvumenn eru reyndar að læra að nýta sér þessar starfsað- ferðir eins og sannaðist þegar í ljós kom að Iánasjóðsfulltrúinn hefur starfað í allan vetur við það eitt að tryggja Pétri Þ. Óskarssyni náms- lán, þótt að hann hafi ekki verið lánshæfur. Þrátt fyrir afleita frammistöðu Röskvu tókst Vöku að tapa kosn- ingunum. Þetta ætti reyndar ekki að koma svo mikið á óvart þar sem hið sama átti sér stað síðustu tvö ár á undan. Forystusveit Vöku virðist sérhæfa sig í að haga kosningabar- áttu sinni á þann veg að þeir verði undir á meðan Röskva stendur að- gerðalaus hjá og vinnur sigur. Ekki er annað að sjá en að þetta sé í samræmi við ætlun þeirra þar sem aðferðum er ekki breytt og engir leiðtogar eru dregnir til ábyrgðar. I ár komu Vökumenn vígreifir til kosningabaráttunnar undir merkjum byltingarfána og ber- brjósta kvenna. Eftir ár í minni- hluta höfðu þeir áttað sig á að í nafni stúdenta tíðkaðist spilling og mannréttindabrot sem byltingu þurfti til að stöðva. Gallinn var bara sá að þeir fundu enga spill- ingu sem þeir voru saklausir af sjálfir og hugmyndin um frjálsa aðild varð í þeirra höndum ekkert annað en orðin tóm þar sem þeir gripu til málamiðlunarlausnar sem ekkert hafði með frjálsa aðild að gera. Nú virðist sem Vökubyltingin hafi verið andvana fædd og eina ummerki hennar sé stúdentaráðs- fulltrúi sem líkist Che Guevara í útliti. Þó er of snemmt að afskrifa Vökubyltinguna að fullu þar sem byltingarandi leynist í nýkjörnum Háskólaráðsfulltrúa Vöku, Hrönn Hrafnsdóttur. I kosningabaráttunni réðist hún heiftarlega gegn náms- ráðgjöfinni, sem er helsti banda- maður rektors innan Háskólans. Hingað til hafa Háskólaráðsfulltrú- ar Vöku verið þægir ungir piltar sem hafa hagað sér skikkanlega, en nú er greinilega kominn í Há- skólaráð fulltrúi Vöku sem ekkert er heilagt og þorir að ögra Há- skólarektor á opinberum vett- vangi. Pistill Kolur skrifar Lítil grein byggð á misskilningi Gunnar H. Ársælsson, stjórnmálafræðinemi, skrifar Fjölmiðlar eru laldir vera nauð- synlegir í nútímaþjóðfélagi. Þeir eru sagðir vera umræðuvettvangur þar sem fólk skiptist á skoðunum um lífið og tilveruna. I fjölmiðlum rífast menn og konur. Ög það er rifist um margt, meðal annars stjórnmál og efnahagsmál. Ekki hvað síst á þessum tímum sem við köllum krepputíma, eða efn- hagslægð svo gripið sé til málfars veðurffæðingar. Það getur verið mjög fyndið en á sama tíma grátbroslegt að fylgj- ast með fréttum af vettvangi inn- anlands þegar menn fara ríf- ast/skiptast á skoðunum (og gjarn- an tölum í leiðinni) á öldum ljós- vakans, hvort sem er í sjónvarpi eða útvarpi. Heldur hlálegra er að fylgjast með sjónvarpsfréttum. Nú skal tekið dæmi: Talsmaður ein- hverra samtaka, t.d. í sjávarútvegi, landbúnaði eða iðnaði, kemur í fréttir og skellir þar einhverri stað- hæfingu og talnasúpu framan í okkur blásaklausa áhorfendur. Við skulum kalla þennan einstakling A. Kvöldið eftir, eða jafnvel í sömu frétt, kemur einstaklingur sem kallast hér B á skjáinn og fullyrðir að þetta sé allt saman byggt á misskilningi hjá A. Og þá íslenskir aöalverktakar Hafnarí'j aröarbær Heyk j avíku rborg EINAR J.SKULASON HF Grensásveqi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000 TOMMA HAMBORGARAR LÆKJARTORGI erum við komin að kjarna málsins og því sem þessi litla grein er byggð á: Misskilningnum. Það mætti halda af opinberri umræðu um stjórnmál, efnahagsmál og út og suður, komist aldrei að hinu sanna í því sem rætt er. Eða er það kannski svo að þetta fólk sé bara í einhverjum leik þar sem hags- munir þess sjálfs eru öllu öðru Talnasúpur og staðreyndaflaumur þeirra flæðir í sífellu í gagnstæðar áttir úr viðtækjunum þjóðmál yfirhöfuð hér á landi að kerfið í heild sinni sé allt saman byggt á misskilningi. og þetta litla dæmi getur jafnvel gengið svo langt að ná þarf í aðiia sem kallast hér C til þess að leiðrétta misskiln- inginn í bæði A og B. Svo teygir þessi frétt úr sér í nokkra daga, alltaf sömu mennirnir á skjánum og allir búnir að fá hundleið á þeim. Því vaknar sú spurning hvort ráðamenn, forsvarsmenn allskyns hagsmunasamtaka, fleiri samtaka og hreyfmga, menn sem fara með einhver völd og standa í eldlín- unni, séu virkilega svo tregir að þeir misskilji alla hluti endalaust æðri. Talnasúpur og staðreynda- flaumur þeirra flæðir í sífellu í gagnstæðar áttir úr viðtækjunum og enginn skilur neitt í neinu, kannski ekki þetta fólk sjálft, fréttamennirnir sem matreiða súp- una (eða hvað?), hvað þá áhorfend- ur sem hljóta að vera uppfullir af einhverjum óskiljanlegum mis- skilningi dag eftir dag. Er þetta virkilega það sem við köllum stjórnmál, en þar er jú ein grunnhugmyndin meðal annars sú að vera sammála um að vera ósam- mála. En þessi sífelldi misskiln- ingur á öllum sköpuðum og ósköp- uðum hlutum teygir sig út um allt samfélagið, um öll svið þess og getur verið virkilega þreytandi. Er ekkert annað í fréttum sem skiptir máli en einhverjir kallar/kellingar úti í bæ sem misskilja alla hluti, alla daga vikunnar, allan ársins hring? Það er talað um verkamenn, flugmenn, lögreglumenn, blaða- menn og stjórnmálamenn svo dæmi séu tekin. Mætti ef til vill bæta við einum flokki enn: Mis- skilningsmönnum? A, B og C væru þá dæmi um slíka menn. En oft vill síðastnefnda starfstéttin fara saman við hið nýja hugtak, það er að menn séu bæði stjórnmála- menn og misskilningsmenn. Nú á þessum síðustu og verstu tímum, á meðan þjóðarskútan virð- ist föst ofan í djúpum efnahags- öldudal er víðtækur misskilningur það síðasta sem alheimsþorpið Is- land þarf á að halda. Kannski næsta þjóðarsátt, ef af henni verð- ur, geti verið þjóðarsátt gegn mis- skilningi, því mér virðist hann vera okkur ansi þungur í skautu, ef dæma má af fréttum. Reykjavík, mars 1993. Styrktarsjoður vegna skrásetningargjalda H.í. 1992-1993 A fundi háskólaráðs 3. september 1992 var samþykkt að stofna sérstakan styrktarsjóð í vörslu Háskóla íslands. Árlega verði veitt í sjóð þennan úr styrktar- sjóðum Háskóla íslands fjárhæð sem nemur styrk til 25 til 30 stúdenta vegna þess viðbót- arhluta skrásetningargjalds til skólans sjálfs sem heimild í fjárlögum hverju sinni gerir ráð fyrir. í stjórn sjóðsins sitja tveir af fulltrúum stúd- enta í háskólaráði og fulltrúi tilnefndur af rektor og er hann formaður. Háskólaráð skip- ar stjórnina. Við úthlutun styrkja koma eftirtaldir til greina: 1. Öryrkjar, það er þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira. 2. Efnalitlir stúdentar, það er þeir stúdentar sem ekki afla tekna og/eða taka námslán umfram þann framfærslukostnað sem L.Í.N. miðar við á ári. Stjórn sjóðsins ákveður að öðru leyti nánari úthlutunarreglur og annast umsjón með sjóðnum. Jafnframt ber stjórn sjóðsins að leita leiða til að afla sjóðnum frekari tekna með öðrum hætti en um getur í 1. mgr. Umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum hefur verið framlengdur til 2. apríl 1993. Afrit af skattaframtali ársins 1992 skal fylgja umsókn. Umsóknum skal skila til Nemendaskrár Há- skóla íslands, aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Umsóknir skulu merktar: Styrktarsjóður vegna skrásetningargjalda. Stjórn sjóðsins STUDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.