Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Síða 2

Fálkinn - 18.05.1929, Síða 2
2 F Á L K I N N 11 GAMLA BÍÓ "' ....... Rauði sjóræninginn. Sjóræningja-gamanleikur í 6 þáttum. Hugmyndarík, spennandi og stórkostleg. Aöalhlutverkið Rod la Rocque. Háiíðisveislan. Aukamynd í 2 þáttum. Stórskemtileg mynd. Sýnd á annan í hvítasunnu kl. 5, 7 og 9. Alþýðusýning kl. 7. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Litla Ðílastöðin Lækjartorgi Destir bílar. Desta afgreiðsla. Dest verð. Sími 668 og 2368. Protos Ðónvjel. Endurbætt. Áður góð, nú betri. Gólfin verða spegil- gljáandi — fyrirhafnarlítið. Fæst hjá raftækja- sölum. Telpu- og Unglinga- skófatnaður alskonar, nýkominn. Lárus G. Lúðvígsson, Skóverslun. 7 1 NÝJA ÐÍÓ —— Mesta uppáhald margra kvikmyndavina Colleen Moore leikur aðalhlutverkið í myndinni. Tveggja sálna sælu, sem lýsir því, hvernig ástin sigrar alt, um síðir. Myndin er í 8 þáttum, gerð af First National. Colleen Moore hefir sjaldan sýnt jafn töfrandi Ieik og í þessari mynd. Sýnd á annan hvítasunnudag. MALTÖL Bajerskt ÖL PILSNER Dest. Ódýrast. INNLENT ölgerðin Egill Skallagrímsson. RAUÐI SJÓRÆNINGINN K vikm yndir. TVEGGJA SÁLNA SÆLA Aðalinntak myndarinnar, scm heit- ir ofangreindu nafni .og sýnd verður á NÝJA BÍÖ á annan Hvitasunnudag er ])að, að göfug og hrein ást, er svo mikiö afl, að ekkert getur staðist á rnóti. Lýsir myndin því hvernig ást góðrar konu bjargar manni, sem djúpt hefir verið sokkinn, frá því að halda áfram á glæpahrautinni. Og sem andstæðu þessara konu sýnir myndin stúlku, sem er imynd freistinganna, og nýtur lífsins án þess að elska. Söguhetjan, Dick Stewart, sem leik- inn er af Edmund Love, lifir í vcl- lystingum og herst mikið á. En eng- inn veit af hverju liann lifir. Sann- leikurinn er sá, að hann hefir lifs- uppeldi sitt af því, að svikja L SPÍ1- um. Til hjálpar sjer hefir hann miður vandaða stúlku, Kay Sears, sem hefir það hlutverk að koma ]>eim, sem Dick fjeflettir, til ]>ess að gleyma óförun- um. En svo kemur ný stúlka til sög- unnár, Mary Randall, leikin of Col- leen Moore. Hún er saklaus og ástúð- legt hárn, og er Dick kynnist henni, vcrður hann ástfanginn fyrir alvöru. Og þau giftast. En Kay Scars þykist vonsvikin, er Dick hefir skilið við liana. Kærir hún hann fyrir Iögreglunni fyrir spilasvik og einn góðan veðurdag kemur lögreglan til að sækja hann. Dick lætur konu sína ekkert vita hvað i efni er, en segist þurfa að fara í sex mánaða fcrð til Suður-Ameriku. En þeirri ferð er i raun og veru heitið í fangelsið. Kona iians kemst að öllu saman. En þegar hann loks kemur heim aftur, tekur hún á móti iionum eins og ekkert sje, — hún hefir fyrir- gefið alt, vegna þess að hún elskaði bann svo heitt. Myndin er einkar vel leikin og skemtileg, en yfir alt gnæfir J)ó leik- ur Colleen Moore. Henni lætur jafn- vel að fá áhorfandann til að brosa eins og til að tárast. Og í þessari mvnd gefst lienni gott tækifæri, því ])ar skiftast á skin og skúrir. Aður fyr þótti það einna álitlegasti atvinnuvegur manna, að leggja í vik- ing, ræna kaupskip á höfum úti og drepa skipsliöfnina, eða fara að óvöi-ð- um sveitum og gera strand- högg. Er talsvert mikill hluti elstu íslendingasögu frásögn slíkra atburða, og seinna komu aðrar þjóðir til sögunnar, sem einnig ljetu íslendinga finna til þess hvað sjóræningjar eru, nfl. Tyrkir. Myndin sem GAMLA BÍÓ sýnir á 2. Hvítasunnudag hefst með sjóræningjalífi, en aðalrás viðburðanna er látin fara fram á nútímanum, löngu eftir að víking er liðin und- ir lok allsstaðar í heimin- um nema meðfram strönd- um Kína. Enda mundi naumast samin jafn spreng- hlægileg skopmynd og þessi, og látin rekja uppruna efnisins til sjóræningja, ef þeir væru ennþá tíðir gestir i menningarlöndunum. Svo er mál vaxið, að því cr efni myndarinnar snertir, að sjóræningi einn hefir gert afkomendum sinum það að skyldu, að ræna sjer konu á 25. afmæiisdaginn sinn. Og þegnr sag- aji hefst fyrir alvöru er komið fram á árið 1928, og sá sem nú stciulur næstur til starfsins, hefir alls ekki hugsað neitt fyrir þvi, að vera við- húinn að uppfylla þau skilyrði, sem gcri liann arfgengann. Afmælisdagur- inn rennur upp og ]>egar svo reynist, að maðurinn hefir ekki ennþá náð sjer í konu, koma skuldheimtumenn- irnir og láta selja alt laust og fast sem hann á. En þá byrjar æfintýrið og því lík- ur svo, að liann hittir stúlkuna, sein hann einmitt átti að fá. En tnlsverð- um kröggum — og þcim spaugilegum —- lenda þau i, áður en alt er fallið í Ijúfa löð. Myndin er skopmynd, og gerð af þeirri huglivæmni, scm Ameríkumenn einir liafa til að bera. Hún er spreng- hlægileg. Aðalhlutverkin leika Rod de la Roctjue og Mildred Harris. Maður nokkur i Rómaborg hefir verið handtekinn fyrir að hafa stolið og slátrað 40 þúsundum katta ]>ar í borginni. Hann drap aldrei minna en 50 ketti á dag, seldi skinnasala skinn- in, en kjötið fjekk slátrari mjög 6- dýi't i pylsur og annað sælgæti. Borgin Stuttgart í Þýskalandi held- ur 700 ára afmæli sitt hátíðlegt að sumri. I’rir vínsinyglarar í Chicago voru nýlega dæmdir í 4% árs fangelsi og 15000 dollara í sekt. Þeir borguðu sektina samstundis, svo smyglunin lilýtur að borga sig vel.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.