Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Page 8

Fálkinn - 18.05.1929, Page 8
8 P A L K I N N EINN AF MORGUM EFTIR I. HOFMAN-BANG Hve lengi ])að dróst, að hann kærai! Hvað eftir annajð ljet Margrjet hendur falla í skaut og hlustaði. Þey — þey! Heyrðist henni ekki-------? Eftirvæntingin var altaf svo mikil þá dagana, er átti að opna ofninn. Skyldi brennslan hafa heppnast? Eða var það alt sam- an vonlaust? Átti Jean enn að verða fyrir vægðarlausum von- brigðum. Það hafði líka viljað svo illa til, að Jacques litli var að skæla, þegar pabbi hans fór; annars hefði hún farið ineð honum nið- ur að ofninum. En reyndar hafði hún líka lofað konu bakarans, að vera búin ineð kjólinn henn- ar fyrir kaupstefnuna á morgun. —- Og svo kepptist hún við að sauma. Jean hlaut að fara að korna. Hann hafði lofað að koma strax og láta hana vita hvernig gengið hefði. Hún leit á klukkuna. Ætti hún að skjótast ofan eftir? Nú var þó drengsnáðinn sofnaður. Þey! — — Nú heyrði hún fótatakið! En hve þunglamalegt það var. Ó, hann þurfti ekki að koma nær, hún vissi nóg. Og nú sat hún álútari en áður og strauk hendinni um augun. — Þessi heimskulegu tár! „Nú?“ sagði hún hress í bragði og með hughreystandi brosi, þó að varirnar skylfu. Hann stóð í dyrunum með stórt skrautker í hendinni. „Ónýtt skran!“ Hún reis á fætur. „O, það er ekkert að sjá“, sagði hann lágum rómi, „og þó er þetta það skásta“. Þau skoðuðu kerið í krók og kring. „Hjerna er glerungurinn tvö- faldur, sjerðu. Óg svo er það al- veg skjöldótt. Lagið er ekki held- ur eins og jeg ætlaðist til“. Hún kannaðist ofur vel við þessi ummæli — altaf hin sömu, öll þessi fjögur löngu ár. En hún reyndi að brosa. „Sannaðu til, næsta sinn tekst þjer betur. Og í raun og veru er þetta ljómandi fallegt". Tók hann eftir meðaumkun- arhreimnum í málrómi hennar? Hafði hann sjeð hve skjálfhent hún var? Alt í einu kom á hann her- serksgangur; hann þreif kerið og þeytti því af alefli niður í steingólfið. Síðan var steinhljótt um stund. „Þetta hefðirðu ekki átt að gera“, 'mælti hún og fór að tína saman hrotin. Jeg hefði getað notað það til að geyma í þvi mjólk“. „Til þeirra hluta hefir þú hundrað ílát uppi á lofti“. Og svo stökk hann út. En Margrjet átti fult í fangi að varna því, að saltir dropað hryndu niður á nýjan kjólinn. — Litlu seinna var kjóllinn húinn, hörnin komin i rúmið, fátækléga stofan fáguð og ljúf- feng máltíð matreidd úr fjórum salatblöðum og einu eggi. Og sjálf stóð Margrjet þarna, fögur og' ástúðleg og viðbúin að taka á móti manni sínum með brosi og kossi. Það hafði komið fyrir nokkr- um sinnum, er svona stóð á, að hann hafði ekki komið heim fyr en undir morgun, og þá mcð for- uga fætur, eftir langa göngu um veglausar slóðir. Stundum hafði hann komið aftur von hráðar, litið á kvöldborðið með gremju- hrosi og sagt: „Borða þú! Jeg ætla ekki að taka þinn mat frá þjer“, og svo sest á hekkinn fyr- ir utan. .. „Borða þú!“ — gat honum komið til hugar, að hún fengi. nokkurs neytt, er svo stóð á? Reyndar halði hann rjett að mæla; það var hún, sem aflaði fjár til heimilisþarfanna. En hvað gat hann gjört við því? IJvaða sök átti hann á því, að hann var fæddur listamaður og hafði enga eirð, fyrr en lista- eðlið feugi að njóta sín? í fyrstu hafði hún líka verið óbifanlega sannfærð um, að það mundi lánast, og hreykin af því, að vera „Iistamanns-kona‘. Og hve ósanngjarnt henni fanst það, cr faðir hennar hafði sett sig á móti þvi, að hún ætti þennan ,,kákmyndamótára“. Ekki skyldu þau fá einn eyri af eiguin hans, sem hann hafði al'lað með súr- uin sveita! hafði hann sagt. Hann skyldi sjá svo um, að þær færu allar til systur hennar, kaup- mannsfrúarinnar í Lyon. sem hafði verið svo miklu hyggnari en hún. —- En verði þeiin að góðu! Hvað kærði hún sig um fúla fjármuni föður síns! Jean ínundi sanriarlega sjá þeim borg- ið! Reyndar hafði hann ekkert reglulegt nám stundað, eftir að föður hans misti við: misseri á inyndaverkstæði hjá gömlum lista-lagshróður, og eitt ár lijá öðrum. En í raun og veru var skólagangan ekki mikils verð. Ekki fekkst „neistinn“ þar, hinn meðfæddí guðdómlegi eldur. Og svo höfðu þau gifst. Fyrsta árið gekk það ekkert glæsilega. En svo kom Jean Du- pons snjallræði í hug: Hann sheldi það litla, sem hann átti í París, leigði sjer lítið hús nálægt leirnámu uppi í sveit, og rjettindi lil að taka þar leir, kom sjer þar upj) ofni og tók til að móta alls- konar fáránlegar krukkur og kirnur. Margrjet fylgdist með athöfn- uin hans af miklum áhuga; hún hlustáði með athygli á hug- sjónaskraf hans um furðulega skrautlitagerð: perlumóður-gler- ung á himinbláum grunni, og dumhrautt með gullnum skín- andi gljáa. Henni fanst ekkert til um það, þó að húsið væri fult að áhöldum og litardöllum, eða þó hún þyrfti að þvo vinnukufla hans, vættarþunga af leireðju. Þetta skifti engu, hara að starf- inu miðaði áfram. Og um það efaðist hún ekki. Sá hún það ekki, hvernig hann fann upp nýtt og nýtt lag og liti? Tók hún ekki eftir því, hvernig hann lokaði ofninum oft með sigurglampa í svipnum? En — — svo er frá leið hafði hún líka oft sjeð hann standa ráðþrota, eins og í dag, — yfirkominn af vonhrigðum. Kæri, vesalings Jean! — En „það lagast með tímanum! Listeðli hans hlýtur að sigra!“ hafði hún altaf sag't við sjálfa sig. Eiginiega var arðurinn af vinnunni harla lítill. Leir- ílátin g'engu ekki út, svo að þau söfnuðust fyrir í hrúgum uppi á loftinu. En það mundi áreiðan- lega lagast með efnahaginn. Þau mundu sjálfsagt verða rílt að Iokum! Og svo tók Margrjet að stunda hænsnarækt og garð- yrkju — fekk ótrúlega mikið af grænmeti upp úr garðholunni sinni, svo að vel var sjeð fyrir súpunni. Og ungu stúlkurnar í þorpinu ljet hún vita það, að hún hefði nægan tíma til að sauma fyrir þær skartklæði. Og ekki ljetu þær á sjer standa. Hún frú Dupons, sem var upp- alin í Orleans og hafði verið heilt ár í París, hún hlaut að bera gott skyn á slíka hluti. — Þetta bætti úr heimilisþörfunum. Og stundum var þá lika laumað ofurlitlum vasapeningum til Je- ans, en hann ól'ús að nota þá. En svo höfðu tveir litlir munn- ar bæst við. Já, Guði sje lof! sagði Margrjet. „Listamanns- syni“ kallaði hún þá og var hreykin. Nei, ekki bagaði það, þó að þau væru fjögur, el' hara — — — Dauflegt yfirbragð Jeans og vaxandi vonhrigðahreimur í rödd hans olli henni áhyggjum. í fyrstu hafði hann verið svo glað- ur og öruggur og viðkvæðið jafn- an verið þetta, er út af bar um brennsluna: „Já, nú veit jeg, hvernig jeg á að breyta til næst“. En nú var hann að mestu hættur að segja þetta og leit helst und- an, er hún kom til hans. Erfiðleikarnir fóru vaxandi. Henni fanst þau vera eins og villiendur á ísvök í vetrarfrost- um. Vökin varð minni og minni — ísinn þrengdi að þeirfi á allar hliðar. Hann hlýtur að gefast upp, og það verður honum ofraun; heiður hans líður þann hnekki, að hann bíður þess aldrei bætur. Æfin hans hlýtur að verða sem æfi fálkans í húri. — Eða ef hann heldur áfram eins og nú, þá hlýtur hann að missa alla virðingu fyrir sjálfum sjer, þar sem hann getur ekki aflað okk- ur viðurværis, en mjer auðnast hinsvegar að sjá okkur farborða. Já, mun harin elcki hreint og beint fá óhug á heimilinu, bæði injer og börnunuin? Ó, hvað er til ráða? Mánuðir liðu. „Skrautker", með undramyndum og allskonar lögun, voru látin í ofninn, en komu þaðan aftur afskræmd og skellótt. Ýmist var álitið að ofn- inn hefði verið of heitur, eða of kaldur; liturinn of þykkur, eða of þunnur. Einstöku sinnum varð árangurinn sæmilegur, og þá hrósaði Margrjet því hástöfum. En ógleði Jeans fór vaxandi. Vökin þrengdist, fanst Margrjetu, og það olli henni sárum kvíða.. Svo kom sumarið 1914. Það var komið kvöld, einn um- svifamikla daginn, snemma í ágústmánuði. Dupons-fjölskyldan var háttuð. Þau Jean og Margrjet höfðu verið niðri á torginu við kirkj- una, þaðan sem hermennirnir hjeldu af stað. Það var lostinn upp ófriður. Eiginlega hafði Mar- grjet ekki haft tíma til að fara þangað ofan eftir; en það var þó gott, að hún gjörði það. Því að einkennilegt var það, sem fyr- ir þau bar þar neðra: Þegar þau stóðu þar og sungu og hlustuðu á ræður og sáu nágranna og vini þerra tár af augum sjer og veifa vasaklútum i kveðjuskyni — var þá ekki eins og að Jean væri alt í einu orðinn gjörbreyttur, alveg eins og hann var í gamla daga — svo elskulegur! Kaldi svipur- inn horfinn, titrandi varir og döggvot augu. Jú, sannarlega var hann enn hinn sami og áður t Það mundi rætast úr fyrir þeim og alt verða gott að lokum ’ En nú er komið kvöld. Þau liggja þarna grafkyr í rúmi sínu. Skyídi hann vera sofnaður? Eða er hann að hugsa um viðburði liðna dagsins? Eiginlega getur hann látið það alt vera sjer ó- viðkomandi. Hún veit, að hann hafði liðavatn í knjenu þegar nýliðaskoðunin l'ór fram, svo að hann var undanþeginn her- skyldu þess vegna. Ó, hve værit henni hafði þótt um það! Hún liugsar til þeirra Yvonne og Nan- nettu gömlu og margra fleiri, sem hún sá i dag, rauðeygðar af gráti. Að hugsa sjer það, ef Jean hefði verið einn af þeim, er nú voru farnir út i hættur og dauða! Það hlaut að vera þungt loft í stofunni og þess vegna ómögu- legt að söfna. Jean ræskir sig. Hún heldur niðri í sjer andanum. Hann ræskir sig aftur — það er sama sem hann spyrji, hvort hún sje vakandi. „Já“. „Viltu rjetta injer hendina?" Margrjetu bregður, svo viðkvæm er rödd hans, alveg eins og í gamla daga. Ó, ísinn er vist að leysa! „Mundir þú taka þjer það mjög nærri, ef — ef jeg færi sem sjálfboðaliði? Jeg finn sem sje ekkert til í knjenu, og á skömmum tíma get jeg eitthvað lært“. Þeir fáu hlutir, sem Margrjet greinir í stofunni, hringsnúast fyrir augum hennar. Hún svarar engu, getur það ekki. Jean heldur áfram: „Þú gætir víst vel komist af án minnar hjálpar, þú ert því svo vön“. Nú særir rödd hans hjarta hennar og hún svarar: „En listin þín, Jean?“ „Heimurinn kemst vel af án hennar; það hefir hann gert hingað til“. Hún þegir enn um stund, en svo spyr hún í mjög Jágum rómi: „Hvers vegna vilt þú fara

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.