Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. RH&tjórar: Vn.ii. Finscn oq Skúli Skúlábon. Framkvmmdattj.: Státár Hjálteited. Aðaltkrifttofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Upin rirka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifttofa i Otló: ▲ nton Sclijðthigate 14. BlaOiO kemur út hvern langardag. iikriftarverO er kr. 1.70 i minnði; kr. t.00 á árafjórCnngi og 20 kr. árg. Erlendii 24 kr. Acxáb XsKniFTia skeidibt ftbibfráh. AuglítingavtrO: 39 aufa miliimeter. Pbbntimibján Gutenbbbo SRraóóaraþanRar. .1'jer vitið nú, hvað }>ier getið, en þangað til þier hafið komist að raun um, hvað þjer e k k i getið, vinnið þjer engin stór- virki og gður liður ekki vel“. Frederik Pertlies. Alræmdasta hegningarhús í heimi. Útveggur á Sing-Sing-fangelsinu Fangaklefi. Orðin hjer að ofan voru töluð til ungs manns og atliafnamikils, manns, sem margt var vel gefið, en hafði þann breysldeika, að hann hielt að hann gæti alt. Það er altítt að hitta þesskonar menn. Áhuginn fer með þá í gönur, þeim finst þeir geta alt og ætla sjer að framkvæma alt, án þess að gera sjer grein fyrir, að orka þeirra og hæfileikar eru takmarkaðir og án þess að vilja trúa, að það er svo margt, sem þeir eru alls ekki menn til að framkvæma. Þeir liafa mörg járn i elclinum og í fyrstu geng- ur máslce alt skaplega, en áður en þeir vita verður alt á súðum og liálfn- uðu verkin stranda. Því lifið er strangur skóli, og sýnir mönnum eftirminnilega hvað þeir geta og hvað þeir ekki geta. Hinsveg- ar er fjöldi manna svo skapi farinn, að þeir sneiða hjá þvi, sem ekki er þeim ofurefli, en ráðast i liitt, sem þeir kikna undir. Mikill hluti þess andstreymis, sem mennirnir verða fyr- ir sprettur einmitt af þessu: að þeir gera sjer ekki far um að þekkja sin- ar eigin takmarkanir. Sem betur fer cr það margt, sem mennirnir ekki geta — scm hetur fer, vcgna þess, að þá eru þeir löglega af- sakaðir frá að skifta sjer af þvi. Þeim verður eltki borin á brýn nein van- ræksla þó þcir láti þau verkefni af- skiftalaus, sem þeim eru ofvaxin. En það er mannlegt að glíma við þær gátur, sem liggja ofar liæfileikum mannsins og þekkingu. Pilturinn sem er að byrja að læra flatamálsfræði fer að brjóta heilann um hærri ráð- gátur stærðfræðinnar, sem han.i hefir engin tök á að leysa, en lætur það sem nær honum cr liggja á milli hluta. Þessvegna er áminningin um að lcunna að takmarka sig, ávalt orð i tíma töluð. Allir hafa nóg við tím- ann að gera, til þess að stunda þau störf, sem þeir geta rækt. Þegar mað- urinn er kominn til vits cr honum það fyrir mcstu, að hann cyði ekki tímanum i það sem honum er ókleyft, þvi sá tími verður honum aldrei neins virði. En þeim sem bæði veit hvað hann getur og hvað hann ckki gctur, verður tíminn notadrjúgur. Sing-Sing er nafn sem margir kannast við jafnvel á íslandi. Það er aðal hegningarhús New York borgar og hefir lengi verið í munnmælum haft fyrir ýmsra hluta sakir. Og það er stærsta hegningarhúsið í Ameríku — landi hinna miklu glæpa. Þar lenda að eins stórglæpamenn, sem dæmdir eru til langrar hegningar fyrir stærri glæpi. Að rjettu lagi heitir þetta hegningarhús Ossining eftir þorpinu, sem það stendur í. — Þetta þorp er um 50 kilómetr- uni fyrir norðan New York og slendur vinstra megin Hudson- árinnar. Er þorpið hið snotrasta og stendur utan í brekku, sem liggur niður að ánni. Það er ekki stórt, telur um 15000 ibúa En í fangclsinu einu eru að staðaldri um 1400 fangar. Sing Sing er það fangelsi, sem afbrotamenn Ameríku óttast mest. — Það liggur við að þeim finnist smáræði að lenda í venjulegum fangelsum á móts við það að fara í Sing-Sing. Og þó er þetta fangelsi nú orðið að ýmsu leyti fremra en önnur, því á siðari árum hefir þvi verið breytt mikið og tekin upp mann- úðlegri meðferð á föngunum en áður var. Sing-Sing getur í flestu tilliti talist fyrirmyndar hegn- ingarhús. En að fornu fari var það svo alræmt fyrir illa með- ferð á föngum, að þetta loðir við það ennþá í almenningsálit- inu. Fangelsið er nú einskonar tilraunastöð, þar sem reyndar eru samtímis margar aðferðir til þess, að gera fangana að betri inönnum, en að því beinist nú hugur löggjafanna i flestum löndum. Það er ekki fyrst og fremst verið að hugsa um að hegna heldur alt gert til þess að hegningarlnisin geti í orðsins fullu merkingu heitið betrunar- hús. Sing-Sing-fangelsið er orðið rúmlega 100 ára gamalt, bygt í öndverðu árið 1825. Var það lit- ið í fyrstu en hefir stækkað jafnt og þjett. Og nýlega var það endurbygt að mestu leyti og þykir nú fullnægja kröfum tískunnar betur en nokkurt hegningarhús í Bandarikjunum. Gefa myndir þær, sem fvlgja grein þessari nokkra hugmynd um, hvernig umhorfs sje i þessu fiægasta „glæpamannabæli“ ver- aldar. — Á einni myndinni sjest stað- urinn og umhverfi hans og er myndin tckin úr flugvjel. Á miðri myndinni neðarlega má Varðmenn og fangar horða saman. Mgndin tekin i einni af matstofunum i Sing-Sing. Mgnd af Sing-Sing, tekin úr loftinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.