Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 AST OG ELDSNEYTI EFTIR GUNNAR M. MAGNÚS. „Þessi sveitasæla — ja — svei — svei — Prestsfrúrn stóð upp, gekk linakka- kert til dyra og lét Imrðina falla fast á eftir sjer. Presturinn ieit ekki við, en fann kuldaþyt leggja frá konu sinni uin leið og hún gekk út. Hann starði á þiðu blettina á rúðunum, sem smá- minkuðu. Skapið var eins og úfinn sjór. En af því að hann var prestur stilti liann sig um að láta gremjuna lirjótast fram í fossafalli ókvæðisorða. — — — En þfetta var vandræðamál. Að vera sveitaprestur og eiga ekki skán, það var Ijóta ástandið. Það var eitt af því versta, sem fyrir sjera Gest liafði koinið. Og ]iað leit út fyrir, að það ætlaði að vora í seinna lagi i þetta skifti. Þó hafði hann sjálfur heðið af stólnum um sól og vor. En útmánaða- kuldinn lijelt áfram að læsa sig um alt og aila. Og það var aðeins af þvi að hann var prestur, að liann reyndi að taka öllu með jafnaðargeði. — Einhver rödd hvíslaði að honum, að prestar yrðu að hafa langlundar- ;geð.------ — — — Að vera sveitaprestur um hávetur, verða að sitja og semja ræð- ur viku eftir viku og eiga ekki skán — það var auma tilveran. — Ja — svei — svei —. Þeir vissu ekki hvað það var, stúdentarnir, sem nú voru að láta innrita sig i guðfræðideildina. Það var aðeins af því, að hann var reyndur i emhætti sinu, að hann misti ekki trúna á sigur ljóssins. Ójá — ójá. Víst voru það erfið- leikar, sem réyndu á sálarþrekið. Að verða að semja ræður i þessu kulda- hreysi, eiga að tala ineð eldmóði yfir söfnuðinum — en vera aftur á móti heimilisfaðir og eiga ekki skán, — það var ekki til þess að hlægja að. Séra Gestur hugsaði til fraintíðar- innar með kuldahrolli. Það var. eklsi tilklökkun að liugsa til vornæðingsins dag eftir dag — fram í apríl — fram í maí — og eiga bæinn fullan af börn- um, konuna óánægða og hjúin stirð- lynd. Einhvernveginn þurfti að ráða fram úr þessu eldiviðarleysi. En útlitið var alls ekki glæsilegt. Kothændurnir i ná- grenninu voru ekki á marga fiska i þeim efnum — og til þeirra sist að flýja. Einn maður í sveitinni gat þó hjálpað, en til hans þorði prestur naumast að liugsa. Þessi maður var Kjartan á Melum, ■oddviti sveitarinnar og mesti bjarg- álnamaður. En nú var prsetur búinn að flýja á náðir hans fyr um veturinn og hafði þá fengið nokkra liestburði af skán. Auk þess var liann stór- skuldugur Kjartani frá síðastiiðnum vetri og vetrinum þar áður fyrir eldi- við. Það var því nærri óhugsanlegt að leita á náðir hans enn, nema með þvi móti að borga alla fyrri skuldina. En prestar hafa margt með aurana sina að gjöra ekki siður en aðrir menn. — En eitthvað varð að gjöra. Prestur kastaði frá sjerblýantinum gremju- lcga, stóð upp og skók sig, tylti sjer á tær og hoppaði nokkrum sinnum á tánum. Siðan gekk liann út að glugganum. Frostið liafði harðnað úti og rúð- urnar voru orðnar allijelaðar. Hann þíddi gat á lijeluna, beygði sig niður, dró annað augað i pung, en liorfði með hinu út í kalda heið- rikjuna. Þar stóð liann nokkra stund hálfboginn, með báðar liendur i buxnavösunum og bað Guð almáttug- -an um skán. Alt i einu rjetti hann sig snögt upp og fór aftur að hoppa á tánum, svo að gólfið hristist. Hann hafði ver- ið orðinn kaldur upp að knjám, en nú færðist liitastraumur uin hann all- an \ið hoppið. Þarna var snjallræði, sem lionum hafði dottið i liug. í þessu eldiviðar- leysi var ekki um annað að gjörá en að halda á sjer liita með einhverju. — Láta alt heimiiisfólkið lioppa sjer til liita nokkrum sinnum á dag. Hann hugsaði um Sólrúnu sina. Þó að hún væri þetta gömul, þetta feit og þetta þung — átján fjórðungar —- gat liún ])ó hoppað dálítið heldur en að sálast alveg úr kulda og skella svo allri skömminni á hann. Og þá voru krakkarnir ekki ofgóðir eða Lauga vinnukona. Prestur hoppaði enn meira, svo að Napoleon nötraði og skalf á veggnum. Siðan settist hann aftur á stólinn og teygði fæturna frá sjer. — Þetta var þjóðráð. Honum var orð- ið funheitt og um kvöldið ætlaði hann að prjedika þetta fvrir lieimilisfólk- inu. — Hann byrjaði aftur að skrifa með nýjum móð og nýju fjöri, gleymdi um stund kuldanum og eldiviðarleysinu, konunni og krökkunum, öllu nema ræðunni, sem nú gneistaði af áhuga. Eftir skamma stund lieyrði hann mannamál framrni í húsinu. Hann lagði hlustirnar við og hnyklaði ill- yrmislega hrýrnar, ]>vi að ein röddin var Iíjartans á Meluin. Síra Gestur hætti að skrifa og snjeri hálfskrifuðu örkinni við á horðinu. Hvaða erindi gat Kjartan átt annað, en að heimta af honum skuldina eða semja eitthvað við hann? Vai ekki Kjartan sífelt í viðskiftaferðum og peningasnuðri ? Það var líka ])okkalegt að fara að punga í hann peningum fyrir skán, sem fyrir löngu var upp- hrend og gleymd. — — Nei — nei, liann gat hreint ekkert borgað — — alls ekkert núna. Frúin opnaði hurðina og IÝjartan stóð í dyrunum. Hann var fvrirferð- armikill í ]>ykkum reiðfrakka, sem hann hnepti frá sér um leið og liann kom inn. Hann gekk hvatlega inn gólfið, svo að kuldastroka læsti sig ónotalega um prest við komu hans. Frúin lét hurðina aftur, en presti fanst l>ungt augnaráð hennar nvíla á sjer eftir að hún lokaði liurðinni. — En af því að liann var prestur, tók hann brosandi í liönd Kjartans, hauð hann velkominn og hlessaðan og benti lionum á stól, þvi prestar vita livern- ig á að koma fram við meðbræður sína. — Kjartan settist á stólinn og ræskti sig fyrirmannlega. Síðan snýtti liann sjer hraustlega, tók upp tóbaksdósir og bauð presti tóhakskorn. Hann var rauður og þrútinn af útiverunni, skeggið og hárið úfið og mórauður tóbaksdropi storknaður á nefliroddin- um. Hann brosti breiðu brosi og presti fanst hann horfa meinlega á sig í gegnum gleraugun. „Þjcr notið lireinviðrið og góðu færðina, til þess að ferðast", sagði ])restur. „Hvert er ferðinni lieitið?" „Jeg er nú eiginlega að húsvitja, prestur minn. — Að minsta kosti hjá öllum góðhúum sveitarinnar. Kjartan lineggjaði uppgerðarlilátur. Préstur reyndi að láta sem minst bera á ógeði sinu, en hann gat svo sem giskað á til livers Kjartan hús- vitjaði. Og prestur taldi sjálfum sjer trú um þetta sama aftur — liann gæti hreint ekkert horgað — alls ekkert núna. — En hann sagði blátt áfram: „Hafið þjer svo farið viða i dag?“ „Ónei — mjer dvahlist hjá honum Bjarna gamla á Mýrum. Hann er alt af góður heim að sækja“. Presti Ijetti dálitið. Hann vissi að Kjartan myndi ekki hafa verið að finna Bjarna á Mýrum í innheimtu- erinduin. Ef til vill væri liaiin i ein- hverjum öðrum erindum þangað líka. Kjartan lijelt áfram: „Þar var nóg af öllu. Bjarni er ininn uppáhaldskarl. Við erum lika jafnaldrar og höfum verið nágrannar í þrjátiu ár .Ó-já. Bjarni er sómakarl. Jeg er nú að finna helstu kunningj- ana fyrir afmælið mitt. Og erindið liingað var nú að vita, hvort að þið hjónin vilduð heiðra mig með þvi að vera gestir mínir á sextugsafmælinu minu“. — Kjartan tevgði sig fram, augun ljómuðu af ánægjuhrosi og munnur- inn stóð liálfopinn, cins og hann þyrfti að segja langtum meira, en vildi aðeins lofa presti að komast að með þakklátt svar sitt. Presti varð við eins og hnept væri frá honum þröngum fötum. Hann dró nú andanh Ijett og sagði: „Þjer eruð orðinn þetta gamall, Kjartan. Þess lierið þjer þó ekki merki utan á yður. Jeg samgleðst yður og þakka vingjarnlegt boð yðar“. „Ó-já, krakkarnir minir vilja að jeg sje að halda upp á þessi timamót í lífi mínu“, sagði Kjavtan. „Þau segja, að jeg sje búinn að vinna svo mikið að það mætti minnast mín einhvers- staðar". „Já, þau eru orðin mörg og marg- vísleg störfin yðar i þágu sveitarinn- ar“, mælti prestur. Kjartan rjeri nú af ánægju og slrauk lærin. „Jeg hyrjaði nú reyndar á smærri trúnaðarstörfunum, en það fór svo, að jeg vann mjer traust og hækkaði smátt og smátt. Jeg hyrjaði nú með hundalækningar og heyjaskoðun. Síð- an kusu ]>eir mig i sóknarnefndina, og lolts í hreppsnefndina og tvltu mjer i oddvitasætið. Mjer fanst það nú noltkuð djarft í fyrstu fyrir mig, ómentaðan manninn að taka ]>etta að mjer, en ])að liefur rætst furðanlega úr öllu saman“. Kjartan virtist liafa ánægju af að segja frá störfum sínum, og presti fanst, að Kjartan ætlaðist til einhvers sjerstaks af sjer með heimboðinu. Nú var um að gera að nota sjer það, að Kjartan var í góðu skapi. Og prestur sagði einstaklega hógvær og hlátt áfram: „Það hefur ekkert verið skrifað um vður í blöðin, Kjartan. Furðar mig þó á því. Jeg hef oft liugsað um að nefna það við yður, hvort yður væri sama þó að jeg Ijcti þjóðina vita dálitið af æfistörfum yðar. Og nú sje jeg að tækifærið er komið —- á sextugsaf- mælinu". Nú liafði prestur hitt naglann á höfuðið. Kjartan skríkti en reyndi að dylja mestu kæli sina. Hann sagði nú smáhneggjandi: „Þess gat jeg nú varla vænst af yð- ur, prestur minn. Jeg hafði nú aðeins vonað, að þjer segðuð kannske nokk- ur velvalin orð undir horðum — krakkarnir voru nú líka að smíða það“. Prestur hjelt nú áfram i sama tón: „En mjer finst ekki of mikið, þó að jeg gerði það lika. En eigið þjer noltkra mynd af yður, Kjartan?" Það koin saknaðarsvipur á Kjartan. Nei — ó-nei — hann átti cnga mynd af sjer. „Eii mjer finst að þjóðin þyrfti lika að sjá framan í yður“, sagði prestur hýr í bragði, „þjer sláist í för með mjer suður í vor. Þjer látið mynda yður og jeg kem greininni með mynd- inni i eitthvert timaritið". Kjartan var i sjöunda liimni. „En þetta er nú altof mikil fyrir- höfn borgunarlaust. Jeg er hræddur um að krökkunum finnist það ;kamm- arlegt, ef jeg sje þetta ekki við yður í einhverju". Nú fanst presti að óhætt væri að minnast á skuldina. Hann sagði þvi með fjarstæðukeim í röddinni: Vinsamlegast getið „Fálkans", þegar þjer skrifið til þeirra sem auglýsa í honum. „Þjer eigið nú víst hönk upp í bak- ið á mjer fyrir þessu. Og jeg ætlaði að fara að minnast á ])essa eldiviðar- skuld. Mjer verður ekki of svefnsamt, þó að jeg losaði mig við þá sltuld". Prestur fann, að þetta var reyndar fulldjarft teflt. Ivomið gat það fyrir, að Kjartan færi að reikna saman upp- liæðirnar og tæki við peningunum feg- ins hendi. Presti hitnaði þvi óneitan- lega um hjartaræturnar, á meðan liann heið eftir svari. En Kjartan strauk linén og rjeri í sætinu. Nú var úr vöndu að ráða. Gefa upp skuldina eða eiga á hættu að fá Ijelegri minningu — og ákúrur frá krökkunum þegar lieim kæmi. — Hann varð að vera dálitið liðlegur við prest undir ]>essum kringumstæðum og meira en ]>að — rausnarlegur varð hann að vera — skeð gat að prestur mintist þá á rausnarlund hans. Hann sagði fast, eins og lionum ]>ætti mikils um vert: „Já, við skulum nú stryka yfir ali- ar skuldir, síra Gestur minn. Jeg er hræddur um, að krakkarnir minir ltunni hetur við ]>að“. Síðan var eins og hann liti ósjálf- rátt á hjclaðar rúðurnar og bætti við: „En verið nú lireinskilinn — segið mjer — þjer sitjið þó víst ekki i kuld- anum hjerna, af því að yður vanti skán ?“ — Prestur sá, að þetta mál ætlaði að hafa farsælan enda. Og hænheyrslan var auðsjeð. — Hann dró því svarið örlítið á meðan liann þakkaði alver- unni i skyndi fyrir hina fljótn hæn- lieyrslu, því prestar gleyma ekki að þakka drottni sínuni. — En liann vildi sem minst láta bcra á fátækt sinni og svaraði því: „Ó-nei — hægt liefði nú verið að leggja í. — En auðvitað tekur maður sjer til þakka rausnarhoð". Nú fann Kjartan að hann þurfti að vera verulega rausnarlegur og sagði þvi fljótt: „Jeg sendi krakkana strax á morgun með nokkra hestburði af skán. Og jeg lief hugsað mjer að láta eitt yfir okk- ur háða ganga í þeim efnum“. Nú fann prestur, að þakklæti sínu gat liann ekki lýst með orðum, og Kjartan hefur líklega fundið sömu til- finningu gagnvart þeim manni, sem ætláði að koma honuin i blöðin, því að nú runnu þcir saman eins og ást- vinir og lcystust löngum og innilegum kossi. — — Litlu seinna fór Kjartan út úr her- herginu. Hann ætlaði að flýta sjer, vildi helst enga liressingu þiggja. En liann ætlaði aðeins að ltveðja frúna áður en liann færi. Kjartan var glaður og fjörlegur, en frúin var daufleg um leið og hún rjetti hónum liálfkalda höndina. En prestur varð að reyna að dylja bros sitt. Hann var húinn að liugsa sjer hvernig liann ætlaði að haga sjer. Þegar þau væru bæði liáttuð, liún Sólrún og hann, og húin að slökkva, þá ætlaði liann að taka laglega yfir um liana, þrýsta henni mjúklega að sjcr og livisla að lienni gleðitíðind- unum: ,,A morgun fáum við nóga sltán“. O prestur hlaltkaði til ltvöldsins og brosti — þá hafði liann von um að samkomulagið batnaði. — Prestur og Kjartan kvöddust úti á lilaði. „Gæðamaður er nú Kjartan í aðra röndina", hugsaði prestur um leið og liann gekk inn i bæinn. „Blessaður maður er þessi prestur", hugsaði Kjartan um leið og liann sló í klárinn og lileypti úr lilaði. — — Skánin kom og greinin kom. Prests- setrið varð aftur hlýU og notalegt, ástin heitari og sambúðin yndisleg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.