Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Göng i Sing-Sing-fangelsinu.
sjá ör, sem bendir niður. Hún
sýnir óttalegasía staðinn í fang-
elsinu, nefnilega klefana, sem
þeir eru geymdir í, sem taka á
af lifi. Þar hafa margir menn,
sem öll veröldin hefir heyrt get-
ið, setið og beðið dauða síns,
þar á meðal Italarnir Sacco og
Vanzetti, sem teknir voru af lífi
í fyrra, og margir halda að ver-
ið hafi saklausir. Úr dauðaklef-
unum sem kallaðir eru liggur
gangur út á aftökustaðinn, þar
sem rafmagnsstóllinn ægilegi er.
Þar er ömurlegt umhorfs, berir
múrveggir alt í kring og orðið
„Silence“ (Kyrð) rnálað á vegg-
inn yfir dyrunum.
Áður fyr var jafnan siður, að
h.afa fangaklefana nærri því
gluggalausa. Þótti vissast, að
hafa gluggann ekki svo stóran
um sig, að maður gæti komist út
um hann. í þessum klefum var
því jafnan hálf dirnt og rakt —
loftræsting afar ófullkomin, svo
að heilsu fanganna var bráð
hætta búin. Á mvndunum sem
hjer fylgja má sjá, að nú er öld-
in önnur. Þær kröfur eru gerðar
til fangelsa nú á dögum, að þau
sjeu heilnæm, enda segja sum-
ir í gamni um nýtísku fangelsin,
að ýmsir sem komi þangað hafi
ástæðu til að vilja verða þar sem
lengst, því þeir fái betri aðbúð í
fangelsunum en þeir höfðu
nokkurntíina í heimahúsum.
Maður nokkur í Þýskalandi, sem
Thiesen heitir á fjórar dætur og eru
tvær þær elstu báðar doktorar í heim-
speki og kennarar við þýska háskóla.
Og nýlega tóku tvær yngstu dæturnar,
sem eru tviburar, doktorspróf i heim-
speki, svo að nú eru allar dæturnar
heimspekingar.
Ung stúlka i Berlín hefir nýlega
vakið á sjer athygli fyrir það, að lít-
ill lokkur úr hári hennar hefir verið
virtur á 1800 króónur. Stúlkan fór til
tannlæknis sem svæfði hana, cn með-
an á svæfingunni stóð datt lækninum
i hug, að skera svolítinn lokk úr hári
slúlkunnar og eiga til minningar um
hana. Á eftir sagði læknirinn stúlk-
unni frá öllu saman, en stúlkan varð
hin versta við og stefndi lækninum til
skaðabóta. Og rjetturinn dæmdi henni
1800 kr. Læknisauminginn stelur vist
ekki hárlokk næsta daginn.
H E
Therma
rafmagns-suðuvjelar eru til af mismunandi gerðum og stærðum.
Afar vandaður frágangur og þar af leiðandi lítill viðhaldskostnaður.
Skrifið eða símið til
júlíus Björnsson ElektroCo.
raftækjaverslun eða Akureyri.
Revkjavík.
£3t3C3C30C3t3C3DC3öö£3ö£3C3öí3C30£5C3£3C3C3C3£3f3C3eiC5QC3C3C3t30í3C3C3£3I30<300e3£3C3C3C3ö
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Nýkomið í bókaverslanir 1. hefti af ritum Jónasar Hallgríms-
sonar (ljóðmæli og smásögur). Heftið er 314 blaðsíður í stóru
broti, prentað á afbragðspappír, og kostar þó aðeink kr. 6,50.
Rit Jónasar Hallgrímssonar þuifa allir bókamenn að eignast.
(SAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.
£3
£3
Q
€3
C3
Q
ö
£3
13
£3
£3
£3
£3
Q
(3
£3
Q
Q
O
Q
Q
QQQQQQOQC3QQQQQQOQQQQOQQQQQQQQQQQQQQQQC3QQQQQQQQQQQQOQ
Miðstöðvar.
Upphitun í hús yðar fáið þjer áreið-
anlega vel af hendi leysta, ef þjer
látið mig annast verkið. Geri tilboð í efni og
uppsetningu á hverskonar tækjum því tilheyrandi.
Loftur Bjarnason, járnsmiður.
Hallveigarstíg 2.
Hagsltýrslur frá Bandarikjunum
herma, að frúrnar þar í landi kaupi
árlega til heimilis sins fyrir um 40
miljard dollara.
Tristan da Cunha, smáeyja sunnar-
lega í Atlantshafi, er talin afskektasti
staðurinn i veröldinni. Eru 2100 kíló-
inetrar þaðan til næstu liygða. Á eyj-
unni eru 30 hús og 150 manns lifa
jiar. Þeir hafa kartöflurækt mikla og
eta kartöflur þrisvar sinnum á dag.
Slundum liða lirjú ár milli pess að
skip kemur i eyjuna.
Hugvitsmanni cinum hefir nýlega
tekist að búa til öflugra gjallarhorn
(hátalara) en til liefir verið áður. Er
hann svo sterlcur, að hann yfirgnæfir
alveg hávaðann á götum stórbovganna
og telst svo til, að liægt sje að láta
heyra til hans yfir Ermasund, milli
Calais og Dover en það er rúmlega
20 enskra míina leið. Ætti því að vera
hægt að nota hann til að kalla úr
Ileykjavík upp á Iíolviðarhól.
Amerikumenn eru orðnir drjúgir á
vindlingareylcingum. Árið 1914 reyktu
þeir 17 miljard vindlinga á ári, en
síðasta ár 108 miljarda og hefir vindl-
inganotkunin því margfaldast. En jafn-
framt liefir dregið úr vindlareyking-
um og tókbaksnotkun. Tekjur rikis-
ins af þessari munaðarvöru eru ekk-
ert smáræði. Síðasta ár hafði rikið 318
miljón dollara í toll af vindlingum
og er það nægilegt til þess að stand-
ast útgjöld þjóðarinnar til hers og
flota.
Ncgri einn sem gengur undir nafn-
inu Kid Chocolate hefir nú barist i
linefaleik 15G skifti i röð, án þess að
blða nokkurntíma lægra hlut. Þykir
það eins dæmi. Fyrir fyrsta leikinn
fjekk liann 40 dollara, en nú eru ekki
nefndar minna en 100.000 krónur er
hann berst.
Við liirð Persakonungs hafði safn-
ast saman ósköpin öll af allskonnr
dýrgripum, gulli og gimsteinum, eins
og tíðkast viðast hvar við hirð'r þjóð-
höfðingja í austurlöndum. Nú liefir
sljórnin sent alla þessa dýrgripi til
París og verða þeir seldir þar á upp-
boði. Fjeð sem inn kemur á að nota
sem stofnfje handa nýjum þjóðbanka,
sem Persar ætla að koma á fót.
Sir Hubert Wilkius, sem forðum
flaug yfir norðurheimskautið og sið-
an gerði út leiðangur til suðurpóls-
ins, licfir í sumar verið að búa sig
undir að fara nýja ferð til norður-
pólsins — í kafbát. Ætlaði liann að
komast áfram undir ísnum og brjóta
sjer gat til að komast upp um, þeg-
ar liann kæmi liæfilega langt norður.
En þegar á skyldi herða mun hann
liafa orðið liræddur um, að þessi ferð
yrði ekki giftusamleg, þvi nú er liann
hættur við liana, en liefir í staðinn
afráðið að fara í nýjan leiðangur til
suðurheimskautalandanna.