Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 14
14
F A L K I N N
er langbest. — Ávalt fyrirliggjandi
Sturlaugur Jónsson & Co.
Kaupiðj það besta.
Nankinsföt
með þessu alviðurkenda
merti
er trygging fyrir hald-
góðum og velsniðnum
slitfötum.
Líftryggið yður í stærsta
líftryggingarfjelagi á
Norðurlöndum:
Stokkhólmi.
Við árslok 1928 líftryggingar
í gildi fyrir
yfir kr. 680,900,000.
Af ársarði 1928 fá hinir líftrygðu
endurgreitt
kr. 3,925,700,23,
en hluthafar aðeins hr. 30,000
og fá aldrei meira.
Aðalumboðsm. fyrir ísland:
A. V. Tulinius, Sími 254.
• ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ®
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÓÐIN.
Hugh, — að jeg var í Harrogate.
•— Já, en hvar voruð þjer? — þjer voruð
alls ekki í Harrogate, svaraði hinn. Hugh,
scm varð bilt við, hugsaði sjer að koma með
spurningu á móti.
— Hvernig vissuð þjer, að jeg var ekki í
Harrogate?
— Það var ofur einfalt mál, svaraði leyni-
lögreglumaðurinn. — Jeg þurfti að hata tal
af yður, og þegar jeg vissi, að seinast hafði
sjest til yðar fara inn í Múrbrotaklúbbinn,
grunaði mig, að þjer væruð að fara til stað-
ar, sem þjer skömmuðust yðar fyrir að láta
óviðkomandi menn vita um, þvi, þótt við
hjeldum vörð, sáust þjer aldrei koma þaðan
aftur — svo auðvitaða hafið þjer farið það-
an dulbúinn og með leynd. Jeg ljet einnig
leita í Harrogate, bæði á járnbrautarlestum
og gistihúsum, yfirieitt á öllum hugsanleg-
um stöðum, undir eins og jeg heyrði hjá
bryta yðar, að þjer ætluðuð þangað. Nú spyr
jeg yður í annað sinn, herra Valentroyd:
Hvað vitið þjer, sem þjer getið sagt mjer,
— munið, að jeg hefi aðvarað yður.
— Jeg veit ekkert frekar, svaraði Hugh
þrjóskulega.
— Gott og vel, svaraði hinn, — þjer er-
uð sjálfur að steypa yður í glötun, og verð-
ið því að taka afleiðingunum. Eina spurn-
ingu vil jeg leggja fyrir yður áður en jeg
fer: Viljið þjer segja mjer, hvenær þjer sá-
uð Sylviu Peyton siðast?
— Fyrir nokkrum vikum, eins og jeg hefi
þegar sagt, svaraði Hugh.
— Og þjer eruð viss um, að þjer sáuð
hana ekki daginn, sem eldspýtnasalinn var
myrtur? — Annað en morð get jeg ekki
kallað það, hvort sem er.
— Nei, það gerði jeg ekki, svaraði Hugh.
— Hún var í Poplar, þann dag, siðcíegis,
herra Valentroyd, — er það ekki einkenni-
legt, að þjer skylduð einmitt koma til Popl-
ar sama daginn sem hún sást þar?
— Jeg veit ekkert um þetta atriði, svaraði
Hugh, — en mjer finnst þjer gera yður
nokkuð mikinn mat úr hverri smá-tilviljun,
en ekki get jeg að því gert þótt hún væii þar,
—- ef það er þá satt.
— Hafið þjer þá sjeð hana síðan?
— Nei......eins og jeg hefi þegar sagt,
svaraði Hugh,
— Og vitið ekki hvar hún er?
—- Jæja, þá hefi jeg engu við að bæta,
herra Valentroyd.
í þessu bili kom James inn með nafn-
spjald, og sagði með hátíðlegri rödd:
— Ungfrú Sylvía Peyton.
VIII. KAPÍTULI.
Hugh Valentroyd sárbölvaði brytanum
fyrir að segja til Sylvíu Peyton, í áheyrn
yfirumsjónarmannsins, sem stóð þar með
hæðnislegt bros á vörum. Þó Ijet hann sem
ekkert væri. — Vísið þjer herra yfirumsjón-
armanninum út, sagði hann við James, í á-
kveðnum róm, og Overtley yfirumsjónar-
maður hrökk lítið eitt við, en hneigði sig
kurteislega og fór á eftir James út úr stof-
unni, og kinkaði um leið kolli til Hugh, sem
tók þeirri kveðju æði stuttlega.
Hið óskemilega samtal við umsjónar-
manninn var brátt gleymt, þar eð Hugh
hafði hugann við þetta eina: að Sylvía var
komin, og það í hans eigin hús. Hann æ'tlaði
að hlaupa út, eftir að hafa gefið lögreglu-
manninum nægan tíma til að komast burt,
þegar hún kom inn. Hún brosti glettíiislega
er hún gekk til hans og lagði hendur sínar
í hendur hans, er hann rjetti henni. Hún hló
glaðlega og sagði:
— Þjer sjáið, að í þetta sinn kem jeg í
Ijónsgrenið til að finna yður.
— Og jeg ætlaði, rjett í þessu augna-
bliki af stað i Ránfuglshreiðrið til að finna
yður, svaraði Hugh.
— Suss .... við skulum ekki gera gys að
því, svaraði stúlkan og horfði í kring um sig
með hræddu augnaráði .... það er einmitt
í tilefni af því, sem jeg er hingað komin.
— Við skulum láta það eiga sig í bráðina,
og tala um eitthvað slcemtilegt, svaraði
Hugh.
— Já, en lofið mjer fyrst að segja það,
sem jeg ætlaði að segja .... þjer verðið að
leyfa mjer það.
— Gott og vel, segið það þá .... litla Blá-
hetta, svaraði Hugh.
— Gerið ekki að gamni yðar, svaraði
stúlkan, alvarleg í bragði, og alvara var rit-
uð í hvern andlitsdrátt hennar.
— Segið þá „Hugh“ í staðinn fyrir ..herra
Valentroyd“, svaraði hann.
— Jæja, Hugh, svaraði stúlkan og hrosti.
Jeg kem í tilefni af því, sem skeði í gær-
kvöldi. Jeg geri ráð fyrir, að þjer hafið sjeð
Forsetann á eftir, en hann er svo varfærinn,
að jeg Þykist vita, að hann hafi ekki gert
yður ljósa þá hræðilegu hættu, sem þjer eruð
í staddur ef þjer brjótið eiðinn, sem þjer
hafið unnið, svo jeg vildi vara yður við ....
— Góða mín, svaraði Valentroyd, — Þjer
getið verið vissar um, að Forsetinn — For-
setinn okltar — ljet ekki sitt eftir liggja. að
vara mig við afleiðingum af óhlýðni, Hans
athugasemdir voru ekki síður áhrifamiklar
þótt þær væru sagðar sundurlaust, og frá al-
mennu sjónarmiði, án þess að nefna mig á
nafn. Jeg skil vel ógnanir hans, og það, að
óhlýðni og það að geta ekki hlýtt, er talið
eitt og hið sama, að áliti okkar virðulega
foringja.
•—■ Ekki það að geta ekki hlýtt, svaraði
hún. — Það þurfið þjer ekki að vera hrædd-
ur um. Þjer verðið aldrei látinn gera það,
sem þjer eruð ekki fær um, og ef eitthvað
mistekst fyrir ófyrirsjáanleg atvik, verður
það ekki gefið að sök, heldur verður verkið
hafið aftur á annan hagkvæmari hátt. En
sjálfs yðar vegna Hugh, ætlið þjer að halda
eið yðar .... er það ekki?
— Auðvitað ætla jeg það, svaraði hann,
— það skuluð þjer vera óhræddar um, og
lofið mjer nú að tala um eitthvað annað.
Þjer vitið hvernig jeg hefi elt yður á rönd-
um, svo að segja, siðan jeg sá yður fyrst.
Þjer vitið hvað jeg meina?
— Ó.Hugh, jeg bað yður áður að minn-
ast ekki á það.
— Því í ósköpunum ekki? tók Hugh fram
í. Erum við ekki nánar tengd nú en nokkru
sinni áður? Þótt fjelagið, sem jeg er nú geng-
inn í væri tuttugu sinnum svartara en raun
er á, — og það gæti það illa orðið — væri
jeg samt hreykinn af því að vera þar með-
limur, aðeins af þjer stæðuð við hlið mjer.
En þar sem við nú erum bæði meðlimir —
og það útilokar okkur að nokkru leyti frá
almennilegu fólki — höfum við þó altaf ráð
yfir okkar eigin lífi. Hversvegna ætti jeg ekki
að segja, að jeg elski þig. Þú veist, að það
gei'i jeg.
— Hugh, Hugh, talaðu ekki svona. Jeg
bið þig, gerðu það ekki. Hugh ætlaði að taka
hana í fang sjer, en hún streittist á móti og
hann slepti takinu.
— Þú meinar auðvitað, að jeg komi of
seint, sagði Hugh gremjulega, og hann fann,
að orð hans særðu hana, því tár komu fram
í augu hennar.
— Vertu ekki grimmur við mig, sagði hún
biðjandi, — ef alt hefði verið öðruvisi ....
—• Elskan mín, sagði hann, .... — ef alt