Fálkinn - 19.10.1929, Blaðsíða 5
F Á L Iv I N N
5
Sunnudagshugleiðing.
Lúkas 10, 23—37.
Hún er gömul en þó altaf ný,
dæmisagan um manninn, sem
i'jell í hendur ræningja á leið-
inni frá Jerúsalem til Jeríkó.
Hún gerist oft í heiminum í
bókstaflegum skilningi, en þó
enn oftar í óeiginleguin skiln-
ingi.
Sem betur fer er það fátítt á
landi voru, að ráðist sje á menn
og þeir skildir eftir hálfdauðir
úti á víðavangi. En hitt er eigi
fátiðara með islenskri þjóð en
öðrum, að menn falli á annan
hátt í hendur ræningja. Hversu
margir dragast ekki út á þær
brautir, að þeir Hði skipbrot og
sjeu skildir eftir andlega lemstr-
aðir og hálfdauðir við þjóðveg-
inn. Og einmitt þá reynir á það,
sem dæmisagan segir frá. Menn
ganga frarn hjá þessuin mönn-
um, láta eins og þeir sjái þá
ekki, gera ekki tilraun til að
hjálpa þeim.
Það mundi þykja lýsa frá-
munalegu skeytingarleysi og
harðneskju að ganga fram hjá
slösuðum manni án þess að gera
tilraun til að hjálpa honum.
Naumast er svo harðbrjósta mað-
ur til, að hann geri það. En þó
undarlegt megi virðast, finst svo
mörgum eltkert athugavert við,
að láta þá menn afskiftalausa,
sem eru andlega særðir og engu
betur staddir en þeir, sem þjást
af líkamlegum meiðslum eða
sjúkdómi. Jafnvel ver st.addir.
Því sjúkdómurinn á sálinni
eykst við hvert það skifti, sem
náunginn „gengur fram hjá“.
Hve hörmuleg hlýtur hún að
vera sú tilfinning, að meðbræð-
ur manns þykist of góðir tií þess
að líta til þess, sem í rauuir og
vandræði hefir ratað, gangi
framhjá og í mesta lagi gjóti til
hans hornauga. Fátt getur knúið
þann, sem við neyðina býr,
lengra út í neyðina eða út á þá
hálu braut, sem hann er á.
Menn gleyma svo oft boðorð-
inu um, að elska náungann eins
c;g sjálfan sig, sjálfu kærleiks-
boðorðinu. Mönnum er tainara
að taka sjer í munn orð Kains
og segja; Á jeg að gæta bróður
míns? Síngirni er svo ahnenn,
að flestum finst það boðorð eðli-
legast, að hver sjái um sig og
hlúi að sjer. Og afleiðingin af
þeirri lífsskoðun er sú, að menn
fara að eins og presturinn og le-
vítinn í dæmisögunni og ganga
fram hjá.
En eigi gerði hann það, hinn
inikli og algóði hirðir, sem gekk
á meðal mannanna, og læknaði
sjúka og lífgaði dauða. Hann fór
ekki í manngreinarálit og aldrei
hiti hann svo auman mann, að
hann gengi fram hjá. Hræsnar-
ar lýðsins í Gyðingalandi áfeld-
ust hann fyrir það, að hann
hefði samneyti við bersynduga.
í honum mætum vjer kærleika
Guðs, íklæddum holdi og blóði.
Hann var það, sem mælti náð-
arorðið mikla: Komið til mín,
allir þjer sem erfiði og þunga
eru hlaðnir. Og enginn hefir
sýnt vilja sinn betur en hann,
sem gaf sig í ltvalafullan dauða,
til þess að l'relsa okkur úr hönd-
um ræningjanna, frá synd og
glötun.
Er ekki dæmi hans svo fagurt
og eftirbreytnisvert, að við hljót-
um að minnast þess, hvenær
sem oss gefst tækifæri til að láta
citthvað gott af okluir leiða. Er
nokkur maður svo harðbrjósta
og svo rangsleitinn, að hann
„gangi framhjá" ef hann man
hvað Guðs sonur liefir gert fyr-
ir oss alla.
ÓBOÐINN GESTUR.
Hjer er mynd af þýska piltinum,
sem stalst um borð i loftfarið „Graf
Zeppelin“ er það siðast flaug frá
Þýskalandi til New York. Hann kast-
aði sjer ofan af þaki loftfarskálans
um ieið og loftfarið var flutt út —
og faldi sig i einum klefanna um
borð. Þegar til Ameríku kom var hann
tekinn fastur af lögreglunni og send-
ur heim aftur. Siðan var hann dæmd-
ur í 6 mánaða fangelsi, svo hann leik-
ur sjer tæplega að því aftur að stelast
um borð í loftför.
ERFITT VAL
Einu sinni var ungur og fallegur
maður, sein hjet Ivar Stabel. Hann
var jafn ástfanginn af þremur ung-
um stúlkum, sem iijetu Anna, Ása og
Gunna, en var í vandræðum með
hverja þeirra hann ætti að taka sjer
fyrir konu, þvi sjálfur gat hann ekki
gert upp á milli þeirra, fanst honum.
Og liann vissi, að þær voru allar ást-
fangnar af honum.
Þá fann hann bragð. Hann sendi
þeim öllum brjef, sitt kvöldið hverri
og liauð þeim að koma með sjer í
lcikhúsið og borða með sjer kvöldverð
á eftir, og hugsaði sem svo: „Nú skal
jeg prófa hvað i þeim býr!“
Kvöldið sem iiann var með Önnu
liafði liann ekki annað að hugsa en að
fuilnægja þörfum hennar. Húu vissi
að hann var fjárliagslega vel stæður
og sparaði ekki að biðja um það sein
hjarta hennar girntist. Hún vildi lielst
ekki hreyfa sig nema í bíl, vildi dýr-
ustu sætin í leikhúsinu og át kynstrin
öll af sætindum, en gerði jatnframt
sitt til að láta hann dáðst að sjer.
Asa var skelfing blátt áfram. Hún
hagaði sjer eins og fóllc gerir fiest og
þegar þau kvöddust við dyrnar henn-
ar uin kvöldið, sagði hún aðeins:
„Góða nótt, og þaklca yður kærlega
fyrir í lcvöld“.
Og Guðrún. Hún var frá sjer num-
in af ást og reyndi ekki að dylja það.
Hún andvarpaði hvað eftir annað og
horfði niiklu meira á Ivar en á leik-
inn, sem verið var að sýna. Þegar þau
kvöddust sagði liún: „Þetta hefir nú
altsaman verið ósköp skemtilegt, —■
yndislegt, en jeg mundi nú samt
skemta mjer eins vel uppi í afdölum,
ef jeg aðeins mætti vera með þjer,
Ivar“.
Svo að Ivar giftist Guðrúnu? Eða
Önnu? Nei, hann giftist Ásu, því hann
liafði jafn mikla andstygð á græðgi
og á tilgerð.
<A
ar sem
orge.
'ft)
in eta smi
'cíucf.
Hjer á landi eru orgel-harmonium al-
gengustu hljóÖfærin. Þau voru víöast hvar
tekin til notkunar í kirkjum á síöasta
mannsaldri og þaðan hafa þau síðan
breiðst út til heimilanna. Eitt af því sem
útlendingum þykir merkilegt, er þeir gista
íslensk sveitaheimili er það, hve víða har-
monium eru til og hve margir kunna að
leika á þau.
Smíði þessara hljóðfæra er allstór at-
vinnugrein í ýmsum löndum. Það er alls ekki eins auðvelt og margur
hyggur, að smíða vandað orgel. Til þess að ná hljómfegurð og gæðum,
þarf að vanda vel alt það, sem til þess er notað. Viðurinn verður að
vera vandaður og svo vel þur, að orgelið geti ekki gisnað. Vérðiír því
að nota úrvalsvið og þurka hann vel, áður en smíðað er úr honum.
Málmurinn í nótunum verður að yera hreinn og ósvikinn. Smávegis
galli getur skemt orgelið alt. Og verksmiðjurnar keppast um, að finna
ýmsar siná-endur-
bætur til þess að
fullkomna hljóð-
færin. Það er um
þessa iðn eins og
aðrar, að reynslan
verður að notfær-
ast til þess að ná
góðum árangri. —
Og orgelsmiðirnir
gæta sín vel, að
þegja yfir ýmsum
,göldrum‘ sem þeir
læra, til þess að
endurbæta hljóð-
færin, svo að verk-
siniðja þeirra sje ein uin hann og geti notfært sjer hann til þess að smiða betri hljóðfæri en aðrir.
Myndir þær, sem hjer fylgja eru úr frægri orgelverksmiðju þýskri, frá O. Lindholm i Leipzig, sem
þykir standa framarlega þar í landi. Sjást á einni myndinni verksmiðjurnar að utan, en hinar sýna sal-
inn, sem kassarnir eru smiðaðir i, og annan sal, þarsem orgelin eru sett saman.