Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Mesta stórbýlið á íslandi. Thor Jensen. Trúin á sjóinn og auðæfi sjáv- arins hafa verið ljTtistöng ís- lenskra framfara á þessari öld, það sem af er. Á örskömmum tíma hefir viðhorf þjóðarinnar til landsins, sem hún byggir gjörbreyst og nú trúir almenn- ingur því, sem aðeins framsýn ustu og bjartsýnustu framfara- og hugsjónamenn trúðu áður: að ísland væri ekki fátækara en önnur lönd heldur þvert á móti ríkara ef rjett væri að farið. Sjórinn efndi svo vel þær von- ir, sem til hans voru gerðar, að í bili varð sú skoðun ráðandi, að sveitir landsins væru því sem næst óbyggilegar og mundu al- drei gefa nema lítil laun fyrir mikið strit, í samanburði við út- veginn. Hinir nýju sjávarútvegs- hættir sköpuðu byltingu frá því sem áður var, vjelin var tekin í þjónustu fiskveiðanna og af- köstin margfölduðust. Fólkið slreymdi til kaupstaðanna, eink- um þeirra sem fullkomnust höfðu veiðitækin, og þeir marg- földuðu ibúatölu sína. öll fólks- fjölgun landsins lenti þar — og meira til. Sveitirnar mistu fólkið. I sveitunum hafði mönnum ekki lærst að taka nýjungarnar í þjónustu sína. Þar var alt með gömlum svip, jarðabætur voru htlar og dýrar, húsakynni af vanefnum, samgöngur ónógar. Og trúin á sveitirnar dvínandi. Þangað til menn vakna alt í einu af dvala og fara að halda því fram í fylstu alvöru, að hægt sje að gera íslenska mold arð- berandi, ef aðeins sjeu telcnar upp breyttar aðferðir. Öll þjóð- in var sammála um, að sveitirn- ar mætti ekki leggjast i eyði, því þá væri þjóðinni bráð hætta bú- in. Og nú hefjast umbótatilraun- irnar fyrir alvöru: Búnaðarfje- lagið er eflt, síðar koma ræktun- arlögin og enn síðar tilraunir til að útvega landbúnaðinum ódýrt lánsfje. En meðan þessu fer fram kaupir útgerðarmaður í Reykja- vík smájörð upp í Mosfellssveil. Það var árið 1922, og seint í nóvember það ár fer bann að láta vinna að jarðabótum. Nú er þessi jörð orðin mesta heyskaparjörð- in á íslandi. Jörðin lieitir Korp- úlfsstaðir og maðurinn lieitir Tbor Jensen. Aldrei liefir meira æfintýri orð- ið í íslenskum búskap en Korp- úlfsstaðaæfintýrið. Það verður saga, sem aldrei mun gleymast í búnaðarsögunni, vegna þess að sagan sú sýnir, hvað gera má við íslenskan jarðveg og hve fljótt má umbreyta honum í akur, ef efnin eru til og viljinn. Á rúmum sjö árum er komið á þessari jörð, sem áður bar 4— 5 kýr og nokkrar kindur, tún sem gefur af sjer 8000 besta af töðu. Og þó var þetta land engan veg- innn vel fallið til ræktunar; þar voru grashtlar mýrar, móar og sandmelar. Nú er mjög farið að sverfa að óræktaða landinu i landareigninni. Túnin breiðast yfir bóla og leyti og þar sem áð- ur var svartur melur fellur nú síbreiðugras á sumrum. Að undanteknum skurða- greftri til framræslu er öll þessi breyting vjelaverk. Með öðru móti befði hún ekki getað orðið á svo skömmum tíma, jafnvel þó ber manns hefði verið að verki dag og nótt. Og án grasfræsán- ingar og notkunar erlends áburð- ar hefði ekki verið hægt, að láta þetta umbreytta land byrja að gefa uppskeru, svo fljótt sem raun hefir á orðið á Korpúlfs- stöðum. Þessi nýja aðferð liefir gefist svo vel, að nú eru menn ekki í vafa um það, sem þeir áð- ur varla trúðu, að vjelyrkja og sáning er fljótlegasta og ódýr- asta aðferðin til þess að auka túnin. Og svo stórfeld er þessi tilraun, sem Thor Jensen hefir gera látið, að hún lilýtur að sann- færa menn betur en margra ára hugvekjur og umtölur. Skömmu áður en Korpúlfs- staðir böfðu hamskifti var Sig- urður Siguðrsson orðinn forstjóri Búnaðarfjelagsins, og fór fjelag- ið þá að verða athafnameira en áður. Þá var fyrsti þúfnabaninn keyptur bingað og þá sýndi Þorl. heitinn Guðmundsson á Vífils- stöðum það áræði, að gera fyrir- myndarjörð úr býli því, er hann var ráðsmaður á. Svo kemur Thor Jensen með sínar fyrirætl- anir, sem eru margfalt stórfeld- ari — og framkvæmir þær. Að engu gat hinum nýju kenningum i jarðyrkju orðið meiri stuðning- ur en því, að ágæti þeirra væri sýnt með jafn glæsilegu dæmi. Og það er eftirtektarvert og talsverð mannlýsing, að sá sem gerir þetta, er sami maðurinn sem fyrir rúmum 20 árum var brautryðjandi í þeirri tegund ís- lenskrar útgerðar, sem einna best hefir eflt trúna á sjóinn. Á Korpúlfsstöðum bafa nú verið ræktaðir um 100 hektarar lands og enn er verið að bæta við. Þetta land gaf á siðasO sumri af sjer um 8000 hesta a* töðu. Margur kynni að ætla, a® margt muni kaupafólkið bafa verið, en svo er ekki. Korpúlfs' staðabóndinn hefir líka sett i)ict í því, að hafa meiri kaplatöb* eftir manninn, en nokkur anual bóndi. Því þarna er heyvinnan vjelavinna. Þar er slegið, rak&ð> snúið og tekið saman með vjel' um og klyfberi mun enginn vera til á bænum, því alt er flutt 1 garð á bifreiðum. Síðastliði® sumar var hestaflið ekki nota° til sláttar, því vjelarnar þær voi'u knúðar með dráttarvjelum reyndist það stórum liagfeldai'11, Og þess má geta, að slátturin11 var styttri á Korpúlfsstöðum e° flestum bæjum í sveit. — Hjer liefir verið minst lff' ilsliáttar á jarðyrkjuna og bey' skapinn. En hvernig er þá uöi' borfs heima fyrir? Bæjarhúsin eru ekki inörö- Það er eiginlega ekki nema en liús, auk lítils rafstöðvarbúss’ þvi önnur liús, sem verið hafa þar undanfarið verða rifin, ne.nia eitt. En þetta Korpúlísstaðahns er stórt —- Það er stærsta hús1 á Islandi, 80 metrar á lengd og P á breidd, bygt í bæjarstíl. HuS þetta hefir verið lengi í smíðulJl og er þó ekki fyllilega fullgel enn, útveggirnir ekki múrbúða'o' ir og ýmislegt smávegis ógel En sá hluti þess, sem mest er 11111 vert er fullgerður: fjósið. Það el í húsinu miðju og á miðh#0' Gólfflötur þess er 1025 fermeh'al og lofthæðin 2,85 metrar. Og hás' arnir 161. —— Hjer verður að 111111 fljótt yfir sögu er lýsa skal þesSí! merkasta fjósi Islands og ef 11, vill Norðurlanda, en þess Jl1, geta, að þar er að finna ýmsaJ nýjungar í fyrirkomulagi, stí,n varla mun vera hægt að í11111!1 jafn margar saman á öðruin stu< ’ ]ió leilað væri land úr landi. L01, rásin er liin fullkomnasta, seU1'1 verður kosið, veggir allir k°r \ fóðraðir svo að slagi geti eti g komið til greina, básagólfin gel‘ blý og rakalaus með sjerstök11111 Útsýn yfir Korpúlfsstaði. Til vinstri gamli bœrinn, í miðju nýi bærinn til hægri brúin á Korpúlfsstaðaá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.