Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 8
8 FALKINN APM Vöruhús Ijósmyndara JL JL Carl Ólafsson AIM Lækjargata 8. Sími 2152. Reykjavík. I & U « * s | b ö J ro cs « s 73 S | O) P3 J91 O •s 1 C cð 05 o ^ ^ a L- 0) ctí o O ‘cs " íh CD ® O S s -a tí a g « O-G •< 3 í aá S w « _ >, 73 /—» cð d S -íd u t-1 fl to . o ^ o « ö £ 'S 'O o -S « s s O ttf) ^ "3 s s .« <í AMATÖRAR! Munið að sumarið 1930 fáið þið það besta hjá mjer: Bestar ljósmynda- vjelar, bestar filmur og pappír, öll ama- tör vinna unnin með fullkomnustu tækj- um úr besta fáanlega efni. — Verðið sanngjarnt og fljót afgreiðsla. Dómurinn yfir Nobile. Eins og menn muna var sjerstak- nr rannsóknardómur skipa'ður i Ítalíu í fyrra, til þess að kom- ast fyrir orsakirnar að hinu hörmu- lega slysi loftfarsins „Ítalía“, er það fórst norður i höfum og meira en helmingur skipshafnarinnar beið bana. Dómstóllinn kvað upp dóminn, sem var á þá leið, að Nobile ætti sök á slysinu. Var hann settur af embætti og misti metorð sín í hernum. En forsendur dómsins hafa ekki verið birtar fyr en um miðjan fyrra mánuð. Þar kcnnir margra grasa. Dóms- mennirnir hafa fyrst og freinst kom- ist að þeirri niðurstöðu, að förin hafi verið afarilla undirbúin, einkum að því er mannaval snertir. Segir þar um Nobile sjálfan, að hann hufi alls ekki haft neitt skírteini sem stjórn- andi loftskips í langferðum, lieldur hafi liann aðeins haft leyfi til að stýra skipum i stuttu reynsluflugi. Úndirbúningurinn hafi verið gerður með mestu Ijettúð og ekkert hirt um, að skipsmennirnir væri starfi sínu vaxnir. YÍirvjelstjórinn hafði t. d. aldrei flogið þegar liann lagði upp í norðurförina og ljósinyndarinn aldrei tekið myndir úr loftinu. Einn skip- verjinn, Troiani, hafði svo slæma sjón að hann var sama sem blindur, þegar hann hafði ekki gleraugu og þegar ísing kom á þau, var hann ekki vinnufær. Hvorki liann nje Ceccioni — en þeir áttu að stýra skip- inu til skiftis — höfðu stýrimanns- skirteini. Vjelamennirnir voru of fáir. Klukkutíma áður en slysið bar að, hafði það sigið mjög snögglega og var þá varpað út kjölfestu, svo að það hækkaði skyndilega upp í 1000 metra hæð. Samkvæmt framburði þeirra Mariano og Zappi liafði skipið lækkað svona af þeirri einföldu á- stæðu að Troiani sofnaði við stýrið. Til þess að lækka skipið aftur, eftir að varpað hafði verið út kjölfestunni, varð nú að hleypa út gasi, svo miklu, að þegar skipið var komið niður í rjetta hæð (200 m.) þar sem kaldara var, varð það of þungt. Kom nú fát á stjórnendurna, m. a. gleymdu þeir að loka fyrir loftventlana og snúa skipinu upp í vindinn uin leið og þeir setttu hreyflana á stað. Og þegar sást að skipið var að liníga niður á ísinn, hafði cnginn sinnu á að stöðva hreyflana aftur og því rakst skipið á ísinn rrieð fullri ferð. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að liægt liefði verið að lenda skipinu slysalaust, ef forsjá hefði nokkur verið við höfð. Nefndin ber Nobile liið versta sög- una. Segir í álitinu, að það hafi alls ekki verið fyrir áskorun fjelaga hans að hann ljet bjarga sjer fyrstum, er Svíinn Luiidborg komst til þeirra fjelaga i. flugvjelinni. Hann hafði snúið sjer til manna sinna og sagt: „Hvað á jeg að gera. Á jeg ekki að fara fyrstur?“ En þeir svöruðu að hann væri fararstjórinn og yrði að ákveða þetta. Og svo fór hann. Um Nobile segir í greinargerðinni, að haiin hafi verið óhæfur til að stjórna loftskipi, óábyggilegur maður og flug- maður rjett í meðallagi. Langur kafli í greinargerðinni er um þá Malmgren, Mariano og Zappi. Nefndin hreinsar ítalana háða af ó- hróðri þeim, sem um þá hefir verið sagður. Malmgren liafði sjálfur átt upptökin að því, að þeir þrír yfir- gáfu fjclaga sina til að rcyna að lcita lands. Að Malmgren var hjartveikur vissi enginn skipsmanna. Á öðrum degi fjekk Malmgren veiklunarkast, krampa og óráð, en það leið hjá. Tólf daga börðust þeir látlaust við að komast áfram en þá var Malmgren að fram kominn. Hann bað þá þrá- sinnis að drepa sig og skipaði þeim með harðri hendi að skilja sig eftir, svo að hann liefti ekki för þeirra. Alls höfðu þeir Mariano og Zappi verið 42 daga á ísnum er þeir fund- ust og liðið hinar mestu raunir. Greinargerð þessi hefir vakið hina mestu athygli. En flestum verður á að spyrja, hversvegna ítalska stjórn- in hafi ekki heft þessa för í byrjun úr Jjví að hún var svona illa undir- búin. Um hæfileika Nobile og ann- ara fararmanna átti mönnum að verí* kunnugt fyrirfram. En Mussolini i>ar ábyrgð á því, að þessi för var fariH’ liann lagði að miklu leyti fram f.i®ð til hennar og hafði meira að segja eggjað Nobile til hennar. .. Eftir á skipar hann svo dóm þess að rannsaka málið — af því ferðin fór illa. Ef alt hefði geng>ð vel, væri Nohile nú einn af stof' hetjum ítala, með hæstu metorð bringuna hlaðna af krossum. En svo lirapalega tókst til, að ferðin var til þess, að níu menn týndu lífi, aU^ þeirra sem fórust við hjörgunartd' raunirnar. Og svo fær Nobile niðúf' læginguria fyrir vegsemdina. Bílstjóraskóli Kristins Jób. Helgasonar Laugaveg 50. Reykjavík. Er eini skólinn á Islandi, sem liefir forsvaranlega útbúinn kenslubíl. Er eini skólinn, sem liefir sundurskorinn mótor og öll vjelastykki, sem til lieyra bil, til þess að sýna nemendum. Er þarafleiðandi eini skólinn, sem getur veitt fullkomna kenslu í akstri og meðferð bíla. ATHUGIÐ! Þekking eru peningar. Kristinn Jóh. Helgason, bílstjórakennari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.