Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Um víða veröld. ZELLA HIN FAGRA. r.. or8^eikur sá, er lijer verður sagt nýlega i Denver í Banda- t;i^a^soSuhetjan, Petey Pawell, flutti b„ enver ásamt systur sinni, Sadie, Verar *lann var um tvítugt. 1. Den- komst Patey að sem sendiil hjá átt' ,matvoruverslun. Dag nokkurn sk *i , nn fara me'ð vörur til fjöl- utá Uunnar Dickson, sem bjó dálítið ; e]n,,Vl® bæinn. Þegar hann kom inn . dhusið var hann svo óheppinn að 6óírta Uln eg8Íakörfu, sem stóð á reiJnu> Eldasveinninn varð æfur og Se Ur °g vildi ekki hlusta á Petey, sj reyndi með öllu móti að afsaka K' A meðan þeir voru að skammast kom húsmóðirin að, hún kendi i brjósti um piltinn og reyndi að hug- hreysta hann, sem best hún mátti. Frú Zella Dickson leist vel á hinn fallega sendil og bauð honum að gerast bifreiðarstjóri hjá sjer. Petey varð himinlifandi því hann langaði um fram alt til þess að komast i aðra stöðu. Nú leið nokkur tími og hinn ungi Petey varð hrifnari af hinni fögru húsmóður sinni með degi hverjum, Zella virtist heldur ekki frábitin Petey. Og þvi lauk á sama hátt og oft vill verða um ástina. Frú Dick- son kastaði sjer út i æfintýrið án þess að gera sjer grein fyrir hvað hún ætti á hættu með því. Hún hugsaði með sjer að maður hennar hefði alt of mikið að gera við verslunina til þess hann færi að gruna nokkuð. Sú, sem tók eftir því hvernig kom- ið var, var unga stúlkan systir Petey. Hún hafðin einu sinni sjeð þau sam- an og vissi að þetta mundi enda með skelfingu fyrir bróður sínum, sem hún unni mjög. Og hún ásetti sjer að hjálpa honum. Að lokum datt lienni ráð i hug, sem varð þeim öllum til tjóns. Hún fór á fund Dicksons og sagði honum hvernig í öllu lægi og bað hann að finna eitthvert ráð til þess að senda konu sína burtu svo Petey gæti farið að þykja væn't umeinhverjaaðrakonu. Dickson vildi ekki trúa henni í fyrstu og hæddist að þessum grun hennar. Hann lofaði henni að ráða bót á þessu, þannig að ekki mundi saka bróður hennar. Og fór svo stúlkan leiðar sinnar. Dickson efndi líka loforðsín en öðru vísi en stúlkuna grunaði. Hann rjeði nokkra leynilögregluþjóna og ljet þá hafa gát á framferði konunnar án þess hún yrði vör við. Ekki leið án löngu áður en þeir komust að raun um að systir Peley hafði ekki farið með fleipur. Og svo eitt kvöld þegar Zella og Petey voru ein heima, gekk maður hennar inn í lierbergið þar sem þau höfðust við og skaut Petey beint í hjartastað. Dickson er kærður fyrir morð að á- settu ráði, efi stendur á því fastara en fótunum að þetta hafi verið ó- liappaskot, hann hefði aldrei ætlað sjer að skjóta Petey. Málið er eklci útkljáð ennþá og menn vita ekki hvernig dómararnir kunna að líta á það. ----x—— LAND HUGVITSMANNA. í engu landi í heiminum er tiltölu- lega eins margt af liugvitsmönnum og í Sviss og hvergi eru tekin eins mörg einkaleyfi, að tiltölu við fólks- fjölda. Prófessor Mark Jeffersen þyk- ist hafa fundið skýringu á þessu. Svisslendingar hafa jafnan veitt grið- land gáfuðum útlendingum, sem urðu að flýja ættjörð sína af stjórnmála- ástæðum eða trúarbragða. Á þann hátt liafa úrvalsmenn flust inn í land- ið og aukið þjóðina að þekkingu og hugviti. Árin 1925 voru tekin í Sviss 930 einkaleyfi á hverja miljón íbúa. Til- svarandi tölur eru í Austurríki 299, Þýskalandi 271, Frakklandi 195, Bret- landi 188, Belgíu 180 og Bandaríkj- unum 100. Þegar sáttagerðin, sem kend var við Nantes var numin úr lögum 1085 urðu 60.000 hugenottar griðalausir í Frakklandi og fóru þeir flestir til Sviss. Þar höfðu hugenottar áður lagt undirstöðuna að- silkiiðnaði í Ziirich og Bern. Hugenotti var það, sem fyrstur bjó til úr í Genf og hugenott- ar stofnuðu fyrsta bankann i Sviss og komu fótum undir heildsöluversl- unina. Þegar Hollendingar áttu við ógnarstjórn Spánverja að búa, flýðu margir þaðan til Sviss og sömuleiðis flýðu margir Þjóðverjar þangað, með- an 30-ára stríðið stóð. En mest mun- aði um ~hugenottana. Ofsækjendur þeirra flæmdu gáfaðasta hluta frönsku þjóðarinnar úr landi, þá, sem þeir ekki drápu. í viðskiftalifinu voru það úrin, sem fyrst gerðu garðinn frægan hjá Sviss- lendingum. Sá, sem fyrstur smíðaði úr i Sviss var Charles Cusin frá Bourgogne, sem fluttist til Sviss 1587 og settist að í Genf, sem þá var fræg fyrir skrautgripasmiði. Hundrað ár- um seinna voru smíðuð 5000 úr á ári i Sviss, en árið 1806 voru smíðuð 800.000 úr í einni kantónu aðeins: Neuchatel. í úrsmíði er Daníel Jean Richard sjerstaklega frægur orðinn fyrir verkfæri ýms og vjelar til úr- smíða, sem hann gerði. Árið 1886 var honum reistur minnisvárði í Neucha- tel, Er hann talinn sá, sem hafi lagt hyrningarsteininn að mesta iðnaði landsins. Dúkagerð er einn af aðalatvinnu- vegum Svisslendinga og er það eink- um vönduð vara úr silki, sem þeir framleiða. Svisslcndingar flytja ár- lega inn óunnið silki fyrir 45 kr. á hvern landsbúa, vinna það og flytja út aftur unnar silkivörur fyrir 85 kr. á hvern landsbúa. Silkiiðnaðurinn veitir því þjóðinni atvinnu, sem nem- ur 40 kr. á hvert mannsbarn í land- inu. MOTORBATAR Vjer útvegum allar stærðir af mótorbátum frá Frederikssunds Skihsværft, Frederikssund. Bátarnir eru bygðir úr eik og er allur frágangur svo vandaður sem auðið er. 20 tonna bátar með 64/76 hesta Tuxham mótor kosta liingað komnir kringum þrjátíu og f jögur þúsund og fimm liundruð íslenskar krónur. M.b. VlÐIR frá Akranesi. Þegar myndin er tekin er báturinn að koma úr róðri og er hlaðinn af fiski. Símar 1317. (3 línur) Þeir, sem ætla að kaupa báta fyrir næstkomandi vetrar- verlíð ættu ekki að draga það lengur að semja við okkur, Þvi það er sjáanlegt að með þeirri eftirspurn, sem nú er á bátum, þá verður ekki hægt að afgreiða pantanir, sem koma síðar en fyrir 1. júni. Skrifið okkur og látið okkur vita hve stóran bát þjer þurfið að kaupa, og vjer sendum yður tilboð um hæl. Hagkvæmir greiðsluskilmáiar. Effgert Kristjánsson & Co. Símnefni: Eggert.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.