Fálkinn


Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.04.1930, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N Andlit frá Gyðingalandi. Til vinslri: æðsti höfðingi Múhamedstrúarmanna í Bethaníu, í miðju: bedú- ínastúlka frá Tiberias og til hægri: imgur usnareki frá Nasaret. .....?______________ Mgnd frá Júdeu. Þar er frjósemi mest i landinu og „flýtur alt í mjólk og hunangi“ enn i dag, eins og forðum. ýmsum löndum stutt að þessu, ekki síst Rotschild barónn. Og Bretar liafa sýnt vinarþel sitt í garð lireifingarinnar með því að gera mann af Gyðingaætt, Sir Herbert Samuel að hinum fyrsta umboðsmanni sínum (High Com- missioner) í G}rðingalandi. Þetta geta Arabar ekki þolað. Þeir vilja alls ekki að aukinn sje innflutningur Gyðinga til lands- ins og lilúð að þeim á ýmsan hátt, eins og gert hefir verið. Þeim finst gengið á rjett sinn, þegar Gyðingaland er viðurkent eins og sjálfsagt heimkynni Gyð- inga. Arabar hafa átt þarna heima, kynslóð eftir kynslóð og þykjast einir vera rjettbornir til landsins, en Gyðingarnir ekki annað en aðskotadýr. Og stundum verður heiftin svo mikil, að gripið er til vopna. Oft- ast eru það þó aðkomnir Arabar, hedúínar, sem standa fyrir spell- virkjunum. Þeir eru æfintýra- menn og vanir vopnaburði. Ef Arahar í Gyðingalandi gera þeim aðvart og biðja þá að koma og skakka leikinn, þá eru þeir ekki seinir á sjer og vinna fúslega hin niestu fúlmenskuverk. Líklegt þylcir, að óróasamt verði í Gyðingalandi í mörg ár enn. Kynþáttaliatur er ramt og upprætist ekki i einm svipan. Hjer mætast andstæðingar. Verk sáttasemjaranna, Breta, er þvi vandasamt. En þeir hafa sýnt það við mörg tækifæri, að þeim er lagið að hræða saman ólíka þjóðfloltka og auka sátt og sam- lyndi í löndum þeim, er þeir liafa yfir að ráða. Dóttir Pilatusar. í þá daga ríkti Pontíus Pílatus í Jerúsalem í nafni keisárans. En dótt- ir Pílatusar, hin uiulurfagra Poppea, var gift Claudíusi, landstjóra i Da- maskus. Claudíus var mæðumaður að því leyti, að kona lians hafði limafalls- sýki, sem tærði líkama hennar og svifti hann öllum mætti. Þegar ves- lings konan fór lit til þess að skoða eldingarðana i Damaskus, urðu þræl- ar hennar að hera hana í purpura- litum burðarstól, með silkitjaldi yfir. Poppea hafði þjáðst af þessum sjúk- dómi í tvö ár. Claudíus hafði kvatt til sín fjölda ‘ lækna viðsvegar að. Skottulæknar og lærðir menn höfðu reyrit á henni smyrsli, særingar, blóð- tökur og hrenningar. Ekkert stoðaði. Hin fagra rómverska kona, hin ynd- islega rós, var jafn visin og áður. Svo kom einu sinni tiginn ferða- maður frá Jerúsalem til Damaskus. Hann sagði ýmsar sögur af manni, sem hjet Jesús fá Nazaret, töfra- manni sein gerði hvert kraftaverkið öðru ótrúlegra. Hann læknaði mátt- lausa, gaf hlindum sjón og gat jafn- vel valuð dána menn til lifsiris aftur. Poppea varð frá sjer numin af fögnuði, er hún heyrði þetta. — Þennan töframann verð jeg að hitta sem fyrst, hrópaði hún. Alla dýrgripi mína skal hann fá, jafnvcl hálsfestina mína með smarögðunum, sem hefir verið keypt fyrir 5 þorp í Gyðingalandi. En ferðamaðurinn sagði: — Dýrðlega Poppea! Hvað mann- inn frá Nazaret snertir, þá stoðar það ekki hÓt. Hann gengur um ber- fættur í fíokki með heiningamönnum, og þó að þú byðir honum öll ríki veraldar, þá mundir þú ekki vinna velvild lians fyrir því. Af öllum íem lil lians leita er aðeins eins krafist: að hann trúi. ‘ Poppea leit upp forviða, har hönd- ina skreytta demanthringjum upp að enni sjer og spurði: — Hverju á jeg að trúa? —• Að hann sje Guðs sonur! — Sonur Jupiters? — Nei, sonur Guðs! — Jeg skil ekki þetta . ....'.. . Daga og nætur lá Poppea og hugs- aði ákaft. í sál hennar kom loks fram myndin af hiniim dularfulla töframanni, sem kallaði sig Guðs son og gerði kraftaverk, sem enginn mannlegur skilningúr gat útskýrt. Og vegna hinnár brennandi óskar um að verða heilbrigð aftur óx í sífellu þrá hennar eftir að sjá þennan merkilega mann, sem hafði vald lífs og dauða og gekk um ber- fættur meðal heiningamanna og fyrirleit öll hnoss veraldar. — Ef sál hans stendur ofar sál mannaijna, þá hlýtur hann að vera nákominn guðunum? hugsaði hún. Guðirnir einir eru svo máttugir, að þeir gcti læknað ólæknandi fólk með því að líta á þá eða snerta við þeim. Okkar guðir hafa ekki viljað hjálpa mjer — má jeg þá eklci snúa nijer iil þess Guðs, sem þessi töframaður kallar föður sinn. Og trúin ög þráin óx í sál hennar. Poppea einsetti sjer að fara til Jerú- salem. En vitanlega varð hún að halda þvi leyndu fyrir Claudíusi, hinum tigna Rómverja, að liún ætl- aði á fund töfragyðingsins. Hún sagðist ætla að heimsækja föður sinn. Manni hennar kom þessi ósk mjög á óvart, því ferðin lilaut að verða henni til þjáningar og kvala. En hún bað svo vel og lengi, að Claudíus ljet að vilja ástríkrar konu sinnar. — Hún lagði af stað tii Jerúsalem i mjúkri rekkju, sem tveir úlfaldar háru og tryggustu þjónar hennar fóru með henni Hún fór suður með Líbonsfjöllum dag eftir dag og loks komust þau niður í Josafadalinn og inn í Jerú- salem. Þetta var rjett fyrir páska- hátíð Gyðinga. Og þegar Poppea kom inn um norðurhlið borgarinnar kom mikill mannfjöldi beint á inóti henni. Poppea laut út um rekkjugluggann og spurði: — Hversvegna er svo margt fólk á ferð hjer? Og henni var svarað: — Þeir ætla að fara að krossfesta uppreisnar- mann, sein heitir Jesús frá Nazaret, þarna út á hæðinni. — Æ, mig auma! hrópaði Poppea. Nemið staðar, iieniið staðar. Jeg — dóltir Pilatusar — skipa það! Höfðingi einn skyldi ekkert u hversvegna dóttir Pílatusar ljet sjer svo hugarhaldið um vesælan Gyðing og mælti: —- Tigna frú, faðir þinn sjálf"r hefir dæmt þennan afbrotamann °í> hann einn getur náðað hanii. —■ r'lýtið ykkur þá til föð">' mins. — — —■ En á meðan fór krossfestingi" fram. Poppea kom aftur skelfd og ör- væntandi, til þess að reyna að bjargn Jesú frá krossdauðanum. Mann- fjöldinn stóð þar alt í kring og ger'ði gys að manninum á krossinum. — Farið þið fljótara, hrópaði Poppea. Svitinn rann af þrælunum. Þegar þau loks komu til Golgata, sá hún sjer til skelfingar þrjá menn kross- festa. Verknaðurinn var framinn. Þeir báru eigi að siður Poppe(* að krossinum og lögðu hana þar. Við krossinn í miðjunni lá hálfdauð Gyðingakona og tvær aðrar, allar út- grátnar. Og blóðið rann úr sári hins krossfesta. Kramin af þjáningum leit PopPea upp til Jesú og kvalir píslardauðans endurspegluðust í andliti hans. Og Poppea grjet með hinum kon- unum. Ilún hefði svo gjarnan viljn® mega mæta sem snöggvasl augnará'ði frelsarans, sem hvíldi á móður hans- — Hjálpa þú mjer, hjálpa Þu mjer! hvislaði Poppea. Þá liafði hinn krossfesti augun íU móður sinni. Augu hans og Poppe" mættust — aðeins eitt augnahlik. En það var eins og straumur af lifi f*rl um allan líkama Poppeu og eitt- hvað nýtt og dýrðlegt fylti sál henn- nr---------- .* Á efsta þrepi marmarastigans bei° Pontius Pílatus dóttur sinnar ' hinnar máttlausu. Með nýjum kröftuin hljóp hún úr burðastól sínum, hljóp grátan"1 til föður síns, hjúfraði sig að hon- um og mælti: — Faðir! þú hefir látið taka so" Guðs af lífi. Louis Duhuc í Ottowa ljet nýlega skíra þrítugasta harnið sitt. Hann cr G8 ára og cr tvígiftur. Með fyrri koH' unni eignaðist hann 23 börn, en hef" eignast 7 með þcirri síðari. Hún cr ekki nema 38 ára gömul, svo væntan' lega geta þau eignast nokkra kroa enn. Duhuc er af barneignafólki kön1' inn langt fram í ættir og á sjálf"1 17 systkini á lífi. ----x---- J. Duplessis prófessor í guðfr®®1 við Stellenbosch-háskólann í SuS"(' Afríku liefir verið dæmdur fy111 villutrú af prestastefnu holleiisl'11 mótmælendakirkjunnar i Capeto'vl1' Hann hcfir sagt, að sagan um Jóna í livalnum væri þjóðsaga, og þe£a harin var heðinn urri að talia þc"L aftur þá neitaði hann því eindreg1^ og vildi heldur verða settur áf clU bættinu en að jeta þetta ofan í slí’' ------------------x---- A afmæli Washingtons lijelt hi"u alkunni mótherji Hoovers frá síð"s' forsetakosningum, Al. Smith, m"11 ræðu í Nevv York. Áheyrend"rUl voru 1200 blaðsöludrengir. Það gamall siður að borgarstjórin" New York haldi á fæðingardegi óVaS hingtons ræðu fyrir hlaðastráku""1 _ — hinum uppvaxandi miljóiniiii"-' ingum borgarinnar. ——x------ Andrew Koger og kona hans, sC!'! eiga heima í Iowa, eignuðust 'fY1! skömmu fimtu tviburana. Hinir burarnir eru 17, 15, 10 og 7 iU ^ gamlir. Auk þess liafa þau eig"a talsvcrt af börnum, einu i ein". L það telur enginn. -----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.