Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1930, Qupperneq 4

Fálkinn - 26.04.1930, Qupperneq 4
4 F A L K I N N Sæluhús Ferðafjelagsins. í fyrra sumar afhentu eigend- ur þessa blaðs Ferðafjelagi ís- lands 1000 krónur til stofnunar Sæluhúsasjóði F. 1. Sjóði þessum má aðeins verja til hyggingar sæluhúsa i óbygðum, eftir á- kvörðun stjórnar fjelagsins. Stjórn Ferðafjelágsins hefir á- kveðið að fyrsta sæluhús þess skuli bygt í Hvítárnesi við Hvít- árvatn. Mynd sú er hjer birtist gefur hugmynd um hvernig ráð- gert er að húsið verði útlits þeg- ar það er fullgert. Veggirnir eru hlaðnir úr torfi og grjóti. Þeir voru hlaðnir í haust. Þakið verð- ur tyrft. Gaflarnir verða úr timbri og járnvarðir. Húsið verð- ur alt þiljað innan. 1 því verða tvö herbergi og svefnloft, lítið eldhús og gangur til að geyma í farangur. I húsinu verða rúm, ábreiður og eldhúsáhöld og fleira sem nota þarf. Öllum verður heimill aðgangur að húsinu og því, sem það hefir að bjóða. Hús- ið á að vera allra og einskis eign, eins og liin fagra náttúra,, sem kringum það er á alla vegu. Og eins og merin eiga að hera djúpa lotningu fyrir lielgi allrar nátt- úrufegurðar, svo eiga menn og að ganga um með hirðusemi og þrifnaði og nærgætni innan þeirra veggja, sem sýna þeim gestrisni í óbygðum. Fjelagið \æntir þess að allir íslendingar líti á sæluhúsin eins og helga staði í óbygðunum, er allir telji augljósa skyldu að hlúa að og varðveita. Sæluhúsið verður bygt norðar- lega í Hvitárnesi, við svonefndar „tóftir". Er það gamalt bæjar- stæði. Var þar fyrir mörgum öldum bær, sem hjet Hvítárnes. Nú eru rústir hans komnar und- ir græna torfu. Sæluhúsið stend- ur á bala skamt frá veginum, sem liggur norður Kjöl. Getur engi farið svo um veginn að liann taki ekki eftir húsinu. Nokkra faðma frá því að vestan rennur Tjarná. Fyrir vestan hana eru góðir hagar fyrir hesta. Vatn er nóg og gott skamt frá húsinu cn lítið er þar um eldivið eins og allsstaðar í Hvítárnesi. Úr liús- inu er útsýni hið fegursta. f vest- urherberginu sjest til Hvítár- vatns og Langjökuls en í austur- herherginu sjást Kerlingafjöll og Hofsjökull. Öllum, sem til Hvítárvatns liafa komið í björtu veðri, ber saman um að þar sje einliver mesta náttúrufegurð hjer á landi. Enda hafa ferðir þangað aukist mjög á síðari árum. Nú má korn' ast á bifreiðum frá Reykjavík að Geysi í Haukadal. Sú ferð tekur 5—6 stundir. Frá Geysi og inn að ferjuniri við Hvítá er um 8—9 stunda ferð, sæmilega ljettríðandi. Þeg- ar komið er yfir ána er þaðan um einnar stundar reið inn að „tóftunum", þar sem sæluhúsið stendur. Skamt fyrir irinan það er Fúlakvísl. Yfir hana verður að fara þegar haldið er inn 1 Hrefnubúðir eða Karlsdrátt. A einstöku stað er sandbleytaíánnri annars er hún auðveld yfirferðar. Úr Hvítárnesi er 5—6 stunda ferð til Hveravalla. Þar er sælu- hús, sem ríkissjóður hefir bygt- Þeir, sem vilja fara til Kerlinga- fjalla þurfa að gera ráð fyrir að gista þar eina nótt og verða þvl að hafa tjald með sjer. Þar er aðeins ljelegur leitarmannakofi- Leiðarvísir um þessar slóðir er i Árbók F. I. 1929. Þegar sæluhús Ferðafjelagsins er fullgert ætti mörgum að verða auðveldara en nú er, að dvelja við Hvítárvatn nokkra daga að sumrinu og njóta náttúrufegurð- ar óbygðanna. Björn Ólafsson. Einar Einarsson skipasmiður á Nýlendugölu 18 varð fimlugur 23. þ. m. Guðmundur M. B jörnsson heild- sali verður fertugur i dag. Magnús Kjaran stórkaupmaður, famlwæmdarstjóri Alþingishá- tíðarinnar, varð f erlugur 19. þ. m. Guðhjörg Gunnarsdóltir liúsfi'11, frá Egsii Kirkjubæ á Rangár' völlum, varð sjölug 21. þ. 1,1 ■ í neðri málstofu Breta sitja sitja i/ú þihg meðal annara: Lloyd George og sonur lians og dóttir. Arthur Hend- erson utanríkisráðherra og tveir syn- ir hans og Stanley Baldwin og Oliver sonur hans. Tvær fyrstnefndu fjöl- skyldurnar fylgjast að í stjórnmálum, önnur i frjálslynda flokknum en hin í verkamannaflokknum, en Oliver Baldwin er jafnaðarmaður og faðir hans íhaldsmaður. Þeir mælast aldrei við í þingsalnum feðgarnir og al- menningur hefir haldið, að fátt væri á milli þeirra. En nú hefir komist upp, að þeir talast daglega við i laumi á þinginu. Koma þeir saman i fundar- hljeum inni í skákherbergjum þings- ing og þar fer hið besta á með þeim. ------------------x----- I Kina er meiri læknaskortur en í nokkru öðru landi heims. Þar lifa, eftir þvi sem næst verður komist 483 miljónir manna, en læknarnir eru aðeins 4000. Það er hlutfallslega minna en þó aðeins einn læknir væri á öllu íslandi. Ungverji einn hefir búið til skó, sem eru þannig gerðir, að inilli ytri og innri sólans eru rafhitunartæki. Verði manni kall á fótunum er vand- inn ekki annar en tengja skóinn við rafleiðslu og sjóðhitnar hann þá á svipstundu. Skórnir hljóta að vera mesta þarfaþing fyrir fótkalda menn. -——x------------------ Ensku kvilcmyndaskoðendurnir hafa nýlega birt skýrslu um starf sitt á síðasta ári. Þeir hafa skoðað 2155 kvikmyndir, alls 7.003.435 fet á lengd. Af öllum þessum myndum hafa aý eins 7 verið bannaðar, en 42 bí®1'1 dóms. Af þessum myndum ölluni var nær lielmingur, eða 903 alls, inyndir. ----x----- EJsta manneskjan í Kaupman»a' höfn, Marie Pauline Iljort dó nýlc^J ó elliheimili, 104 ára gömul. Hu[l hafði verið ógift alla æfi. I finitíu ar ótli hún heima í Ameríku. Ganú konan hjelt óskertum sálarkröflul fram í andlátið.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.