Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Síða 2

Fálkinn - 09.08.1930, Síða 2
2 F A L K I N N ---- N Ý J A B í O ------ Tvær stúlkur. Fjörug og skemtileg mynd. Sýnd bráðlega. D-Scholts fótalækningar. eru viðurkendar af læknum um allan heim. Skoðun á fótunum og allar upplýsingar eru gefnar ókeypis af sjerfræðingi. Biðjið um bókina „Foden og dens Pleje“. Vörur sendar gegn póstkröfu um alt land. Sendið mál af fótunum og lýsið greinilega hvar fæturnir eru veikir og mun yður þá gefnar allar upplýsingar góðfúslega endurgjaldslaust. Hjúkrunardeildin, Simi 60 og 1060. Austurstræti 16. —:--- GAMLA BIO -------- Venúetta. Sjónleikur i 8 þáttum. Afarspenannd saga frá Korsíku. Verður sýnd bráðlega. Líftryggið yður þar sem kjörin eru best. Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur .... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa — 30.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþyktum fjelagsins). Lagt i sjóði fjel. kr. 326.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af öllum ágóða fjel.). Ágóðaliluti hinna trygðu útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki hærri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutafjelagið T H U L E . Aðalumboðsmaður fyrir ísland: A . V. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsinu, 2. hæð. Simi 254. Símn.: TULIN. Umboðsmenn óskast allsstaðar, þar sem ekki eru umboðsmenn i nágrenninu. Kvikmyndir. TVÆR STÚLKUR. heiþr mynd, sem NÝJA BÍÓ sýnir bráðlega. Hún byrjar á baðstað, þar sem margt fólk er saman komið. Henry Willoughby nafnkunnur mála- færslumaður, frjálslyndur í skoðun- um og iifsglaður maður, læ*"~ '"ka mynd af sjer með nokkrum ungum stúlkum og kann ágætlega við sig á baðstaðnum. Meðal ungu stúlknanna þar er ein sem heitir Mary, sem piltunuin líst vel á. Hún er stórrík, en fje henn- ar er í vörslum frænku hennar ,sem er mjög ganlaldags í hugsunarhætti og undrandi yfir Ijettúð æskunnar. Hún heimtar að frænka sin klæði sig á gamla vísu og bannar henni að fara eftir tiskunni. Mary snýr sjer þá til málaflutningsmannsins, en hann ráðleggur henni að giftast og skilja siðan við manninn. Með giftingunni fái hún umráð yfir fje sínu og þá geti hún gert það sem henni sýnist fyrir frænkunni. Litlu siðar kemur Mary upp til málaflutn- ingsmannsins, en hittir þar í staðinn son lians og fjelaga Henry Will- boughby yngra. Hann er ungur og laglegur maður en strangur í skoð- unura, og hefir myndað sjer þá skoð- un við afskifti sín af mörgum hjóna- skilnaðannálum: Giftu þig aldrei. Mary segir honum ætlun sína að gift- ast og skilja þegar við mann sinn, en hann hneykslast mjög á orðum hennar og segir henni duglega til syndanna. Hún verður reið og fer. í því hittir lnin gamla málaflutn- ingsmanninn og segir honum frá vandræðum sínum. Meðan liún sit- ur inni hjá honum kemur Henry inn og talar með lítilsvirðingu um liina ljettúðugu æsku og sjerstaklega um þessa ungu stúlku, sem nýlega hafði verið að tala við hann. En Mary svarar honum fullum hálsi.. Eftir að liún er farinn sýnir liann föður sin- um myndina af baðstaðnum og gefur lionum ávitur. En nú fær gamli mað- urinn þá liugmynd að kenna syni sinum að lifa og hann semur um það við Mary, að hún skuli klæða sig gamaldags búningi og vera í allri framkomu eins og gamla frænka heniiar vildi. Síðan skyldi þeir feðg- arnir koma í heimsókn um kveldið. Mary gengur inn á þetta og mynd- in sýnir nú viðskifti Henry og lienn- ar. Honum geðjasl i fyrstu vel að þessari siðlátu ungu slúlku, en þó fer svo brált, að honum leiðist liún i þeim ham. Fara svo leikar að þau verða ástfangin hvort í öðru og hann fyrst fyrir alvöru, þegar lnin er orð- in eins og hún á að sjer, að öllu leyti í samræmi við tiskuna. ----X---r- VENDETTA heitir áhrifamikil mynd, sem bráð- lega verður sýnd í Gamla Bíó. Við hina undurfögru klettaströnd Korsiku stendur höll Romanis greifa. Kona hans er frá París og þráir slöðugt að komast í glauminn og gleðina í fæðingarborg sinni. í höllinni býr ung munaðarlaus slúlka að nafni nafni Maria F'errat, sem liefir fengið nýtt heimili hjá greifahjónunum og hugsar uin Stellu litlu, barn þeirra, með móðurlegri umhyggju. Einn góð- an veðurdag kemur bróðir Maríu, Georges að nafni, og ætlar til Amer- iku eftir að liafa eitt öllu fje sinu. María biður greifann að veita bróður sínum starfa og verður það úr, að hann gerist bústjóri greifans. Greifa- frúin fær brátt ást á honum og er maður hennar ætlar í skemtisiglingu, gérir hún sjer upp veiki og fer hann þvi einn. Greifafrúin notar þá tæki- færið og leitar eftir ástum Georges og fær hann ekki staðist bliðlæti hennar. Greifinn hreppir mesta ó- veður á heimleiðinni og fregn kem- ur um það, að skipið hafi farist. Greifinn kemst þó lífs af og kemur heiin til liallarinnar mjög þrekaður og finnur konu sina í faðmi Georges. Hann ætlar að þrífa til konu sinnar en hún æpir á hjálp og Georges lileypir af byssu sinni. Greifinn fellur til jarðar í blóði sínu, en þau flýja saman til Frakklands. Lifa þau þar frjálsu llfi um hrið, en brátt verður hún leið á Georges, vegna þess að hann hefir ekki nóga peninga til þess að fullnægja þörfum hennar. Bindur liún þá fjelag við Austurlandamann einn auðugan, Hassan Salem að nafni, sem er mjög hrifinn af henni. Víkur sögunni nú til Romanis greifa. Hann grær loks sára sinna eftir langa legu, og nú bíður liefndarskyldan lians að korsíkönskum sið. Tekur hann sjer nú ferð á hendur og fær upplýsingar um dvalarstað konu sinn- ar. Þegar greifinn kemur inn til henn- ar er hún nýbúin að lenda í ákafri deilu við Georges og er að bíða eftir Hassan Salem. Þegar hún sjer greif- ann verður hún hálftrylt af hræðslu og ætlar að flýja, en alt í einu gellur byssuskot og hún fellur dauð niður. Litlu síðar kemur Hassan og sjer á eftir greifanum. Hann gerir lögregl- unni viðvart og Romani er tekinn fastur. Byrjar nú málsókn á hendur lionum og böndin virðast öll berast að honum, en á síðustu stundu næst i hinn rjetta morðingja og játar hann glæp sinn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.