Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Side 3

Fálkinn - 09.08.1930, Side 3
F A L K I N N 3 Myndir Ríkarðs Jónssonar. Hjer eru sýndar f jórar af þeim 200 myndum, sem hin nýja bók • Ríkarðs Jónssonar hefir að geyma. RíkarSur Jónsson. (Pennateikning). Góðir vinir. Síra Jóhann Þorkelsson, fyrv. dómkirkjuprestur i Rvík. Höggmynd (relieff). Útskorinn minningarskjöldur, sem VerkamannafjelagiS „Báran“ á Eyrarbakka gaf kirkjunni í minningu um skipshöfn er fórst þar á • sundinu ö. apríl 1927. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórnr: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. F'ramkvœrrulastj.: Svavar Iijaltested. Aðatskrifstofa: Bankastræti 3. Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl.10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Fyrir nokkrum árum gerði visinda- niaður einn, sem nú er talinn með Jrœgustu, ef ekki frægastur allra í neimi, heyrum kunnar kenningar, sein þá þóttu svo sjerstæðar, að heim- urinn varð engu minna forviða, en begar það spurðist, að Marconi liefði hotað þráðlausar raföldur til þess að *°ma hljóði milli fjarlægra staða. Maðurinn lieitir Einstein og kenning hans er oft kölluð afstæðiskenningin eða viðhorfskenningin á islensku, og ®r þó hvorugt nafnið allskostar heppi- *egt. Hann sýnir fram á með stærð- 'i’^ðilcgmn rökum, að hluturinn sje ekki sá sami eftir-því hvaðan litið er a hanii, að það sje viðhorf mannsins e*a afstaða til hlutarins, sem skapar ha hugmynd, sem rjett er. Og með PVr að viðhorfin verða jafnmörg, þá er eðli og ástand sama hlutar marg- Víslegt eftir því hvaðan hann er sjeð- ur. Samkvæmt kenningu Einsteins má t. d. segja um jörðiria að hún snúist en líka að hún standi kyr, alveg eft- ir því hvaðan á liana er litið. Þessi merka kenning hins fræga manns er vel til þess fallin að brýna fyrir mönnum, hve afstaðan hefir mikla þýðing, líka í sálrænum efn- uin, þar ' sem stærðfræðisetningar komast ekki að. Hve dómur almenri- ings um verk mannanna hlýtur að vera misjafn, eftir því hvaðan á þau er litið, og hve eðlilegt það er, að inenn líti sínum augum hver á silfr- ið. Afstaðan, sem þarna kemur til greina er enn margvislegri og fjöl- breyttari en hin stærðfræðilega af- staða, sem Einstein segir frá. Því að fyrst og fremst er það, að menn dæma manninn eftir* misniunandi viðkynn- ingu — sumir þekkja hann að góðu og leggja því velviljaðan mælikvarða á verk hans, en aðrir þekkja hann að því gagnstæða. En svo kemur enn annað til greina og það er hugarfar og innræti mannsins, sem dæmir og metur. Sumir eru svo gerðir, að þeir leitast við að niðra öllu og öllum nema sjálfum sjer. Og þá kemur að því, að góður dómur og illur um sama verkið geta báðir verið rjettir. Þeir eru komn- ir fram við mismunandi afstöðu og eru rjettir — frá sjónarmiði þriðja manns getur hvorttveggja ekki ver- ið rjett, þó það sje rjétt frá sjónar- miði hinna. Sannleikuriiin verður því ekki einn hehlur margur. Bretar eru íhaldslymiir menn og stundum leiðir „virðingin fyrir erfi- keniiingunum“ þá i gönur. Svo hefir orðið eigi alls fyrir löngu er yfir- völdin i London og iordkanslarinn komu sjer saman um að banna sýn- ingu á rússnesku kvikmyndinni „Móðir“ í London. út af banni þessu var haldinn almennur borgarafund- ur og voru þar staddir m. a. um 80 enskir þingmenn. Var samþykt á fundinum að senda stjórninni, borg- arstjórninni og hirðmarskálknum mótmæli út af banninu og lordkansl- arinn fjekk mörg orð og misjöfn að heyra. Meðal annars komst Oliver Baldwin, sonur ilialdsforingjans Stan- ley Baldwin, þannig að orði, að lord- kanslarinn væri smábrúða, sem flækt- ur væri í neti allra gullborðanna, sem vafið væri utan um hann. Og einn af ihaldsþingmönnunum talaði með nepju um „allan kvikmyndaó- þverrann, sem Bretar fengu frá Am- eríku, jafnframt því, sem að list- fengri rússneskri kvikmynd væri synjað landvistar.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.