Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Olöf í Seli. Eftir Vjestein. Það var ekki á átjándu öld- inni og ekki heldur á þeirri nítj- ándu, sem hún gerðist sagan, sem jeg ætla að segja ykkur núna. Hún gerðist á tuttugustu öldinni einliverntíma á fyrsta eða öðrum tugnum, jeg man eldd svo nákvæmlega hvenær. Hún Ólöf gamla í Seli var nið- Ursetningur, — sveitarómagi er það víst líka kallað, það hafði hún verið síðustu sex árin og var nú um áttrætt. „Fjárans þungur ömagi“, sagði Páil í Garði, — oddvitinn í Eyrarsveit, — og strauk hökuna spekingslega. Hann var glöggur á fje hann Páll oddviti, og hreppsnefndin var aðgætin, aðsjál væri líklega rjctt- ara að segja. Hún átti ekki sjö dagana sæla í Seli hún Ólöf gamla, ljeleg að- búð, vegna fátæktar á heimilinu, fjöldi barna og því litið næði fyrir lúna og gamla konu. Ef börnin hefðu verið al- mennilég, en það var nú ekki því láni að heilsa. Ólöf gamla liafði ekkert yndi af þeim, þau voru henni meir til ama en gleði. , Sú var tíðin að hún ÓlÖf gamla átti betri daga. Þá bjó hún á Strönd með manni sínum, sem Sveinn hjet, og börnunl sínum þremur; tveimur mannvænleg- Um sonum og ástríkri dóttur. En kaldhæðni örlaganna er stundum nokkuð mikil. Maður- inn dó úr lungnabólgu, dóttirin úr tæringu, en synirnir fóru báð- ir i sjóinn á sama árinu. Búið var gert upp og reynd- ist rjett fyrir skuldum. Ólöf gamla lenti á sveitinni, farin að heilsu og beygð af sorg. Nú hafði hún í sex ár etið náðar- brauð hjá Eyrarsveit, sveitinni þar, sem hún var fædd og upp- alin i, þar sem hún hafði lifað og stafrað öll sin bestu ár, þar sem hún hafði verið um eitt skeið virt og umtöluð fyrir rausn og gjafmildi við fátæka og um- komulausa, þrátt fyrir lítil efni. —■ En hver voru nú launin? O, jæja, hún Ólöf gamla huggaði sig eins og fleira gamalt og trú- að fólk við umbun góðverkanna binummegin, — og hreppsnefnd- in virtist á sama máli. — Hún Ólöf gamla var ekki að kvarta °g siðustu árin átti hún aðeins eitt áhugamál, en það var ,að komast heiðarlega í gröfina. Þá sjaldan að oddvitann har að garði ámálgaði hún þá ósk sína, aÖ fá sæmilegan umbúnað að bðnu æfikveldi. Páll oddviti brosti góðlátlega og strauk hök- Una í sífellu, en sagði fátt. Það var orðin fastur vani hjá lion- öni, er hann reið fjárgöturnar ^rá Seli, að reikna saman í hug- at)um, kostnaðinn við heiðarle.ga jarðarför.--------Það’voru ný- aistaðnar rjettir þegar Ólöf gamla í Seli lagðist banaleguna. Læknirinn var sóttur fyrir sHa- sakir en gat ekkert að gert, sendi einhverja dropa, sem kostuðu lireppinn þrjár krónur, en Ólöf gamla andaðist á sjötta degi. — Gvendur í Króki var fenginn til þess að smíða kistuna. Heldur þótti hún óvönduð eftir því sem gerðist í Eyrarsvcit, smurð var hún utan með einhverju svörtu, sem átti að heita mál en skraut- laus með öllu. Gröfina tóku vinnumenn Páls oddvita. Jarðar- farardaginn var sólskin og besta veður, fólk kom því nokkuð margt, flest fyrir forvitnissakir. Engin var húskveðja flutt, því Ólöf gamla var komin í kirkjuna, enginn vissi almennilega hvern- ig, nema Páll oddviti, hann átti að borga flutninginn. Prestur- inn hafði verið beðinn að jarð- syngja, en enga ræðu var liann beðinn um. Samt kom hann með ræðustúf í vasanum, nokkur vel valin orð um hina látnu „merk- is og sómakonu“, tínd saman hjá kunnugum með natni og sögð af miklum fjálgleik. Ekkert mint- ist hann á hreppinn og lítið á síð- ustu æfiárin umfram það, að hún Ólöf gamla á Seli hefði lifað og dáið drottni sínum södd lífdaga. — Fólkið söng þessa venjulegu sálma, með venjulegum jarðar- fararsvip og hringjarinn gerði skyldu sina. Presturinn stóð og beið, enginn kom til þess að taka kistuna. Hringjarinn danglaði klukkunum við og við annars var grafarþögn. Biðin var orðin nokkuð löng og prestur farinn að ræskja sig nokkuð ákveðið, þegar Páll oddviti loksins stóð upp og leit yfir söfnuðinn, hann var sjáanlega í vandræðum, því engir voru líkmennirnir. Hann hafði ætlað að komast hjá því að borga þann póstinn, nóg var samt. Bjóst við því að einhverjir bæru kerlinguna óbeðnir til graf- ar. — Fólkið beið stöðugt eftir því að líkmennirnir gæfu sig fram.-------Að lokum stóðu upp fjórir karlar, þar af tveir hrepps- nefndarmenn, og tóku undir kistuna með oddvita, tveir öðru- megin en þrír hinumegin, og þannig komu þeir henni fram lcirkjugólfið. Til allrar hamingju var stutt í kirkjugarðinn og ferð- in gekk slysalaust, en elíki þrautalaust fyrir oddvitanum að minsta kosti, sem var nokkuð feitur og þungur á fæti. — Kist- unni var sökl í gröfina, prestur- inn kastaði rekunum á með venjulegum formála, setti síðan upp hatt sinn og fór. Fólkið söng sálminn á enda. — Dálítil stund leið, menn stóðu ennþá við gröf- ina, kunnu ekki almennilega við að fara, en það leit lielst út fyrir, að liinar þrjár vígðu moldarrek- ur prestsins yrði eina moldin, sem ausið yrði í gröf Ólafar gömlu í Seli. Fólkið tíndist burtu smátt og smátt og dreifði sjer um kirkjugarðinn, enginn vildi fara alveg, flesta langaði að sjá hvernig þessi minnisstæða jarð- arför endaði. Hreppsnefndar- mennirnir báðir, sem borið höfðu kistuna, stóðu út í einu horni garðsins og lásu hálfmáða og illa gerða gi’afskrift á stóru blágrýt- isbjargi. Það var á leiði Sveins á Strönd, er átt hafði Ólöfu í Seli. -----Snögglega vaknaði oddvit- inn af dvalanum, — mintist þess víst að elcki var alt búið enn, — og gekk til þeirra Gvendar i Króki og Jóns í Dal. Talaði liann við þá ldjóðlega um stund, en hvað þeir ræddust við, vissu fáir, en lieyra þóttust einhverjir odd- vilan segja að lokum. „Jæja pilt- ar mínir, þið moldausið kerling- una. Jeg borga“. Jón og Gvend- ur tóku rekurnar þegjandi og fóru að moldausa. En fólkið tíndist burt, er það sá verkið í góðum höndum.------------ -------Það var almannaróm- ur í Eyrarsveit, að hreppsnefnd- in hefði komið Ólöfu gömlu í Seli heiðarlega í jörðina. Paradis karlmanna. Einhver einkennilegasta eyja jarð- arinnar er Rapaeyjan í Indverska hafinu. Hún er sjerstaklega hrein- asta Paradís fyrir karlmennina. A3 minsta kosti fyrir letingja og slæp- ingja af karlkyni. LoftslagiÖ er eitt- hvert hið heilnæmasta, sem hægt er að hugsa sjer. Kókós og ávaxtatrje vaxa með fram hinum djúpu fjörð- um allskonar fuglar og villisvín haf- ast við i skógunum. Auk þess er haf- ið fult af margskonar fiski. Papa er sem sagt Paradis fyrir karlmennina. Þeir liggja í sólinni feitir og uppblásnir og gera ekki handartak. Þessi sjerstaða lcarlmann- anna á eynni kemur af því að kon- ur eru þar miklu fleiri talsins. Eins og aðrir fágætir munir er því karl- maðurinn mjög verðmætur á Rapa. Auðvitað er það öfugt við það sem er í menningarlöndunum þar sem karlmaðurinn hefir þann leiða vana að púla fyrir konu og börnum. Á Rapa hefir karlmanninum tekist að losna við þessa venju sína og lætur liann konurnar þræla fyrir sjer frá morgni til kvölds. Á meðan hann lúrir I sólinni lætur hann konurn- ar safna kókóshnetum, búa til ,kobra‘ og annast svinin og geiturnar. Hið eina sem karlmaðurinn vinn- ur er að fara niður að firðinum að fiska. En það gerir hann bara að gamni sinu. Hann er svo latur og værukær að honum dettur ekki í hug að hreyfa sig nema hið allra minsta. Honum dettur ekki einu sinni i hug að setja matinn upp í sig sjálfur. Þegar liður að matmálstima liggur liann endilangur i grasinu, meðan kona hans fæst við matreiðslu. Til matar er einkum notaðir ávextir og svína- og geitasteik, sem konan kast- ar inn í kjaft hans. Og hamingjan hjálpi þeirri, sem ekki hittir. Hún verður að þola hinar hörðustu refs- ingar af herra sinum og liúsbónda. Eioinmaöurinn étrili #0 kven-niósnarmn. Nýlega vildi svo til i Budapest að kona rilcs og vel metins manns þar i borginni fór að gruna mann sinn um græsku, rjeði hún kven-njósnara til þess að elta hann hvert sem liann fór. Þótti konunni gaman að láta svona unga og fallega stúlku vera á hælunum á honum. Stúlkan elti manninn í heila viku hvert sem liann fór, á ferðurn hans inn á mat- söluhús og leikhús. Maðurinn tók fljótlega eftir þvi að hann var eltur og skildi strax hvern- ig í öllu lá og gerði hann nú alt sem hann gat til að gera þetta eins erfitt fyrir stúlkuna og unt var. Hann laumaðist út um bakdyrnar þar sem hann var, ók með geysi hraða gegn um bæinn, tók sjer far með einhverri ákveðinni járnbraut- arlest en stökk svo á síðustu stundu upp i aðra en þá sem hann hafði keypt farseðil með. í stuttu máli sagt neytti hann allra þeirra bragða, sem ófrjálsir menn verða að nota, hvort heldur þeir eru saklausir eða sckir. En fallega unga stúlkan ljet honum ekki verða kápuna úr því klæðinu. Hún stökk líka upp i vitlausa lest og kom á aðra stöð en þá, sem hún liafði keypt sjer farseðil til, og var sest inn í malsölustofuna einmitt þeg- ar maður sá, sem hún var að elta kom inn og fór að svipast um eftir borði. Einhverju sinni var þeim lit- ið hvort á annað og gátu þá ekki látið vera að brosa, og þvi lauk svo að „ótrúi“ eiginmaðurinn varð i raun og veru ótrúr. Ilann stakk upp á því við ungu stúlkuna að þau borðuðu saman og fylgdust svo að framvegis. Og nú ferðuðust þau með mesta friði og spekt. Unga stúlkan varð ástfangin í manninum, og hann hefir verið ástfanginn í henni allan tim- ann. Eiginkonan afbrýðisama hefir nú krafisl skilnaðar og stendur málið yfir um þessar mundir. ----x---- Gestgjafi einn i nánd við Breslau hefir lengi verið i fjárkröggum og barist harðri baráttu til þess að forða sjer frá gjaldþroti. Var fógetinn far- inn að sækja til lians húsgögn og ým- islegt annað, sem tekið hafði verið lögtaki og loks var svo komið, að sótt var til hans píanóið sem hann notaði til þess að skemta gestum sín- um með. Virtist gestgjafanum þá öll sund lokuð. En sama daginn kom honum frjett um, að hann hefði unn- ið 240.000 mörk i happdrætti. Fyrst í stað trúði hann þessu ekki og hjelt að verið væri að gabba sig. En svo kom, að hann varð að trúa— og var hoiium það ekki óljúft. Happdrættið hafði bjargað framtíð hans og fjöl- skyldu hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.