Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. S p e n n a n. Það var einu sinni maSur, sexn^H ig slitinn sagSi Maja. Hann á ekki keypti spennu á uppboði. Ekki af^Svel við beltið fagra. Þú verður að t>ví að honum hefði nökkurntimaHfá bjer nýjan jakka. dottið í hug að gera bað eða hann^p Pjetur fór til klæðskerans og bað befði þurft hennar með og síst af 'i hann að sauma á sig nýjaii jakka. öllu hafði lionum dottið í hug að P Slikum höfðingja og við slíkt belti baupa hana á liessu uppboði. En sómir aðeins besta efni, mælti klæð- uPpboðshaldarinn hafði stungið benni beint framan i haiin og sagt: — Þarna er nokkuð handa þjer Pjetur, bjóddu tíu aura í hana og íeg skal slá þjer hana. — Já, jeg býð það, sagði Pjetur. Eitthvað verð jeg að kaupa, fyrst jeg er nú einu sinni kominn hing- að, og tíu aurar eru ekki mikið. Uppboðshaldarinn sló í spennuna Pieð hamrinum svo það söng i henni og síðan rjetti hann Pjetri hana, sem greiddi tieyringinn og stakk henni í vasann. Svo hugsaði hann ekki meira um það þangað til hann kom heim. Þá fór hann að skoða hana og fanst hún vera falleg. Hún var úr látúni. Hann fægði hana svo hútt varð enn þá fegurri og það gljáði og glans- aði á hana. — 1 þetta skifti hefi jeg þó verið heppinn, sagði hann. Spennan er krónu virði, og jeg fjekk hana fyrir tíu aura. Það var svei mjer ekki SVO vitlaust. — Til hvers ætlarðu svo að nota hana spurði Maja, konan hans. — Já, vel á minst, sagði Pjetur. Það hefi jeg ekki hugsað út i. •— Þá verð jeg líklega að hugsa fyrir því í staðinn, sagði Maja. Þú Skalt nota hana l'yrir beltisspennu og bera hana utan yfir jakkanum. Það er svo karlmannlegt að hafa helti. Pjetur langaði til að vera karl- mannlegur og þessvegna fór hann til söðlasmiðs og bað hann að gera handa sjer leðurbelti, sem færi vel við spennuna. — Svona falleg spenna og svona ttiyndarlegur maður verða að hafa tallegt belti, sagði söðlasmiðurinn. Og það verður að gjöra það úr dýr- asta leðrinu, sem jeg á. Það verður að fara eftir eigandanum sjerðu. -— Já, það verður það, sagði Pjet- ttr og fór nú að að finnast með sjálf- um sjer að hann myndi vera svo ttiikill maður að hann yrði að hafa alt af bestu tegund. Svo fjekk hann belti úr finasta leðri og spenti það um sig utan yfir jakkann. Og látúnsspennan glitraði a maganum á honum. Þegar kona hans sá hann, varð hún svo glöð, að hún klappaði hon- ttm á kinnina, og það gerði hún ann- ars ekki nema á sunnudöguin þegar hann var nýrakaður og var með hvitt um hálsinn. - - En hvað þú ert myndarlegur, hrópaði hún. — Það verður að fara eftir eigand- attttm, sagði Pjetur. — Já, það segirðu satt, sagði Maja. -— Un það var dýrl, sagði Pjetur. — Það 'gerir ekkert til, sagði Maja. . ú fjekst spennuna ódýra. Þú grædd- !r niutíu aura á henni. Svo þú hef- lr >'áð á að greiða fult fyrir beltið. Nokk rum dögum seinna var Maja ^tteð ólund. t..— Hvað gengur nú að þjer? spurði pJetur. '— Jakkinn þinn er svo gamall skerinn. Það verður auðvitað dýr jakki, en .... — Nú jæja það gerir svo sem ekkert til, sagði Pjelur, jeg f.jekk spennuna svo ódýra. Og klæðskerinn saumaði jakka handa Pjetri úr besta og dýrasta efninu sinu og þegar Pjetur kom lieim i jakkanum varð Maja svo glöð, að liún klappaði á báðar kinnarn- ar á honum, otg það var hún annars ekki vön að gera nema á jólunum. En jiegar leið að sunnudegi Og Pétur og Maja ætluðu til kirkju þá var fýla í Maju. — Hvað er nú að? spurði Pjetur. — Jeg er bara að hugsa um gömlu fötin min, sagði Maja. Það á ekki rjett vel við að jeg sje með þjer núna, þegar þú ert i svona nýjum og fallegum jakka og kjóllinn minn er eins slitinn eins og hann er. .Teg held jeg verði heldur heima. Og það gerði liún lika, en fyrir næsta sunnudag hafði hún fengið sjer nýjan kjól, sem fór vel við nýja jakkann hans Pjeturs og svo fóru þau bæði saman i kirkjuna. En áð- ur en þau fóru af stað smelti Maja kossi á kjálkabarðið á Pjetri og það hafði hún ekki gert í tvö ár. Kjóllinn varð nokkuð dýr, sagði Maja. -i— Það gerir ekkert til, sagði Pjet-- ur, jeg fjekk spennuna svo ódýrt. Þá komst jeg að svo góðum kaupum. Hvernig svo sem það nú var með þessi góðu kaup, þá var nú svo komið að, Pjetur og Maja voru búin að eyða öllum sparipeningunum sín- um í belti jakka og kjól. Og nú Teið nokkur tími, en einn góðan veður- dag þegar Pjetur og Maja ætluðu að aka út úr borginni var Maja í vondu. skapi. Þú verður að kaupa nýjan vagn, sagði hún. Jeg skammast mín reglu- lega fyrir að aka í þessum gamla skrjóð, áður gerði það svo sem ekk- ert til, en nú þegar við erum búin að fá svona fín föt .... Hugsaðu þjer, ef við ættum nú nýjan vagn til þess að aka í til kirkjunnar á sunnudaginn kemur. Það mundi nú verða upplit þegar þau kæmu Pjet- ur og Maja. Þegar Pjetur kom heiin úr kaup- staðnum kom hann akandi i splunkur- nýjum vagni. Hann hafði fengið hann án jiess að þurfa að gjalda fyrir hann. Yagnasmiðurinn liafði sagt að hann gæti borgað hann ein- hverntíma seinna. Þegar Maja heyrði livað þau voru komin i mikla skuld fyrir vagninn. hrópaði hún upp yfir sig og varð leið á svipinn. En .Pjelur, sem helst vildi sjá hana glaða í bragðl, hug- lireysti liana. — Jeg fjekk spennuna svo ódýra sagði hann. Þá huggaðist Maja og varð aftur glöð í bragði. Pjetur hafði gert svo góð kaup þegar hann keypti spenn- una, svo þá hafði liann svo sem ráð á að kaupa dýran vagn. f Þegar þau Pjetur og Maja óku til kirkjunnar daginn eftir í nýja vagninum stansaði alt kirkjufólkið og horfði undrandi á eftir þeim, það vissi ekki hvort það heldur átti að halda að þau hefðu unnið í happ- drættinu eða erft ríkan ættingja í Ameriku, fyrst liau höfðu svona ráð á að fá sjer alt mögulegl og sýnd- t usl vera svona ánægð og velmegandi, Pjetur bljes út kinnarnar svo hann skyldi sýnast fcitari og Maja sagði. — Það verður að fara eftir eig- andanum. ^ En jiegar þau óku aftpr frá kirkj- urini og voru orðin ein varð Maja aftur þögul og þunglyndisleg. Pjet- ur hjelt fyrst að hún væri að hugsa um hvað presturinn hefði verið að segja og að liún væri þessvegna > svona alvarleg. En brátt komst hann , að raun um, að Maja vissi ekki g frekar en hánn sjálfur hvað prest-f urinn hafði verið að tala uin. Bæðijj höfðu þau of milcið að hugsa um nýja vagninn til þess að geta farið að taka eftir ræðunni. — Hvað er nú þetla aftur? spurði Pjetur. — Ó, jeg er hara að liorfa á hann gamla Grána. Hann er svo klárgeng- ur og lubbalegur. Hann passar á engan liátt fyrir vagninn þann arna. Hann eyðileggur hreint og beint kjálkana á vagninum. Gráni heyrði hvað um var að vera og varð ennþá niðurlútari, en þeg- ar liann dróg plóginn. — Já, það er ekki mikið stáss i mjer, hugsaði liann skömmustuleg- ur. Það er líklega best að jeg dragi plóginn og herfið og kvarnarhlassið eins og jeg er vanur. Jeg passa ekki fyrir svona fínan vagn. Ó, hvað mjer finst jeg vera orðinn þreytt- ur Og úttaugaður. Það besta væri að jeg gæti farið út í haga og fengið mjer gras og falið mig svo enginn þyrfti að sjá mig. Þá þyrfti hús- bóndinn mihn og matmóðir ekki að skamma sín fyrir bykkjutta sína. — Ef Pjetur og Maja hefðu vitað livað gamli trúi hesturinn þéirra hugsaði, þá hefðu þau ef lil vill far- ið að húgsa eitthvað annáð, en þau vissu það ekki, þau voru alt of Önn- um kafin með að llugsa um hvað þeim færi best. Á næsta markaðí seldi P.jetur Grána gamla og keýpti sjer ungan og fallegan liest, sem fór vel fram- an við vagninn, en sem var latttr og vann ekki mikið þegar þurfti að fara að plægja og herfa akrana. En Pjetri og Maju sárnaði eklti við liann fyrir það. Þau fóru sjálf .að forðast alla erfiðisvinnu. Það átti eiginlega ekki við að þau ynnu, fanst þeim. Þau voru of fín til þess. Nýi heslurinn hafði verið dýr og Pétur hafði orðið að fá lánaða pen- inga til þess að geta keypt hann. Þau hughreystu sig altaf með því að þau hefðu grælt svo mikið á spennukaupunum, svo það yrðu eiri- liver ráð með að borga lánið. í þann mund voru bændur farn- ir að selja liesta sína og kaupa híla í staðinn. Billinn gekk hraðar lield- ur en hestur gal stokkið. Svo var það miklu dýrara og fínna. — Ef maður ælti nú bíl, það væri þó hreint eki svo vitlaust, sagði Alaja einhverju sinni. Það eru nú eiginlega ekki nema fátæklingar sem aka i estvagni nú orðið. Hugsaðu þjer nú ef við gætuni selt liestinn og vagninn og keypt bíl i staðinn. — Mjer hefir svo sem dottið það í liug, sagði Pjetur, við sjáum nú til hvernig það gengur. En jiað gekk ekki eins greiðlega eins og þau höfðu búist við. Vagnasmiðurinn kom og vildi fá vagninn greiddann. Og þegar Pjet- ur og Maja höfðu ekkert til að greiða hann með, tók hann vagninn aftur. Sá, sem hafði lánað Pjetri pening- ana fyrir hestinn kom og vildi fá Póstliússt. 2 Reykjavík Simar 542, 254 og 30fl(íramkv.stj.) Alíslenskt tyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-válryggingar. Hvergi betri nje áreiðanlegri viðskifti. Leitið uyplýsinga hjá næsta umboðsmanni. M á I n i n g a - vörur Veggfóður | Landsins stærsta úrval. »MÁLARINN« Reykjavík. FABRIEKSMERK þá aftur, og þegar hann gat enga peninga fengið tók hann hestinn. Þegar bílakaupmaðurinn frjetti um þetta neitaði hann að láta Pjet- ur fá nokkurn bíl neina hann greiddi andvirðið fyrirfram. Og nú gat hann ekki fengið lánað framar. Þau voru nú bæði búin að selja Grána gamla og vagnskrjóðinn svo það var ekki um annað að gera fyr- ir þaii en ganga, þó þau væru bú- in að venja sig á að aka. Það átti svo sem vel við nú orðið því kjóll- inn hennar Maju var orðinn slit- inn og ljótur, og jakkinn hans Pjtet- urs var gatslitinn , og beltið var orð- ið grátt og spennan hafði ekki verið fægð. — Það hafa ef til vill verið slæm kaup, þegar öllu er á botninn hvolft sagði Maja og liorfði á spennuna. -— Ef til vill hafa þau verið það, sagði Pjetur. Nú tek jeg bellið af mjer og nota það ekki framar. Og nú lield jeg að fötin okkar sjeu orð- in fullgóð til þess að vinna i þeim. — Það held jeg lika sagði Maja. Og upp frá þeim degi, tóku þau Pjetur og Maja til að vinna, þau urðu iðjusöm og sparsöm, og að nokkrum árum liðnum höfðu þau sparað svo mikið saman að þau gátu keypt aftur Grána gamla og vagnskríflið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.