Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N — Já, jeg skal gera það, sagði saklaus strákhnokkinn. Hann bar Oli kveðjuna. Hún sló hann utan- undir fyrir bragðið og bannaði honum að fara oftar inn í klausturgarðinn. Þó vildi svo til að hann sá hana einu sinni vera að tala við einn veiðimannanna. Og liann lilýddi auðvitað ekki, því hann gat ekki hfað án Zuanne og sona kertasteyparans. Alla daga, nema á sunnudögum og á hinni miklu hátíð hins heilaga píslarvotts, sem var að vorlagi, var ömurlegt og einmanalegt í hinum stóra sólbjarta garði, í hinum hrör- legu fylgsnum, sem lygtuðu af vaxi, undir geysistórum valhnotutrjánum, sem Anania fanst vera miklu stærri heldur en sjálf Gen- nergentu, og inni í kirkjunni, þar sem mál- verkin og myndastytturnar virtust vera að tapa sjer af hirðuleysinu og gleymskunni, sem þeim var sýnd. Og þó mintist Anania jafnan með sárum söknuði þessa eyðilega staðar, þar sem blómin uxu fram á milli steinanna og hin ryðbrúnu hlöð valhnotu- trjesins fjellu til jarðar eins og vængir dauðra fugla. Zuanne, sem þjáðist af þrá eftir að fá að leika sjer með drengjunum í garðinum og var gramur yfir því að Anania ekki fór með honum, var afbrýðissamur við syni kerta- steyparans og gerði alt sem hann gat til þess að koma i veg fyrir að vinur hans færi til þeirra. — Komdu með mjer á morgun, sagði hann við Anania, á meðan þeir voru að steikja kastaniur á glóðinni, jeg skal sýna þjer stór- an hcp af hjeraungum. Þeir eru gríðar marg- ir skal jeg segja þjer, og þeir eru eins litlir eins og fingur á nianni, og alsnaktir með löng eyru. Þessi líka litlu eyru, bætti hann við með uppgerðar aðdáun. Anania fór með honum til þess að leita hjeraunganna, en fann þá auðvitað ekki. Zuanne sór og sárt við lagði að þeir hefðu verið þar áður, þeir hlytu að hafa flúið. Það væri leiðinlegt að Anania hefði ekki verið með honum daginn áður. — Þú ert altaf að fara til þeirra þarna sagði hann fyrirlitlega. Það er þjer sjálfum að kenna, þú gast komið með mjer i gær. — Hversvegna tókstu þá ekki? — Jeg var auðvitað að bíða eftir þjer, skilurðu það ekki, en nú skulum við sjá hvort við getum ekki fundið krákuhreiðrið. Hjarðsveinninn gerði alt sem hann gat til þess að skemta Anania, en litla manninum fór að verða kalt uppi við fjallsræturnar, því það var farið að snjóa í fjallið og liann labbaði aftur heim. Hann hafði litlar minn- ingar um mcður sina frá þessum tíma, því hann sá hana sjaldan. Hún var altaf úti- við, vann daglaunavinnu í húsunum eða á ökrunum og kom aftur heim á kveldin, rif- in, helblá af kulda og glorhungruð. Langa lengi hafði faðir Anania ekki sjest í Fonni, og þess vegna mundi drengurinn ekki eiríu sinni eftir að hafa nokkurntíma sjeð hann. Eina manneskjan, sem svolítið hugsaði um litla lausaleiksangann var ekkja ræningj- ans. Hún hafði vaggað honum og sungið hann í svefn með undarlegum, angurværum vögguvisum, oft sinnis hafði hún þvegið honum um höfuðið, klippt neglurnar á litlu leiróttu höndunum og fótum hans og snýtt honum duglega. Á hverju kveldi, sagði hún honum um hetjudáð ræningjanna, meðan hún sat við eldinn og spann. Drengirnir hlustuðu hugfangnir , en Oli var ekki eins mikið um sögurnar gefið og þaggaði oft nið- ur í ekkjunni eða stóð upp frá arninum til þess að leggja sig fyrir á hinu vesæla rúm- fleti sínu. Anania svaf til fóta hjá henni. Oft fann hann að móðir lians var sofnuð helköld og reyndi hann þá að verma fæl- ur hennar með litlu lieitu lófunum sinuin. Oft og tiðum heyrði hann hana gráta í næturþögninni, en þorði ekki að spyrja hana um orsökina, til þess bar hann of mikla virð- ing fjTÍr henni, aftur á móti trúði hann Zu- anne fyrir því og fjekk b.ann á þann hátl að vita um ýmislegt, sem hann hafði ekki haft hugboð um áður. — Það skaltu vita, að þú ert lausaleiks- krakki, því pabbi þinn er ekki giftur mömmu þinni. Það eru til margir lausaleikskrakk- ar, sjerðu. — Hvers vegna er hann þá ekki giftur lienni? — Af því að hann á aðra konu, hann gift- ist henni sjálfsagt, bara ef hin deyr. — Og hvenær deyr hin? — Þegar guð vill. Jeg skal segja þjer að pabbi þinn kom hingað oft áður til okkar, jeg þekki hann vel. — Hvernig er hann? spurði Anania og hleypti brúnum með liaturskend gegn þess- um óþekta föður, sem ekki kom einu sinni og heimsótti hann, hann var viss um að móðir hans grjet, af því að hann liafði yf- irgefið hana. — Jú, jeg skal segja þjer, sagði Zuanne, og hugsaði sig um, hann er hár og fallegur og augun hans eru eins og ljósormar. Hann gengur á hermannakápu. — Hvar er liann? — I Nuoro. Nuoro er horg, sem sjest frá Gennargentu. Jeg þekki biskupinn í Nuoro, því hann fermdi mig. — Hefirðu komið til Nuoro? — Já, það hefi jeg, staðhæfði Zuanne lýgi- lega. — Það er ekki satt, þú hefir aldrei komið þangað, jeg man vel að þú hefir aldrei kom- ið þangað. — Jeg kom þar áður en þú fæddist, það skal jeg nú segja þjer. Eftir þessa samræðu fór Anania fúslega með Zuanne, jafnvel þó kalt væri. Hann vildi altaf fá að lieyra eitthvað um föður sinn, um Nuoro, og um veginn, sem ætti að fara eftir til þess að komast þangað. Og svo að segja á hverri nóttu dreymdi hann um þennan veg og sá borg með mörgum kirkjum og stórum húsum og umhverfis hana risu fjöll, sem voru ennþá hærri en Gennergentu. Kvöld nokkurt í lok nóvembermánaðar, þegar OIi kom heim frá þakkarhátíðinni í Núoro, lenti lienni í orðakasti við ekkjuna, hún var áður tekin upp á því að stæla við alla, sem hún mætti og berja drengina. Anania heyrði að hún grjet alla nóttina, og þó hún hefði flengt hann daginn áður kendi hann þó innilega í brjóst um hana. Hann langaði til að segja við hana „Gráttu ekki mamma mín góða, Zuanne segir, að ef hann væri í minum sporum myndi hann fara til Nuoro þegar lian væri orðinn stór, leita pabba uppi og neyða hann til að koma til okkar, en jeg vil fara strax, lofaðu mjer það mamma mín,,, Hann þorði þó ekki að æ'mta nje skræmta. Það var ennþá nótt. Oli reis á fætur, gekk niður i eldhúsið, kom inn aftur, fór aftur niður og kom inn með dálitinn pinkil. — Ristu upp sagði hún við drenginn. Hún hjálpaði honum að klæða sig, hengdi mjóa festi um háls honum og vab festur við hana svolítill grænn sitkipoki, sem var saumaður vel sáman. — Hvað er í honum? spurði drengurinn og þuklaði á pokanum. — Verndargripur, sem færir þjer liam- ingju, gamall munkur, sem jeg liitti í ferð- inni gaf mjer hann. Þú skalt altaf hafa þenna litla poka á beru brjóstinu, tíndu honum nú ekki. — Hvernig leit gamli munkurinn út? spurði Anania hugsi. Hafði hann langt skegg? Og staf. . . . — Já, langt skegg og staf.... —- Var það hann? — Hvaða hann? — Herra Jesús Kristur. . . . — Ef til vill hefir J)að verið hann, svar- aði Oli. Já lofaðu mjér því nú að tapa lion- um aldrei. Viltu sverja það? — Jeg sver það við samvisku mína, svar- aði Anania liátíðlega. Er keðjan sterk? — Hún er sterk. Oli greip pinkilinn, tók í hendi drengsins, og leiddi hann fram fyrir húsið. Þar gaf hún honum kaffi í könnu og hrauðbita. Síðan hengdi hún svarta rifna ullarþríhyrnu um herðarnar á honum og dró hann út með sjer. Það var að byrja að daga. Kuldinn var napur. Dalúrinn lá fullur af þoku. Þokan huldi hina liáu fjallaveggi, að- eins einstöku háir fjallstindar stóðu upp úr henni eins og silfurgljáandi hvít ský, og Monte Spada kom ýmist fram úr þokunni eða huldist aftur eins og geysimikið bronse líkneski í hinar mjúku þokuslæður. Anania og móðir hans gengu eftir þorpinu auðu og mannlausu, og hjeldu síðan niður eftir hinum gráa og breiða þjóðvegi, sem var þakinn krapa og lá svo langt sem augað eygði niður liallann. Anania heyrði hjartað berjast i brjósti sjer. Þessi grái, stóri vegur, sem lá upp að ystu húsunum í Fonni, spón- þök húsanna litu út eins og stórir svartir fjaðralausir vængir, þessi vegur , sem lá lengra og lengra niður á við niður i koldimt hyldýpi fullt af þoku, það var vegurinn til Nuoro. Móðir og sonur hjeldu rösklega áfram, oft varð drengurinn að hlaupa, en hann þreytt- ist ekki. Hann var vanur að ganga, og því lengra sem þau kornu því liðugri, ljettari á sjer og heitari fanst lionum hann vera, hon- um fanst hann vera eins og fuglinn fljúg- andi. Margsinnis spurði hann: — Hvert eigum við að fara, mamma mín? — Við förum að tína kastaníur, sagði hún einu sinni og í annað skifti sagði hún: Nið- ur á sljettuna, þú færð nú að sjá til. Anania gekk og hljóp, hnaut og valt uW koll; og þess á milli þuklaði hann um litla pokann á brjóstinu. Þokunni var að ljetta, efst uppi sá í blágráan himininn, umkringd- an Iöngum, hvítum rákum, fjöllin sáust ó- Ijóst á bak við þokuna. Gulleitum sólargeisla tókst loksins að smeigja sjer gegn um þok- una og ljómaði á litlu kirkjunni í Gonare, sem lá á brúninni á pyramidalöguðu fjalli»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.