Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 3
F A L K T N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsljómr: *ilh. Finsen og Skúli Skúlason. rr(*mkvœimlasl/.: Svavar lljallested. D Aðalskrifstofa: “ankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. *Jpin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. pskriftarverð er kr. 1.70 ú mánuði: kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Rankastræti 3. Skraðdaraþankar. Það er sagt um stórbokkafengna ónglinga að þeir eigi eftir að hlaupa af sjer liornin. Og með því eiga menn að þeir eigi eftir að lítillækka Slgi verða hógværari, stiltari og sann- Sjarnari í allri breytni sinni. Því ó- revndri æsku verður gjarnan á, að Sera kröfur, sem eklfi eru í samræmi við reynsluna, heimta meira en unt er að fullnægja, tala digurbarkalegar ei1 unt er að framkvæma. Svo kemur reynslan og ungmennið Vex og sannfærist um, að takmörkin 1 heiminum eru miklu þrengri en ^skuhugsjónin markaði þau. Með reynslunni rekast menn á fjölda af torfaerum, sem þeir sumpart ekki höfðu hugmynd um að væri til og surnpart hjeldu að ekki væri alvar- iegri en svo, að hægt væri að stikla yfir þær. Og þeir sannfærást um, a® ráðlegra er að krækja fyrir keld- hna en að ganga beint i hana og sitja fastur. Sumum er svo varið, að undir eins og þeir reka sig á fyrstu torfær- nna leggja þeir árar i bát og sitja Par sem þeir eru komnir. Þeim finst Pöð litillækkun á sjálfum sjer að ‘nra að reyna nýjar leiðir til þess ?ð komast áfram, úr því að sú leið- *n sem þeir höfðu ætlað sjer, var öfær. Hinir, sem hógværari eru, harma það að vísu að þeim hafi skjátlast og að þeir verði að semja nS'ja áætlun og leita að nýjúm leið- n^n. En þeir gera það samt: þeir j.eita að nýrri leið. Sumir finna hana jljótt, aðrir leita lengur og sumir Ieita alla sina æfi án þess að kom- a?t nokkurnlíma þangað sem þeir höfðu ætlað sjer i æsku, meðan hug- nrinn var þrunginn af glæsilegum aformum og vissi ekki hvað erfið- teikar eða vonbrigði voru. Það er ekki nema gott að vera stórhuga. Sá sem aldrei setur sjer hatt markmið kemst aldrei langt og Verður aldrei nema miðlungsmaður. jafnframt því að setja markið nátt verða menn að temja sjer ann- a°: að kunna að taka vonbrigðún- v111 rjettilega. Að gefast aldrei upp pldur vera þrautseigur. Þvi það er ,*?t, að sjaldan fellur trje við fyrsta n°gg og sá, sem gengur frá trjenu tandandi, eftir fyrsta höggið, hefir j r:vgt ónýtt erfiði, sem ekki var onum til gagns nema hann hag- ^’.tti sjer reynsluna af því i næsta skifti, h-nginn skyldi lasta eldmóð æsk- hhar. En allir ættu að muna að lifið ef fult af vonbrigðum, og að sá ,lI}n sigrar. sem kann að taka von- þriSðunum. Gert er ráð fyrir að útvarpsstöð ríkisins á Vatnsenda geti tekið til starfa i næsta mánuði ef óvæntar tafir koma ekki fyrir. Þegar bygging stöðvarinnar var ráðin í fyrra höfðu menn vönir um að hún mundi verða svo langt kom- in í vor sem leið að hægt yrði að útvarpa ræðum og söng af Alinþgis- hátíðinni. En byggingu stöðvarinnar seinkaði mjög vegna sjerstaklega ó- hagstæðrar veðráttu i vetur. Útvarpsstjórinn hefir fyrir nokkru sent íslenskum blöðum til birtingar ýmsar upplýsingar sem væntanleg- um útvarpsnotendum mega að haldi koma. Vegna þess að grein þessi er svo löng að „Fálkinn" getur ekki birt hana í einu lagi skal skýrt frá aðalefni hennar i þessari grein og síð- ari greinum um útvarpið. Mun„Fálk- inn“ gera sjer far um að birta sem oftast greinar um útvarpið til skýr- ingar þeim sem það nota. Það er Marconifjelagið enska, sem selt hefir stöðinni öll áhöld og alt til stöðvarinnar nema loftnetsstang- irnar miklu sem sjást á myndinni, sem hjer fylgir. Hefir Telefunken fjelagið þýska selt þær og sett þær upp. Eru þær 150 metra háar. En umbúnaði og vjelum stöðv- arinar sjálfrar er ekki unt að lýsa i stuttri grein, enda eru vjelarnar svo margbrotnar að erfitt er að lýsa þeim svo að almenningi komi að haldi. Menn skyldu ætla, að þeir sem eiga að miðla útvarpinu söng, ræðum, frjettum og öðru útvarpsefni yrðu að fara inn á Vatnsenda til þess. Svo er þó eigi. Útvarpssalurinn verður i Reykjavík, á 4. hæð Landsímahúss- ins, sem nú er verið að byggja við Austurvöll og þar verða einnig skrif- stofur útvarpsins. En húsnæði þetta verður ekki fullgert fyr en næsta ár og verður þvi útvarpið að komast af með ófullkomnara húsnæði þang- að til og gæti svo farið að þetta gfieti valdið örðugleikuin, þvi fullkominn frágangur á útvarpssalnum er nauð- synlegt skilyrði fyrir góðum árangri. Frá útvarpssalnum berst hljóðið eftir 9V4 km. löngum jarðstreng inn að stöðinni á Vatnsenda, og að þess- ari æð útvarpsins liggja einnig æð- ar frá ýmsum þeim stöðum, sem út- varpað verður frá, svo sem kirkjun- um og samkomuhúsunum. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að komast sönnu næst um live sterk viðtæki menn þurfi að hafa á þess- um eða hinum stað á landinu. Sýnir uppdrátturinn níu mismunandi belti, einslconar stiginun fyrir langdrægi stöðvarinnar og sjest á þeim að landslag á nokkurn þátt i því hve vel öldurnar berast. Fer hjer á eftir sá kaflinn úr grein útvarpsstjóra sem skýrir frá hve stórt viðtæki menn þurfi að hafa á hverjum stað til jjess að hafa full not af stöðifiöi. WESTINGHOUSE LJÓSASTÖÐIN I—V. belti: í þessum beltum öll- um er unt að heyra til stöðvarinnar með svonefndum kristaltækjum. Þau kosta frá 10—20 kr. Eigi verður þá notað gjallarhorn (hátalari) heldur heyrnartæki, sem kosta frá 8—15 lcr. eftir gæðum. Rafmagn þarf ekkert við þessi tæki. í I. belti dugar innanhús- loftnet, en því hærri útiloftnet sem fjær dregur stöðinni. Margir byrja með slíkum tækjum, en verða brátt leiðir á þeim og fá sjer tæki með gjallarhorni . Efni í loftnetin kosta frá 8—10 kr. eftir aðstöðu. Inniloft- net kosta sáralítið. I—VII. belti. í þessum beltum öll- um duga 2—3 lampa tæki og verður þá notað gjallarhorn. í Reykjavik og nágrenni stöðvarinnar dugar inniloft- net, sem eins og áður er sagt kost- ar mjög lítið, 2—4 kr. Þegar fjær dregur þarf útiloftnet til þess að ná besta árangri. Verð sjálfra tækj- anna er um 60—105 kr., gjallarhorn frá 25—100 kr. og þaðan af meira efir gæðum, þar sem ekki er notandi rafveita, þarf rafhlöður (batteries). Eru notuð samtímis lágspennuhlöður og háspennuhlöður, sem kosta til samans 40—80 kr. eftir styrkleik. Há- spennuhlaðan tæmist og verður ekki hlaðin. Lágspennuhlaðan tæmist einn- ig, en verður endurhlaðin með litlum kostnaði, 1—2 kr. Þessar hlöður munu endast 200—400 klst. eftir stærð og gerð. Efni í loftnetin kosta, eins og áður er sagt, 8—20 kr. eftir aðstöðu. VIII—IX. belti. í þessum beltum duga vel 3—4 lampa tæki, sem kosta frá 230 kr.. auk gjallarhorns og raf- hlaða, samkvæmt áðursögðu. Þar sem rafvirkjun er og ljósanet með jafnri spennu, þarf engar raf- hlöður. Tæki, sem verða notuð með slíkum rafstraum kosta um 100 kr. meira i öndverðu. Aftur verður rekst- urskostnaður þeirra sáralitill. Þar sem spenna er hvikul, verður að nota raflilöður, sem verða þá hlaðnar straum úr rafveitunni. I Reykjavík og víðar er hentugur straumur til þessara nota. Eins og áður er sagt, ber að skoða yfirlit þetta eins og bráðabirgðatil- raun, að svara fyrirspurnum manna. En vel er hugsanlegt að reynslan haggi að einliverju leyti þessum nið- urstöðum og þá eigi síður i þá átt að kostnaðarminna reynist en hjer er ráð fyrir gert, að hlusta á Reykja- víkurstöðina. Landstjórnin hefir tekið í sínar hendur einkasölu á öllmn viðtækjum og annast „Viðtækjaverslun rikisins“ hana. Er það heildverslun, sem mun fela ýmsum mönnum og verslunarfje- lögum víðsvegar um land sölu við- tækja til almennings. í Reykjavík ann- ast „Raftækjaverslun íslands" smá- söluverslunina og mun hún jafnframt taka að sjer uppsetning tækjanna og viðgerðir. Tvær tegundir hefir þegar verið ákveðið að hafa á boðstólum hjer, Philips og Telefunken. Framkvæmdastjóri einkasölunnar er Sveinn Ingvarsson cand. jur. En Gunnlaugur Briem verkfræðingur er ráðunautur útvarpsins og eftirlits- maður stjórnarinnar með byggingu stöðvarinnar. Fullkomin raf- magnsstöð með stórum rafgeymum.til- búin að setjast upp með litl- um fyrirvara. Nægir í 3—10 samliggjandi hús. Simið, skrifið. Svar um hæl. Sími 1690. EIRÍKUR HJARTARSON Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.