Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Tálvonir. Kvikmyndasjónleikur i tiu þátt- um eftir hinni víðlesnu skáldsögu Michaels Arlen ,Den grönne Hat‘. Aðalhlutverk leika: Greta Garbo og John Gilbert. Efnisrík og spennandi mynd, sem allir ættu að sjá. Myndin verður sýnd bráðlega. Fálkinn er viðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Protos Bónvjel Endurbætt. Áður góð. Nú betri. Gólfin verða spegil- gljáandi — tyrirhafnarlítið. Fæst hjá raftækja- sölum. w Snjóhlífar og skóhlífar eru nauðsynlegar í rigningu og snjó. Fjölbrcyttast úrval hjá okkur. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. Talmyndir. onir TÁLVONIR. heitir þögul mynd, sem Gamla Bíó sýnir ó næstunni og er hún tekin af Metro-Goldwyn-Mayer en aðaihlut- verkin ieika mestueftirlætisgoð flestra kvikmýndavina Greta Garbo og John Gilbert. Efni myndarinnar er skáld- sagan „Græni hatturinn" eftir Micha- ei Arlen, og er sú saga víðfræg. Það er ástarsaga, sem lýsir æfi ungrar stúlku, sem misskilin er af limhverfi sínu og reynir að svæfa ógæfusama ást sína i solli lífsins. Faðir hennar og bróðir hafa verið drykkjumenn og því stemmir faðir mannsins sem stúlkan elskar stigu fyrir því, að þau fái að eigast og kemur syni sin- um til Egýptalands. En stúlkan fer til París og lifir þar i sollinum, eink- um eftir að bróðir hennar, scm hún unni mjög, hefir svift sig lifi. En hún er ófarsæi og getur ekki gle.vmt elskhuga sinum, Neville Holderness (John Gilbert). Fundum þeirra ber saman aftur, er hann kemur aftur frá Egypta- landi. En þá er orðrómurinn sem af henni fer, orðinn svo slæmur, að Neville verður afhuga henni og gift- ist annari stúlku. Seinna kemur það á daginn að söguhetjan, Diana Mer- rick, sem Greta Garbo leikur er sak- lausari en menn hugsuðu og snýst þá Neville Ilolderness hugur. En þá er það orðið of seint. Auk þeirra tveggja, sem nefnd hafa verið, Jeika þarna Hobert Bosworth, Douglas Fairbanks yngri og John Mack' Brbwn. Leikstjóri er Clarence Brown og er verk hans prýðilega af hendi leyst. Erlendis hefir mynd þessari verið veitt feikna mikil at- hygli, fyrst og fremst fyrir hinn á- gæta leik Gretu Garbo. ----x---- „ÞÚ ERT MJER KÆR — Efni myndar með þessu nafni, sem Nýja Bíó sýnir bráðlega er i stuttu máli þetta: Söngkonan Inge Lund er að syngja í fyrsta sinn aðalhlutverkið i söng- leik og hefir búist við unnusta sín- um í leikhúsið. En hann forfallast, sendir henni blóm og segist ekki geta komið, vegna þess að hann á að vera á áríðandi fundi þá um kvöldið. En fjarvera hans verður til jæss, að söngvarinn sem syngur aðaihlut- verkið nær valdi á henni sama kvöld. Daginn eftir kemur unnusti henn- ar til hennar og skýrir liennj frá, að sjer hafi boðist ágæt staða. Þau gifta sig og lifa í hamingjusömu hjónabandi i fimm ár. En söngvarinn hefir ekki gleymt henni. Hann kemur einn dag með leikflokki sínum i bæinn sem þau búa í; fundum þeirra ber saman á næturgildaskála og hann fær hana til að hitta sig undlr fjögur augu j)á um nóttina. Maður hcnnar kemst að þessum leynifundi og heldur að hún sje sjer ótrú. Og rekur hana frá sjer. Ilún tekur upp sína fyrri alvinnu en fær fljótt að finna að henni er er horfin lýðhyllin. Hún saknar manns sins og j>ráir að mega sjá vandlátra húsmæðra um all- an heim viðurkenna !7’ r/rV DeJong suðusúkkulaðið sem það besta. Reynið DE JONG í dag og varist eftirlílcingar. Einkaumboð: Ól. R. Björnsson Sími 1802. Reýkjavík. aftur barn sitt. Og lægar hún kem- ur i bæinn, þar sem maðurinn á heima, ber fundum jjejrra saman og l>au sættast fullum sáttuin. — Myndin er þýsk og aðalhlutverkin leika Mady Christians og Walter Jankun, sem bæði hafa ágæta söng- rödd. Er söngurinn tekinn með hin- um svonefnda „Klangfilm“-útbúnaði þýska, sem mikið orð fer af. Á undan myndinni er leikinn for- leikurinn úr „Egmont“ eftir Beetho- ven, af ágætri þýskri hljómsveit. En i sjálfri myndinni gengur lag eftir ------ NÝJA BÍO ------------- >M ert mjer kær* Þýsk söng-mynd, tekin undir stjórn Rudolf Walter-Fein. Hljómleikastjóri: Rudolf Schwarzkopf. Aðalhlutverk leika hinir ágætu söngvarar: Mady Christians og Walter Jankuhnen, Egmont-Ouverture Beethovens er leikin af ágætri hljómsveit áð- ur en myndin byrjar. Samkvæmis kjólaefni: Crepe Satin. Georgette. Crepe de Chine. Chiffon. Radium Flouncing. Belachine Fabric. Luminous Satin. Brocade. Blúnduefni. Fjölbreyttast úrvalið i Soffíubúð S. Jóhannesdóttir. Austurstræti 14. Reykjavik. >0ðinn* er besti teikniblýanturinn Útvarpskensla. Bækur l)ær, sem Miss Mathie- sen M. A. ætlar að nota við út- varpskenslu í vetur: Próf. S. Potter 1. Everyday English (kr. 4,20). 2. English Verse, (kr. 3,00). 3. English Vocabulary (kr.6,00). Bækurnar scndar gegn eftir- kröfu um land alt, burðargjalds- frítt ef greiðsla fylgir pöntun. Best að panta bækurnar nú áður en kenslan hefst. Ath. Ef pantað er i simskeyti, þá nefnið: Radiobækur og núm- erið, scm j)jer viljið fá, 1, 2 eða 3. Hljóðfærahns Reykjavikur Austurstræti 1. Símnefni: Hijóðfærahús. Ed. May eins og rauður j)ráður: vals með viðkvæðinu: „Þú ert mjer kær

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.