Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 Það ber sjaldan við að myndir sjáist af konungshjónunum í Jugoslaviu því þau berast lítið á. Myndin hjer að ofan er tek- in af þeim er þau voru að horfa á sögulegar sýningar er ný- lega voru haldnar í Belgrad. Hjer sjást nokkrir af helstu stjórnmálamönnum Austurríkis. Við útvarpstólið stendur Vagoin formaður kristilega flokksins, að lialda ræðu á þjóðhátíð. Til vinstri við hann Miklas forseti og bak við lmnn Scober fyrv. kanslari, sem er mjög vel látinn af sínum flokki, og menn vilja gera að lögreglustjóra í Wien. Á Havaj er mikið gert að allskonar íþróttum í vatni, einkum þó sundleikjum. íþrótt er þar mikið iðkuð, sem heitir „öldureið“ og sjest hjer mynd af hvernig hún fer fram. Rugby-knattspyrna er íþrótt, sem ekki er heiglum hent, því þar má nota bæði hendur og fætur. Hún hefir breiðst mjög út í Ameríku og enda í Englandi líka, en þar er hún uppsprottin. Myndin sýnir viðureign í Rugby-leik. 1 Ílalíu eru fascislaskólar, sem eingöngu eru ætlaðir kvenfólki. Myndin er af einum slílcum skóla og er tekin þegar Turati, hægri hönd Mussolini er þar staddur til að líta eftir kenslunni. Kaupbann það, sem Indverjar hafa lagt við enskum vörum virð- ist vera í fullu gildi og jafnvel að verða áhrifameira en áður. Hjer á myndinni sjest maður, sem lagst liefir flatur fyrir fram- an vagn með enskum vörum, svo að hann komist elcki áfram. Nú hefir McDonald efnt til Indlandsráðstefnu til þess að reyna að ná sáttum við hið mikla ríki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.