Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 ■|lllllllllllllll■llllllllllllllll■llll■■■lllllllllllllllllllllllllllllllllll■ era wm Útvegsbanki (slands h.f. Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbók 4'/2% p. a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. VICTORIA SAUMAVJELAR stígnar og handsnúnar, nýkomnar. Viðurkendar lijer á landi og erlendis fjTÍr gæði. Sendar um alt land gegn póstkröfu. Fimm ára ábyrgð. Verksmiðjan Fálkinn, Laugav. 24 ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiS |8><38$><§» Best að auglýsa i Fálkanum ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. nótt, svefnleysi og þungar hugsanir sóttu að honum. Möguleikinn fyrir því að önnur konan i ljósrauða húsinu gæti verið móðir lians var úti lokaður eftir þær upplýsingar, sem liús- móðir hans gaf honum um þær yfir borð- um. En livað hafði það að segja? Ef hún ekki var hjer, þá var liún á einhverjum öðr- um stað, sem hann vissi ekki um, annað- hvort hjer í Cagliari, Róm eða einhversstað- ar, það var liann viss um, og lifði svipuðu lifi og konur þessar, sem íbúarnir við Via San Lucifero ætluðu að reka burtu úr borg- arlilutanum. „Hversvegna hefir Margherita skrifað mjer?“ hugsaði hann. „Og hversvegna liefi jeg svarað? Þessi kona mun altaf skilja okk- ur; á morgun skrifa jeg Margheritu og segi henni alt. En hvað á jeg að segja? Og ef þessi kona væri nú dauð? Hversvegna á jcg að reka frá mjer liamingjuna? Og hver veit nema Margherita viti að jeg sje sonur ber- syndugrar konu. Ef hún skammaðist sín fyr- ir mig myndi hún ekki hafa skrifað. Jú, en lmn lieldur náttúrlega, að móðir mín sje dáin eða að minsta kosti dauð fyrir mjer; jeg finn það alveg á mjer að hún lifir, og jeg svíkst ekki undan þeirri skyldu minni að liafa upp á henni og leiða hana frá braut lastanna .... Og ef hún skildi nú liafa tekið bót og hetrun? Nei, það hefir hún ekki. 0, það er hryllilegt, jeg liata hana, jeg fyrirlít hana!“ Andstyggilegar sýnir komu fram i huga lians; hann sá móður sína í handalögmáli við aðrar konur, konur með ógeðsleg, dýrs- leg andlit, lieyrði trylhngsleg öskur og skalf af viðbjóði. Um miðnætti fjekk hann grátkast. Hann kæfði grátinn með því að bíta sig í varirnar, hann bylti sjer til og greip höndunum um brjóst sjer, hann sleit af sjer verndargrip- inn, sem Oli hafði gefið honum daginn, sem þau struku frá Fonni og kastaði honum í vegginn, á sama hátt hefði liann viljað fleigja frá sjer öllum minningunum um móður sína! Skyndilega varð liann hissa yfir því að hann skyldi liafa grátið. Hann steig á fætur og tók upp verndargripinn, en hengdi hann þó ekki aftur um liáls sjer. Svo spurði hann sjálfann sig hvort hann myndi hafa þjáðst eins við þugsunina um móður sina ef hann ekki hefði elskað Margheritu og átt ástir hennar og hann svaraði því játandi. Smátt og smátt færðist einhver tómleiki yfir hann. Hann var orðinn þreytur á að pína sjálfan sig og livarf frá þvi að hugsa um þessi erfiðu viðfangsefni, hugur hans beind- ist að hinu ytra umhverfi. Drunur liafsins fundust honum einna líkastar öskrinu í þús- undum nauta, sem árangurslaust stönguðu skerin. Og honum komu í hug skógarnir á Orthobene og hann mintist þess að honum liefði fundist hvinur steineikanna einna lik- astur liafsogum. En skyndilega skaut spurningunni aftur upp í huga lians: „Ef hún nú bætir ráð sitt?“ Það er alveg sama. Jeg verð að leita hennar og lijálpa henni. Hún yfirgaf mig af því það var best fyrir mig, annars hefði jeg ekki átt nokkurt nafn eða stað í þjóðfjelaginu. Ef jeg liefði verið hjá henni hefði jeg orðið að fara og heiðast ölmusu; jeg hefði ef til vill lifað við skömm, orðið þjófur, afbrotamaður .... Já . . og er það ekki sama nú? Er ekki líka úti um mig? Nei, nei, það er það elcki. Það er komið undir þvi hvernig jeg sjálfur breyti. En Margherita vill ekki verða mín, af því að .... já hversvegna, hversvegna? Á livaða hátt er jeg brotlegur eða óvirtur orðinn? Henni þykir vænt um mig, vegna minna eigin verka. Hver veit svo sem lieldur nema þessi kona sje dáin? — Æ, hversvegna er jeg að reyna að blekkja mig? Jeg finn á mjer að hún er það ekki, liún lifir, hún er ennþá ung . . í hlóma lífs síns þrjátíu og þriggja ára . . ó hún er ung ennþá! Hún er skuggi lífs míns. Jeg verð að leita hennar og fá hana til að vera kyrra hjá mjer, en lirein koma vill aldrei vera hjá oklcur; jeg og liún erum eitt! Á morgun verð jeg að skrifa Marglieritu, Hugsa sjer ef hún enn þá vill mig. Tilhugsun þessi gerði liann rólegri, en brátt fanst honum hún ólikleg og fyltist aftur ör- væntingu. Daginn eftir gat hann þó ekki fengið af sjer að nefna hina leynilegu áætlun sína við Marglieritu, þó það altaf væri i huga hans og eggjaði liann og píndi liann. „Jeg ætla að tala munnlega um það“, hugs- aði hann, en fann úm leið á sjer, að hann mundi þaðan af siður hafa kjark til að skýra alt fyrir henni þegar hann stæði augliti til auglitis við hana; hann álasaði sjálfum sjer fyrir þetta kjarkleysi silt og liuggaði sig að sumu leyti með að þetta kjarklcysi myndi verða til þess að hann ekki gæti fullkomnað hið svokallaða hlutverk sitt. Aftur fanst hon- um stundum að þetta hlutverk sitt væri svo háleitt, að liugsunin um að hætta við það gerði hann graman í skapi. Eftir þetta kveld, þegar hann hafðí horft á gauraganginn fyrir framan gluggann siun, horfði hann aldrei út um gluggann niður á götuna. En þegar hann var að fara að heim- an eða á leiðinni heim til sín sá hann kon- ur þessar oft, önnur þeirra sat á svölunum innan um þvottinn og nellikurnar og liin sat á þrepskildinum. Einkum önnur þeirra — sú þeirra, sem var frá Capri di Sopra — dró að sjer at- ygli hans. Hún var há og fallega vaxin með kolsvart hár og skær, blá augu. Hún lijet Marta Rosa, var svo að segja altaf drukkin og oft illa til fara, reikaði um göturnar ó- greidd, berfætt eða á löppuðum, rauðum skóm. Stundum kom hún út skrautlega klædd, með hatt og í fjólubláum flauelsmöttli með hvítan fjaðrabúa. Stöku sinnum skelti hún sjer niður á svalirnar og ljest vera að sauma og söng með slcerandi röddu fallegar vísur frá átthögum sínum. Oft hætti hún þá í miðju kafi til þess að lirópa skammaryrði til þeirra, sem fram hjá gengu, ef þeir gerðu gis að henni eða hún helti úr sjer skömm- unum yfir grannkonurnar, sem hún altaf átti i haráttu við, af því að hún leiddi eig- inmenn þeirra og syni á glapstigu. FúkjTði hennar heyrðust alla leið upp í herbergi Anania, og hann lilýddi á þau með sársauka. Marta Rosa vakti sorg hans og með- aumkvun, og jafnvei þó að hann vissi úr livaða liverfi og af hvaða fólki hún var, fjekk hann stundum alt í einu þá hugmynd, að það lilyti að vera móðir hans. Já, þær voru að minsta kosti liver annari lilcar! Hræðilegt! Iíveld nokkurt kallaði Marta Rosa og fje- lagi hennar í hann á götunni; liann tók til fótanna, skjálfandi af ógeði og örvinglun. Guð, ó, Guð. Honum fanst eins og hún hefði verið með....... Hann var iðinn að lesa og skrifaði Marg- heritu löng brjef. Ást þeirra var nákvæmlega- hin sama og hundruð þúsunda annara fátækra stúdenta og ríkra stúlkna, en Anania hjelt að engir í heiminum gætu elskast á sama liátt og þau og að minsta kosti enginn gæti elskað eins og hann. Ást hans gerði hann liamingjusam- an, aðeins einstöku sinnum greip hann ótt- inn við að Margherita kynni að yfirgefa hann, ef liann fyndi aftur móður sína. Hugs-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.