Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 /P Yngstu lesendurnir. A k v ö I d i n. Drifhjólið, grindin og hringekjan. Nú er dagurinn orðinn stuttur og kvöldin löng, og þá er gaman að hafa eitlhvað að leika sjer viS áður en maður fer að hátta. Og nú er svo kalt á kvöldin, að oftast nær verð- ur að leggja í ofninn. Nú ætla jeg að kenna ykkur aS búa til skemtilegt leikfang, nefnilega hringekju, sem snýst áfram sjálfkrafa þegar hún stendúr á ofninum, ]mS er að segja þegar lagt er í hann.. Þú klippir kringlótta skífu úr þykkum pappa, á stærð viS venju- legan matardisk. Með reglustiku og blýant skiftir þú skífunni, fyrst í tvo helminga og síðan í fjóra fjórðu- parta, siðan fjórðupörtunum í átt- unga og áttungunum í sextán parta, síðan skiftir þú einu sinni enn, svo að skífunni er skift í 32 jafn stóra parta. Svo ldippir þú eftir strikun- um þangað til 3—4 centimetrar eru eflir að miðdepli skífunnar svo að miðjan, á stærð við op á vatnsglasi, verði heil. Utasti hálfur centimeterinn af hverjum væng er brotinn upp í rjett horn. Þessar beygjur eru svo saum- aðar á papparæmu, sem gengur kringum alt hjólið, en festar þannig, að allir vængirnir snúist litið eitt á ská, eins og þú sjerð af myndinni. Svo verður þú að kaupa þjer myndapappa, sem fæst í bókaversl- unum og leikfangahúðum og nota það fyrir þak á hringekjuna. Þak- ið er búið til úr stóru pappa-kram- arhúsi, en þó verður að nota þynnri pappa í það en í sjálfa plötuna. Til þess að styrkja hringekjuna verður þú að húa til grind í hana úr þykk- um papparæmum eða spítum, eins og sýnt er á neðri myndinni til vinstri. Á toppinn setur þú svo fing- urhjörg, svo að ásinn i miðjunni hafi sem minsta núningsmótstööu er hann snýst. Hann er látinn ganga upp i fingurbjörgina. Þegar þú ert búinn að sníða alt til kemúr að vandasamasta verkinu: að festa alla hlutana saman, með lími og nál og enda. Þú festir stór- an títuprjón i sívala spítu og gegnum miðjuna á drifhjólinu, sem áður var lýst og þaðan upp í fingurbjörgina og þá er undraverkið búið. Á drifhjólið festir þú svo glans- myndir af ríðandi strákum og stelp- um og setur svo hringekjuna upp á ofninn. Heita loftið, sem streymir upp frá ofninum i gegnum hjólið, snýr því svo hart, að krakkarnir á hestunum eiga fult í fangi með að sitja. Nú fer að liða að jólunum og þá manstu eftir, að gotl er að eiga aura, til þess að lcaupa fyrir jólagjafirnar handa öllum þeim, sem þú vilt gleðja. Það er ekki of snemt að fara að spara núna og þessvegna skaltu búa þjer til sparibyssu undir eins og liælta alveg að kaupa þjer sælgæti fyrir aurana þína. Þú getur altaf eignast gamlan vindlakassa, sem þú lokar með því, einfalda móti að líma sterkan papp- ír utan um hann. Á lokið teiknar þú svo mannsandlit og þar sem munnurinn er á andlitinu gerir þú Hin dásamlega TATOL-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan ogbjartan litarliátt. Einkasalar I.Brynjólfsson& Kvaran rifu til þess að stinga niður aurun- um. Og ef þú vilt vera viss um að freistast ekki til að hrista peninga úr byssunni, þá skaltu taka leður- pjötlu og líma i aonan endann inn- an á lokið, svo að lausi endinn liggi undir rifunni. SKRÍTIN ENDURMINNING f Los Angelos í Kaliförníu á mað- ur heima, sem fyrir mörgum árum hafði þá atvinnu að fara um borgar- strætin með vagn með steiktum kartöflum og selja almenníngi. Hann græddi peninga á þessu. Nú á hann fallegasta veitingahúsið í borginni, en hann hefir ekki gleymt fortið sinni fyrir það og skammast sín eklcert fyrir sina fyrri atvinnu. Á þakinu á veitingahúsi sinu hefir hann bygt hvelfingu úr gleri og þar stendur gamli vagninn hans svo á- berandi, að allir geta sjeð hann neðan af götunni. Svo vænt þykir honum um gamla vagninn sinn, að fyrir okkrum árum þegar eldur kom upp í byggingunni bað hann bruna- liðsmennina um að bjarga vagninum fyrst, áður en þeir færu að bjarga silfurmunum og öðru þesskonar. „FLÓAGILDRAN“ Þetta er flóagildra, sem notuð er í Ivína. Spítan í miðjunni er smurð með límkendu efni, og svo lætur maður gildruna i rúmið sitt. Litla búrið kringum miðspituna er gerl úr þunnum spanskreirstógum og fyrirbyggir að límið fari í rúmföt- in. En flærnar fara inn í búrið og sitja fastar á spítunni. Versl. Goðafoss Laugav. 5. Sími 436. Elsta verslun í borginni í hreinlætisvörum. Hefir ávalt fyrirliggjandi: ILMVÖTN Houbigant | Crem Mouson og Coty j Púður Burstasett Naglaáhöld Ilmsprautur Hálsfestar Eyrnarhringi og allskonar hreinlætisvörur. M á I n i n g a - vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. ••MÁLARINN« Reykjavík. GrammófóD' fjaðrir. Höfum nú grammófónfjaSrir af öllum stærðum fyrirliggj- andi. — Viðgerðir livergi eins fljótt og vel af liendi leystar. 0RIUNN, Laugaveo. k zz ILKA. KAKSAPA 1 m m | 1 Krona .1 Fu2lr?œcfÍT' i ströngustn /?ró/u777. nf I. Brynjólfsson & Kvaran.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.