Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 14
P A L K I N N 14 „j?a5 er gaman að líta á þvottana Jeg Þvæ skemdalaust og á helmingi styttri tíma með RINSO segir luismóðirir. „Lökin og koddaverin eru hvít eim og mjöll, hvergi stoppa'S e'ða bætt. ÞaÖ er Rinso að pakka! Rinso heldur pvottunum hvítum, enginn haröur núningur, engin bleikja, ek- kert sem slítijr göt a pvottana, bara gott, fireint sápusudd, sem naer út öilum óhreinindum. Jeg gæti ekki hugsa'ö mér aö vera án Rinso.“ Er aöeins selt i pökkum — aldrei umbúöalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki — 55 aura LCVER RROTHER8 LIMITtD POKT SUNLIO' T. ENOLAND unin um að fá aftur að sjá stúlkuna gerði hann frá sjer numinn af gleði. Hann reiknaði dagana og tímana. Fram- tíðarvonir hans náðu ekki lengra en að vissu marki, að því marki að hitta Margheritu í páskaleyfinu. 1 Cagliari eignaðist hann ekki heldur neina vini fyrsta stúdentsárið, hann kynt- ist svo að segja engum. Þegar liann ekki var að lesa, eða reika um einsamall, settist hann á svalirnar og ljet sig dreyma eins og ung stúlka. Einn dag að kveldi til, gekk hann upp á Monte Urpino hnjúkinn, yfir engi þar sem möndlutrjen stóðu í blóma, þó að það væri miður janúar. Þaðan gekk hann inn í pinju- skóginn. Á mosavaxin einstigin kastaði kveld- sólin gulli sínu, milli rauðra trjástofnanna. til vinstri sáust grænar sljettur, möndlutrje í blóma, runnar, sem roðnuðu í kveldsól- inni, til hægri pinjurunnar og skuggsæl rjóð- ur, vafin sverðliljum. Hann vissi ekki hvar hann ætti að láta staðar nema, alt var svo fagurt og töfrandi, hann tíndi liljuvönd og klifraði að síðustu upp á klettsnös. Þaðan hafði hann útsýn á þrjá vegu, yfir borgina í kveldbjarman- um, yfir blá vötnin og út yfir hafið, sem liktist óendanlega stórum katli með vellandi og sjóðandi gulli í. Ilimininn logaði, jörð- in andaði frá sjer veikum ilm, dimmblá ský- in við gullinn sjóndeildarliringinn liktust \ úlfaldalest og dökkum mannamyndum og mintu á Afriku. Anania var svo hamingjusamur að hann sveiflaði blómvendinum og kallað kveðju- orðum til ósýnlegrar veru. ... anda hafsins, himinsins og draumsins: Margheritu. Frá þessari stundu varð pinjuskógurinn á Monto Urpino draumaland hans. Smám- saman var hann orðinn svo heimavanur þar að honum fanst það móðgandi þegar hann mætti einliverjum á einstigunum. Oft stóð hann við í skóginum þangað til langt fram á kveld, liorfði á sólarlagið, eða sat innan um sverðliljurnar og horfði á tunglið stórt og gult líða yfir barrtrjen. Kveld nokkurt þegar hann sat á grasivöxnum stalli, heyrði hann hringla í bjöllum hjarðanna, sem voru á beit þar í nánd og var gripinn af lieim- þrá. Fyrir framan hann lá stígurinn niður í endaleysuna, rauðleitar pinjurnar báru við hreint himinhvolfið, mosinn líktist flauelsá- breiðu. Venus skein ein og brosandi út við róslitaðan sjóndeildarhringinn, eins og hún liefði komið ein á undan öllum hinum stjörn- unum til þess að fá að njóta fegurðar kvelds- ins. Hvað skildi hin einmana stjarna vera að hugsa? Var það ef til vill einhver langt í burtu, sem hún elskaði? Anania líkti sjer saman við hinn geislandi himinhnött, sem var eins einmana á loftinu eins og hann á jörðinni þarna á milli pinjanna. Ef til vill leit Margherita einmitt á þessari stundu upp til kveldstjörnunnar. Og hvað var zia Tatana að gera? Eldurinn brann á arninum, og liin góða gamla kona matbjó með sinni venju- legu umhyggjusemi og hugsaði um kæra drenginn sinn langt í burtu. Og liann hugs- aði varla nokkurtíma til hennar; hann var óþakklátur dóni, egoisti. En, livernig átti liann að fara að því? Ef það hefði verið önnur kona i staðinn fyrir zia Tatana mundi hugur hans altaf hafa flogið til hennar. I stað þess var þessi kona.... Já, hvar var liún? Hvað var hún að gera á þessu augna- bliki? Leit lmn ef til vill líka upp til kveld- stjörnunnar? Var liún dauð? Lifði hún? Var lmn rík eða bláfátæk? Var liún kann- ske orðin blind? Eða sat hún i fangelsi? Hann var hissa á að hann skildi ekki roðna við þessa tilhugsun. í fyrsta sinn í mörg ár fann hann til dálítillar meðaumkvunar, eins og á meðan liún var lítill drengur og reyndi að verma fætur Oh með htlu lófunum sin- um. Að lokum kom heimfarardagurinn. Hann var svo hamingjusamur þegar hann fór áf stað að honum nærri leið illa. Hann var hræddur um að hann myndi deyja á leið- inni, að liann kæmist aldrei svo langt að hann fengi aftur að sjá kæru fjöllin sín, gömlu velþektu götuna og hinn mjúka sjón- deildarhring eða andlit Margheritu. „En ef eg dæi núna“, liugsaði hann og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.