Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.11.1930, Blaðsíða 6
6 P Á L K I N N Iljer sjesl einn af þeim fáu vcgum í Kurdistan, sem akfærir eru bíl- um. Á miöri myndinni veitingakrá. Kurdar bera altaf hníf viö belti sjer og gleyma elcki aö leggja hann á þegar meö þarf. Hvaö er Kurdinn ef hann hcfir ekki beittan hnif. Blikkdúnkar eru verömætir í Kurdistan. Þeir crn notaöir í eldhúsá- höld og í þök. Á myndinni sjest Kurdi meö gamla bensíndunka. flokkurinn sinn foringja og lifa þeir á ránum, morðum og grip- deildum og þykjast þó vera lieið- arlegir menn. Síðustu árin mæð- ir þessi „atvinna" mest á Tyrkj- um og kenna þeir Persum um og segja, að þetta sjeu ræningja- flokkar, sem þeir beri ábyrgð á og eigi að lialda í skefjum. Kurd- arnir búa i f jallahjeruðum milli tveggja ríkja og teljast til beggja, en láta sig einu gilda um livað húsbændurnir, Mustafa Kemal cða Risa Shab, keisai’i Persa, segja. Þeir fara ránsferðir sínar um sveitirnar um hábjarta daga og er leikur jieirra ófagur. Stjórnir Persa og Tyrkja ógna þeim, en þeir blægja að slíku, því að þeir vita sem er, að hvorugt ríkið á liægt með að sækja með ber eftir þeim upp í fjöllin. En komist tyrkneskur lier í námunda við þá þá bregða þeir sjer inn fyrir landamæri Persíu og á sama hátt skjótast þeir inn í Tyrkland ef að persneskur her ætlar að fara að siða þá. Ef til vill er engri þjóð i lieimi jafn erfitt að stjórna og Kurdum. Þeir meta einskis lög og fyrir- skipanir en gera altaf það sem þeim sýnist, liverri þjóð sem þeir svo eiga að beita að lúta að nafninu til. Svona hefir það geng- ið öldum saman og Kurdar bafa reynst alveg ómóttækilegir fyrir alla menning og samneyti þeirra við sjer ment- aðri þjóðir virðist ekki liafa baft nein álirif á þá. Þeir eru ákaf- ir Múbameðs- trúarmenn, en liafa ýmsar fornar reglur úr gamal- lieiðni í trú sinni og gerir þetta þá ekki betri viður- eignar. Það var af trúar- legum ástæð- um, sem þeim þótti svo sjer- staklega gam- an að brytja Armena niður. Ungir hiröingjar láta taka mynd af sjer -r- og tortryggnir á svipinn. forvitnir í fyrirlestri um sálarrannsóknir, sem haldinn var í Stokkhólmi fyrir skemstu, l.jet fyrirlesarinn fundar- menn heyra grammófónplötur, sem hljó'ðrituð höfðu verið á ýms fyrir- brigði, sem gerst höfðu á tilrauna- fundum, bæði hljóð, söngur og mál. Meðal mannsraddanna þarna voru ýmsir mætir menn, en sá elsti sem hafði látið til sín heyra á grammó- fóninum var kínverski spekingurinn Konfutsíus. -----x---- Anton Heinen, þýskur kapteinn, sem kunnur er fyrir loftskípasmíð- ar sínar, er um þesar mundir stadd- ur í Ameríku að sjá um smíði á loftskipi einu fyrir herinn. Hefir hann stofnað fjelag til þess að smíða lítil loftskip handa einstaklingum og er ráðgert að smíða þrjátíu til reynslu. Loftskip þessi eru aðeins 29 metrar á lengd og 8 metrar í þver- mál og eiga að geta borið átta manns hvert. ----x----- Antonio Lopez heitir maður, sem nýlega dó í Equador 137 ára gainall. Dauðinn bjargaði honum úr slæmri klípu, því að konan hans hafði alveg nýlsga höfðað mál á móti honum fyrir það, að hann vanrækti heimilið og væri henni ótrúr. Sá liefir verið góður fyrir hundrað árum! Woo-woo heitir nýjasti dansinn, sem verið er að reyna að ryðja til rúms í London. Er hann gerður upp úr villimannadansi frá Afríku en ým- islegt dregið frá, svo sem „blóð- orgin“ svokölluðu, sem fylgja honum í átthögum hans. Ekki má spila undir dansi þessum heldur aðeins berja trumbu. ----x---- Á síðasta ári fórust um 31.000 manns af umferðarslysum í Banda- ríkjunum en um ein miljón mciddist. Hefir talan tvöfaldast síðan 1922 þrátt fyrir það, að stýritæki bifreið- anna fullkomnast með ári hverju. Skaði á ökutækjum nam 850 miljón- um dollara í fyrra en ekki nema 350 miljónum árið 1928. Bókin um Andrée kemur út á tíu málum samtimis þann 24. nóvember. Sjer sænski prófessorinn Gunnar Anderson um útgáfuna. Þar kemur í fyrsta skifti fyrir almenningssjónir öll dagbók Andrées (eða það sem læsilegt er af henni) og þar verða itarlegar ritgerðir um fundinn á Hvitey eftir dr. Gunnar Horn og Stubbendorff ritstjóra. Bókin verð- ur 400 blaðsíður. ----x---- Nýi Lord Mayorinn í London, sá sem tók við embætti 9. nóvember heitir William Phene Neal, var áð- ur „sheriff“ í Lundúnum og átti sæti i borgarstjórninni. ----x---- í Ameríku er maður, sem er 300 kg. á þyngd, en ekki er hanntþó bor- inn og barnfædur í landi metanna heldur „importeraður". Hann er í- talskur og heitir Joseph Raggie. Hann þarf mikið að borða. T. d. er hann vanur að borða þegar hann kemur á fætur IV2 kg. af makaroní, 3 kg. af pylsum og drekka átta litra af vatni með. ----x---- Stína Berg, sem kvikmyndagestir kannast við úr sænskum kvikmynd- um, dó í byrjun októbermánaðar. Hún var gamanleikari og varð 61 árs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.