Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1931, Page 9

Fálkinn - 24.01.1931, Page 9
F A L K I N N 9 / byrjun áfriðarins voru ullir dýrgripir Rússakeisara lokaðir niðri í eldtraustum kjöllurum og fluttir úr vetrarhöllinni í Petro- grad. Ráðstjórnin fann ekki suma af þessum fjársjóðum fyr en 1922 og voru ]>á dýrgripirnir fluttir til Moskva og eru þeir geymd- ir þar ásamt ýmsum öðrum gripum, sem teknir hafa verið eign- arnámi af ýmsum höfðingjum landsins. Dýrgripir krúnunnar kosta ógrynni fjár og hefir stjórnin selt mikið af þeim en á þó eftir alla þá dýrmætustu — geymir þá sem einskonar varasjóð. Hjer á myndinni sjást nokkrir af þessum merkilegu gripum, en alls eru þeir um 400. Að ofan til vinstri er koffur drotningarinn- ar, er það alsett safírum og gert um aldamótin 1800. Til hægri er annað liöfuðdjásn, sem víða má sjá á myndum af Elísabetu drotningu, konu Alexanders fyrsta. Að neðan til viristri er enn- isspöng og brjóstnæla úr turkísum og í miðjunni spegilkúla úr gulli, með silfurumgerð og krossi að ofan, sem stendur á stórum safírsteini. Er þessi gripur gerður nálægt 178h á ríkisstjórnar- árum Katrínar miklu. Kórónan til hægri er frá sama tíma, gerð af Posier hirðgullsmið Katrínar. Nú er alstaðar talað um atvinnuleysi, hungur og vandræði, ekki síst í dollaralandinu Bandaríkjunum, þar sem alt hefir verið í lmlda koli síðan hrunið mikla kom fyrir rúmu ári. Miljónir manna ganga atvinnulausar í stórborgunum vestra og margir þeirra hafa ekki þak yfir höfuðið. Myndin hjer að ofari er tekin um borð á skipi á höfninni í New York. Húsnæðislausir menn hafa fengið náttstað á yfirbygðu þilfarinu, því að huergi var skjól að fá í landi. Nýi timinn ryður sjer til rúms í Kína eins og annarsstaðar. Hjer á myndinni má sjá, að kínversku stúlkurnar tolla í tískunni. Á fyrirmyndarbúi einu í Ameriku hefir verið tekin í notkun ný uppfinning, sem gerir kleyft að mjólka 50 kýr samtímis á fáein- um mínútum. Básarnir eru þannig, að þeim má snúa í hring og mjólkin sogast gegnum glerpípur út í aðrar stærri pípur, sem liggja inn í mjólkurbúið. Á Spáni hafa verið sífeldar óeirðir undanfarið og lögreglan hefir nóg að gera. Hjer sjest ríðandi lögregla á stræti í Barcelona.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.