Fálkinn - 24.01.1931, Qupperneq 13
F Á L K I N N
13
Framh. af bls. 7.
stjórarnir fóru að stumra yfir
Carnera, sem lauk upp augúnum
í þessum svifum.
„Drottinn minn“, andvarpaði
Donna Michaela, þegar hún
fann að liún var orðin frjáls.
„Hann ruddist inn í bílinn, i
sama bili og hann var að stað-
næmast. Hann tróð vasaklút upp
mig, svo að jeg gat ekki gefið
Jiljóð af mjer. Jeg náði í hnífinn
íninn og skar hann, en honum
tókst að binda mig, áður en liann
fjell í ómegin .... Tor .... Tor
.... Guði sje lof að þjer kom-
uð!“ Hún riðaði á fótunum.
Norder tók liana og lijálpaði
Iienni upp í sina bifreið.
„Micliaela, elskan min“, sagði
hann og kysti hana.
„Segðu það aftur, sagði hún.-
Og hann ljet ekki slanda á því.
„En hvað jeg liefi þráð þetta
lengi“, andvarpaði liún.
„Þessi þorpari þarna, er það
ekki herra Norder“, spurði bíl
sijóri Carnera.
„Nei, það er jeg, sem heiti
Norder“.
„Og liann sagðist vera Norder“.
„Ilann rauk inn í bifreiðina áð-
ur cn jeg staðnæmdist og svo
kallaði hann á bjagaðri sænsku:
Til Djursholm, fljótt! Og vitan-
lega gerði jeg eins og hann sagði.
Jeg heyrði ekkert fyr en jeg kom
liingað. Þá Iieyrði jeg að einhver
sparkaði og staðnæmdist þá vit-
anlega undir eins. Hvað á jeg að
gera við þorparann ?“
„Farið þjer með hann á
sjúkraliús. Heyrið nú, þjer þarna
í bílnum, Carnera, eða hvað þjer
heitið, þjer getið gjarna sagt
hverjum sem vera skal frá þessu
hjerna, því að það kostar yður
eflaust nokkur ár i fangelsi. Hjer
í landi er það alls ekki leyfilegt
að ræna kvenfólki.
Carnera þagði og hvarf. En
spánska sendisveitin komst að
því, að skjöl hans voru öll fölsk
og menn' furðaði á, hversvegna
honum liafði verið svo mikið í
mun að komast til Svíþjóðar að
hann liafði lagt á sig að læra
sænsku. Ekki gat það verið til
þess eingöngu að ræna Michaelu,
sem hann liafði vitanlega aldrei
sjeð áður. En skýringin á þessu
kom seinna, eftir að spánska
sendisveitin og utanríkisráðu-
neytið hafði framkvæmt rann-
sókn í málinu.
Donna Michaela hafði fengið
arf í Spáni, ekki minna en þrjár
miljónir peseta. I Spáni hafði
verið myndað fjelag til þess að
reyna að komast að, livort liún
væri á lífi eða ekki, og svo átti
einn í fjelaginu að giftast henni
og skifta svo arfinum með hin-
um.
„Micliaela“, sagði Tor, sem
verið liafði hýsna stúrinn í
nokkra daga, „nú ert þú rík og
jeg er fátækur. Jeg veit ekki. .“
„Vertu nú ekki að þessari vit-
leysu“, sagði hún og kysti liann
beint á munninn.
ASKA.
Skáldsaga eftir Grazia Deledda.
og löngu liðinni tilveru skyti upp í liuga hans,
eins og hann sæi aftur anda, sem áður lxefði
haft aðsetur sitt í líkama lians á undan þeim,
sem nú var þar.
— Bonas dies! mælti ekkjan og liorfði
undrandi á hinn fagra ókunna unga mann.
Hún setti hægt frá sjer fötuna og síðan Mal-
nrien og horfði á meðan á gestinn. En þá
fór liann að blæja og spurði: — Þekkirðu
mig virkilega ekki? Þá hljóðaði zia Grathia
upp yfir sig og breiddi út faðminn; Ana-
nia faðmaði hana að sjer og kysti liana og
spurði hana hverrar spurningarinnar á fæt-
ur annari.
Og Zuanne? Hvar var hann? Hversvegna
liafði hann gerst munkur? Iíom hann og
heimsótti haua annað slagið? Var hann á-
nægður? En hvernig var það þá með eldri
soninn? Og syni ljósasteyparans? og þennan
og hinn. Hvernig liafði það gengið í Fonni
í þessi fimtán ár? Hver var nú dómari? Og
var mögulegt að klifra upp á Gennergentu
á morgun?
— Elsku drengurinn minn! mælti eklcjan
og sneri sjer við. 0, hvernig finst þjer það
eiginlega vera hjerna í kofanum mínum?
Tómt og dapurlegt eins og autt hreiður. Sestu
í öUum bænum og þvoðu þjer, drekktu og
hvildu þig! Jeg ætla að útbúa munnbita
handa þjer, æ, ekki að segja nei, sonur lífs
míns, ekki að gera mig sorgmædda! Jeg
vildi gefa hjarta mitt til að metta þig, en
þú tekur það eins og það er, það veit jeg,
sjáðu til, taklu þetta og þurkaðu þjer, an-
ima mia. En hvað þú ert orðinn stór og fall-
egur! Það er verið að segja að þú ætlir að
giftast ríkri og fallegri stúlku, já, stúlkan
sú, hún er ekki svo vitlans! En liversvegna
skrifaðirðu mjer ekki áður en þú lcomst? 0,
barnið mitt gott, þú hefir þó að minsta kosti
ekki gleymt gamla einstæðingnum!
— En Zuanne, hvernig er þvi varið með
Zuanne? spurði Anania ákafur, meðan liann
þvoði sjer í köldu, tæru vatninu úr fötunni.
Ekkjan varð alvarleg á svipinn. Hún sagði:
— Nei, við skulum ekki minnast á hann.
Hann hefir valdið mjer svo mikilla sorga.
Það liefði verið betra að liann liefði verið. .
ef hann liefði fetað í fólspor föður síns. .. .
nei við skulum ekki tala um hann. Nei, hann
er enginn maður lengur, liann verður dýrð-
linglir, segir það, en maður verður hann
aldrei. Ef maðnrinn minn bæfi böfuð sitt
upp úr gröfinni og sæi son sinn berfættann
með reipið og pokann, aumkvunarverðan
betlimunk, livað myndi liann þá segja? Hann
myndi talca hann og hýða liann, það er jeg
alveg viss um.
— Hvar hefst hróðir Zuanne við sem
stendur?
—- Hann hefsl við í afskektu klaustri á
fjallstindi. Ef að liann þó að minsta lcosti
hefði verið kyr í klaustrinu í Fonni! Það hef-
ir átt svo að vera að allir yfirgæfu mig.
Didele, hinn sonur minn er nú giftur og man
sjaldan eftir mjer. Hreiðrið er autt og yfir-
gefið. Gamla arnarekkjan hefir sjeð vesa-
lings ungana sína fljúga burtu og verður
að deyja ein, ein. . . .
— Komdu og vertu hjá mjer! sagði Ana-
nia. Þegar jeg er orðinn doktor tek jeg þig
til min, nonna.
— Á hvern liátt get eg orðið þjer að liði?
Áður fyrri gat jeg þó þvegið úr augunum
á þjer og klippt neglur þínar, þú yrðir ef
til vill að gera liið sama fyrir mig núna.
— Þú getur sagt mjer sögurnar þínar. .
mjer og börnunum mínum!
— Jeg get ekki einu sinni sagt sögur leng-
ur. Eg er alveg gengin i barndóm aftur;
tíminn liefir sópað með sjer öllu mínu viti,
eins og vindurinn sópar snjónum niður af
fjollunum. Jæja, litli drengurinn minn, ettu,
jeg hefi ekki annað að bjóða þjer, þú verð-
ur að taka það eins og það er! En sko,
þarna er þá vaxkerti, átt þú það? Hvert ætl-
arðu með það?
— Út í kirkju nonna og setja það fyrir
framan myndirnar af dýrðlingunum Proto
og Gianuario. Jeg kem með það langt að,
jeg fjekk það hjá gamalla sardinskri konu,
sem á heima í Rómaborg, Hún sagði mjer
sögur líka, en þær voru ekki eins fallegar
og þinar.
— Á hún heima í Róm. Hvernig fór hún
að þvi að komast þangað? Ó, jeg verð að
deyja án þess að liafa sjeð Róm.
Éftir liina einföldu máltíð fór Anania að
leita að fylgdannanni, sem hann gæti sam-
mæltast upp á Gennergentu daginn ettir; síð-
an gekk liann út í kirkjuna.
Vaxlyktin angaði ennþá í eyðilegum kirkju-
garðinum. Ilvar voru litlu drengirnir, leik-
fjelagar hans frá bernskudögunum ? liálf-
nöktu villifuglarnir, sem áður liöfðu lífgað
upp kirkjutröppuna? Anania langaði ekki
til að hitta þá aftur, en hve vel mintist hann
nú ekki barnaleikja sinna, sem hann liafði
tekið þátt í með þeim. Hann mintist hvern-
ig laufin fjellu af trjánum eins og dauðir
fuglar!
Berfætt kona með kirnu á höfðinu gekk
þvert yfir garðinn hinum megin. Anania
kipptist við, það var eins og hann hefði sjeð
móður sina. Hvar var móðir hans nú? Hvers-
vegna liafði hann elcki þorað að tala um
hana við ekkjuna, eins og hann langaði þó
til þess.... og hversvegna liafði hún ekki
heldur minst neitt á hinn vanþakkláta gest
sinn!
Til að reyna að gleyma hinum döpru
hugsunum fór hann á pósthúsið og sendi
Margheritu kort; síðan heimsótti hann bæj-
arstjórann, og um kveldið gekk hann eftir
veginum þar sem best var útsýni yfir hina
breiðu dali fyrir neðan.
Þegar hann sá fonnisku konurnar ganga
fram og aftur frá brunninum í þröngu bol-
unum sinum, mintist hann hins fyrsta ásta-
draums síns, þegar hann óskaði sjer að vera
hirðir og Margherita væri orðin bóndastúlka.
Hvesu langt var ekki síðan að draumar þess-
ir höfðu gerst og hve ólíkur var ekki veru-
leikinn þeim.
Kveldroðinn gyllti himininn, það var eins-
og ný opinberun væri í vændum. Skýin lirúg-
uðust saman i dimmar borgir, glóandi sljetta
með logagyltum vötnum og purpurarauðum
fljótum lá á milli þeirra, broncefjöll gnæfðu
upp yfir liana með drifhvítum snjó, með
gapandi eldgig, sem líktust stórum liellum
og út úr þeim fossuðu rauðagullslækir. Her-
sveitir sóljötna, hinir ógurlegu drotnar rúms-
ins virtust heyja blóðuga orustu milli hinna
miklu hella, vopn þeirra glitrandi af gulli
sólar blikuðu við bjartan himininn, blóð
þeirra rann í lækjum og flæddi yfir hinar
brennandi himinsljettur.
Hjarta Anania lamdist um af gleði. Hann
stóð og horfði hugfanginn á liinn merkilega
sjónleik þangað til rökkrið seig að, og hin
undursamlega sýn hvarf, nóttin breiddi
dimmbláa slæðu sína yfir alt; þá fyrst gekk
hann aftur inn í kofa ekkjunnar og settist
við arininn.
Fornar minningar rifjuðust upp fyrir hon-
um aftur.. I skugganum sá hann Zuanne með