Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Aðalumboð fyrir Penta og Skandia. C. PROPPÉ. PILSNER BEST. ÓDÝRAST. INNLENT. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. Ef þér viljið eignast fallega °S jafnframt haldgóða inni- staðurinn til þess að kaupa þá í Bankastræti 5. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun ■ ■ Vátryggingarf jelagið NYE ■ ■ DANSKE stofnað 186k tekur \ j að sjer LlFTBYGGlNGAR \ \ og BRUNaTRYGGINGAR \ ■■ 1 1 1 ........... ■ ....... ■ j allskonar með bestu vá- \ ■ tryggingarkjörum. m m : Aðalskrifstofa fyrir Island: [ Sigfús Sighvatsson, m m Amtmannsstíg 2. m ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ S o f f í u b ú ð ■ ■ : S. Jóhannesdóttir. I 5 : Reykjavík. ísafrði. j ■ ■ \ \ I Herrafatnaður ■ ■ blár og mislitur. Móðins snið. : j Vetrarfrakkar. í i : 1 Rykfrakkar. i | Manchettskyrtur. Hálsbindi. ■ ■ 1 Flibbar. Hanskar i : i i Bestar vörur. Best verð. [ i i S o f f i u b ú ð. Kvikmyndaiðnaður Atnerlkumanua i hættn. í engu landi veraldar er kvik- myndin jafn áhrifamikill þáttur dag- lega lífsins eins og i Bandaríkjun- um. Fyrst og fremst er kvikmynda- framleiðslan þriðja stærsta iðngrein- in í ríkjunum. f flestum iöndum eru þeir taldir fastir kvikmyndagestir, sem sjá mynd einu sinni eða tvisvar í viku, en í Bandaríkjunum er talið sjálfsagt að fara i „Bíó“ ekki sjaldn- ar en annanhvern dag, en margir eru svo fiknir i kvikmyndir, að þeir fara tvisvar sinnum ú dag. í Bandarikj- unum er kvikmyndin algengara um- talsefni en t. d. stjórnmál eða tíðar- far. Kvikmyndin er almennast um- talsefnið. Þegar menn hittast þar, tala þeir ekki um veðrið, heldur segja þeir: „Hvernig fanst þjer myndin, sem gengur á N. N. núna?“ HOLLYWOOD FÆRIR Árið 1930 SAMAN KVÍARNAR. hefir verið ------------------- óhagstæðasta árið, sem kvikmyndaiðnaður Banda- rikjanna hefir upplifað. Flest fjelög- in hafa tapað stórfje. Og fjöldinn all- ur af kvikmyndahúsaeigendum, hafa orðið að draga sig i hlje. Fjelögin hafa orðið að fara til aurakónganna í Wall Street og leita ásjár þeirra, láta gera upp skuldasúpuna, afskrifa ajf hlutafjenu og fá nýtt starfsfje. Hollywood er farin að spara. Áður jusu fjelögin út peningum eins og skit — bæði að þörfu og óþörfu —, alt var gert með peningum, lika það að gera ljelega mynd að eftirsóttri mynd, aðeins með þvi að eyða nógu miklu til þess að auglýsa hana. Eng- ir vita eins vel og Ameríkumenn, hve máttur auglýsinganna er mikill, og engir hafa notað þennan mátt eins ó- sleitilega. Dæmi um þetta má nefna, eins og t. d. það, þegar fjelag eitt hafði fengið einn af kunnustu rit- höfundum Ameríkumanna til þess, að skrifa fyrir sig handrit að kvikmynd. Handritið kom, en leikstjórinn not- aði ekki einn staf úr því. Fjelagið borgaði höfundinum umsamið kaup, og þegar hann tók á móti peningun- um Ijet hann þess getið, að hann kynni illa við, að taka við fje fyrir starf, sem ekki hefði komið að not- um. „Þjer getið tekið við peninguunm með góðri samvisku sagði forstjór- inn. „Okkur er það nóg endurgjald, að fólk viti, að annar eins maður og þjer vinnið fyrir fjelagið okkar. Það auglýsum við, en liitt auglýsum við ekki, að við getum ekki notað vinn- una yðar“. SIGUR TAL- Afturförin i kvik- MYNDARINNAR myndaiðnaðinum er --------------- ekki eingöngu að kenna verðfallinu og kreppunni í Bandaríkjunum, með alvinnuleysi því, sem henni fylgir, heldur öllu fremur byltingu þeirri, sem orðið hefir í iðn- aðinum vegna talmyndarinnar. Þvi að það er mála sannast, að fólk hefir furðu lengi peninga til þeirra skemt- ana, sem það vill sækja á annáð borð. En það virðist svo að kvikmyndin hafi ekki nú hið sama, seiðandi að- dráttarafl á fólkið og hún liafði áður. Nú eru liðin þrjú ár síðan talmynd- in kom til sögunnar. Þá var það lítt þekt og alls ekki stórt fjelag, Warner Brothers, sem tóku upp þeta nýmæli — út úr neyð. Þeir voru á heljarþröm- inni og höfðu alt að vinna, en engu að tapa. Það kom brátt i ljós, að fólk vildi sjá hinar talandi myndir, en segja má það eftir á, að það hafi eingöngu verið nýjungagirnin, sem gaf þessu fyrsta fyrirtæki sigur, því að myndirnar voru flestar þannig, að þær voru alls ekki sýnandi. Enda hafa um þrír fjórðu hlutar þessara fyrstu Warners-talmynda alls ekki komist út fyrir Ameriku. Myndirnar voru flestar hræðilegar, jafn ljelegar eins og okkur finnast allra fyrstu kvikmyndirnar sem teknar voru eftir aldamótin, vera nú á dögum. Kvikmyndahúsin fóru að fá sjer talmyndatæki, og þetta kostaði ærið fje. Og kvikmyndafjelögin fengu meiri áhættu en áður, því nú varð að eiga á hættu, að hljómur og hreyfing fylgdist að á myndunum við fyrstu tilraun. Að taka myndirnar upp aft- ur og aftur þangað til fullnægjandi úrslit fengjust, varð vitanlega alt of dýrt. Þess vegna varð nú að gera strangari kröfur til leikendanna en áður. Filmstjarnan gat vel leikið að- dáanlega í þögulli mynd, þó að hún hefði verið úti að skemta sjer kvöld- ið áður. Hver gat sjeð það, þegar öll niálningin var komin á hana og búið að gera hana óþekkjanlega með ýms- um tilfæringum. En röddina er ekki hægt að „sminka“. Hún leynir sjer aldrei. Og þreyta og liæsi i röddinni verður margfalt meir áberandi í tal- myndinni heldur en hún er í ver- unni. — Það er skiljanlegt af þessu að það verður að gera strangari kröf- ur til lifnaðar fólksins í Hollywood núna, en var á dögum þöglu kvik- myndanna. TALMYNDIN Ekkert væri við fjár- OG FÓLKIÐ. austri þeim að segja, ----------- sem talmyndin hefir kostað, ef þetta borgaði sig. En vit- anlega horgar það sig ekki, ef að- sóknn bregst. Og það þykr fullreynt, að talmyndirnar eiga sjer ekki jafn haldgóða vini og staðfasta gesti og þögla myndin hafði. .Þögla myndin var orðin svo föst i hettunni, að hún var að verða að erfikenningu eins og hver annar þjóðsiður, fólkið fór á „Bíó“ með börnin sín og það var sjálfsagt að fara þangað. Og þögla myndin var viðurkend ný listgrein í lieiminum. En þegar liún hvarf hljóp skrattinn í fólkið. Það heimt- aði meiri nýjungar fleiri uppgötvan- ir, meira af einhverjum furðuverkum, álíka snjöllum og talmyndin í raun og veru var. Framleiðendurnir hafa þvi orðið að reyna að framkvæma fleira og fleira. Þeir verja of fjár til þess að laka myndirnar með náttúr- legum litum, þeir lcoma fram með nýjar tegundir teiknimynda, og þeir reyna að gera myndirnar „perspek- tiviskar“. En ekkert stoðaði: aðsókn- in að myndunum fór minkandi. — En á fyrstu mánuðum talmyndanna fóru kvikmyndahúseigendurnir á hausinn hver um annan þveran, þvi að fólkið liætti að koma til þeirra, en ók í staðinn i híl til næstu borgar- innar, þar sem talmyndin var sýnd, en ekki þögul. KVIKMYNDIN Vitanlega er enn OG FRAMTÍÐIN. ágóðavon að því, --------------- að taka góðar kvilcmyndir — líka þær þöglu, og Framhald á bls. 15. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.