Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 15

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 15
P A L K I N N 15 Framhald af bls. 2. þá einkum þær, sem gela náð bæði til barna og fullorðinna. En þó er kvikmyndaframleiðsla og sýning þeirra hvergi nærri eins viss at- vinnuvegur og var áður en talmynd- in kom til sögunnar. Og þeir eru margir forstjórarnir og blutafjáreig- endurnir í kvikmyndafjelögunum, sem bölva af heitu lijarta því, að tal- myndin skyldi nokkurntíma koma lil sögunnar, en syngja „gömlu mynd- uniim,, lof og dýrð, myndunum sem seldust sjálfkrafa. Nú verður að bafa tvo eða þrjá flokka leikenda i sömu myndina, ef maður beldur að hún verði markaðsvara: enska, franska og spanska. Þýska þýðir ekkert að reyna við, því að talmyndin hefir tekið frá Ameríkumönnum altan markað i þýskutalandi löndum, vegna þess að Þjóðverjar gera betri myndir sjálfir. En þessi margföldun hlutverkanna, tungunnar.vegna, kost- ar peninga og fyrirhöfn. Og ekki eingöngu það, heldur krefst hún lika kunnáttu og þelckingar á þjóðunum, sem í hlut eiga, en ])á þekkingu hafa mestu kunnáttumenn kvikmyndalist- arinnar einmitt eklci. Dæmi um það, hvernig þekking, sem dugði í þöglu myndinni, en ekki nægir í talmynd- inni er það, að ameríkönsk mynd, sem fyrir skömmu var tekin á spönsku í Hollywood, með tilliti til markaðs í Brasilíu, var tekið með ópum og óhljóðum þar syðra, vegna þess, að aðalleikandinn talaði Kast- alíanska mállýsku. Hún skilst alls ekki i Brasiíu, en leikandinn var vit- anlega jafngóður Spánverji fyrir þvi. Fjelagið hafði kostað 600.000 dollur- um til spönsku útgáfunnar eingöngu, en tekjurnar urðu — 2.981 dollar! Svo varð að fleygja myndinni til þess að baka ekki fjelaginu meiri óvin- sældir. Líkt fór um franska útgáfu af talmynd, sem frægum prófessor, er fyrir tuttugu árum hafði flust frá París til Kaliforníu, hafði verið falið að sjá um. Þegar farið var að sýna myndina í París, kannaðist enginn áheyrenda við það, að franska væri töluð þar i borginni með svipuðu móti og í myndinni. Og blöðin hentu gaman að, og kölluðu „Kaliforníu- frönsku“ En livað sem þessu líður er það eitt víst, að það er talmyndin en ekki sú þögla, sem á framtíðina fyrir sjer. Fólk gerir miklar kröfur nú á tím- um. En fullkomnunin gegnir ávalt kröfunum, Svo varð i þöglu mynd- inni og svo mun verða í talmyndinni líka. KONUNGURINN OG ÖLBRUGGAKINN í útlendu blaði er sagt frá ferða- æfintýri, sem Georg Grikkjakonung- ur lenti einusinni í á meðan hann sat við völd, það er á þessa leið: Konungur var ofl vanur að fá sjer farseðil til nágrannalandsins og dvelja þar um tíma án þess nokkur vissi hver hann var. Einu sinni sem oft- ar fer hann slíka ferð. Tekur hann sjer sæti i fyrsta flokks járnbraut- arvagni og áður en langt um liður stigur þar inn þýsk-amerilcani og fer strax að gefa sig á tal við hann. — Hvaðan eruð þjer? Frá Grikklandi. — Frá Grikklandi! Það var þó skrítið. Hvað gjörið þjer þar? Við hvaða grein vinnið þjer? — Jeg veit eiginlega ekki hvað •ieg á að segja um það. Jeg er eins- konar forstjóri, og hefi föst laun. Verslunin er talsvert marghliða. — Ó, jeg skil, það er það, sem kallað er að hafa almenna verslun. Maður verslar með alt, sem hægt er að græða á. —- Já, það er nokkuð i þá átt. .. . — Ferðist þjer sem stendur fyrir nokkurt sjerstak fírma? —- Já, að nokkru leyti, en þó ekki alveg. En auðvitað geri jeg kaup þegar tækifæri býðst. — Já, það er alveg eins og jeg. En segið mjer dálitið fneira.... — Þá verð jeg fyrst að segja það, að jeg er nú að frílista mig. —■ AIl right, hvíla sig verður mað- ur annað slagið. Á eftir vinnum við helmingi betur og af miklu meira krafti og áhuga. Hugsið yður, það er í fyrsta sinn sem jeg tek mjer l'rí. Jeg er fæddur í Þýskalandi, og liegar jeg var nokkurra vikna gam- all, var jeg sendur til Ameríku. Nú er jeg svo að segja orðinn amerískur en inst i lijarla minu er jeg fram- vegis Þjóðverji — eða að minsta kosti blendingur af báðuin þjóðum. Jeg hefi átt lieima i Ameríku alla æfi og nú er jeg 64 ára gamall. En hvernig víkur þvi eiginlega við með yður. Þjer virðist eiga mjög gott. — Já en jeg hefi svo stóra fjöl- skyldu.... — Þarna kemur það. Gamla sag- an, ol' margir krakkar og of litlar tekjur. Það skil jeg vel. Þjer voruð ungur og fullur af áliuga og vonum. Þjer hafið víst búist við að komast áfram með eldingar hraða, og svo fer það svona, þjer komist af með því að liafa það svona nokkurnveg- inn skammlaust. En trúið mjer, það lagast með tímanum, bætti hann við hughreystandi, það lagast. Eigið þjer mest drengi? — Já, sumt af börnunum mínum eru drengir.... — Og hitt eru stúlkur, alveg eins og jeg hjelt, en það er alveg eins og það á að vera. En hvað gera drengirnir yðar. Læra þeir nokkra iðn? — Nei, jeg var að htigsa um. ... — Já, það er mesta vitleysa. Mað- ur verður altaf að muna það að læra einhverja iðn. Það ætli að gera það að lögum. Lítið á mig.... Fyrst var jeg söðlasmiður. Þá iðn hefðuð þjer einnig átt að hafa lært og það ættuð þjer að láta drengina yðar læra. Það er ekki of seint ennþá. Hvað eiga þeir svo sem að gera ef eitthvert óhapp kemur fyrir þá? — Jeg hefi hugsað mjer að elsti sonur minn verði eftirmaður minn. Já, þarna er það lifandi komið. . En hvað á hann svo sem að taka sjer fyrir hendur ef firmað ekki vill liafa hann í þjónuslu sinni? — Um það hefi jeg alls ekki hugs- að. Heimskulegl, heimskujegt! Segið mjer, eigið þjer hluta í versluninni? — Nei, það á jeg eiginlega ekki, en sje fólk framvegis ánægt með mig býst jeg við að fá að lialda stöðunni. — Treystið ekki á það. Á það meg- ið þjer alls ekki treysta. Einn góðan veðurdag verður yður sagt upp. En getið þjer ekki reynt að festa yður dálítið hjá versluninni? Hugsa sjer ef jeg gæti hvíslað nokkruin orðum i eyrað á stjórninni. . . .En nú dett- ur mjer nokkuð í hug: Haldið þjer að þjer getið stjórnað ölgerð? — Já, hugsa sjer, það hefir mig lcngi langað til! — Ágætt, þá er það útkljáð mál. Þjer farið frá firmanu og komið með mjer til Ameríku. Þjer skulið fá gott „jobb‘ í einni ölgerðinni mihni, Vilj- ið þjer það? —■ Já ef jeg get fengið frí ann- að slagið, þá get jeg skotist heim og stjórnað dálítið, jeg er nefnilega kon- ungurinn í Grikklandi. —- Fjári var það, jeg hefði ann- ars treyst mjer til að gjöra mann úr yður. Eftir þetta seiuli ölgerðarmaður- inn ameríski Georgi konungi öltunnu á hverju ári. ----x---- Stalin hefir fengið amerískan auð- kýfing og orðlagðan sjerfræðing i járnbrautarmálum, Charles IIiIl for- stjóra Baltimore-Ohiobrautarinnar lií þess að aðstoða stjórnina við SCOTT'S heimsfræga ávaxtasulta jafnan fyrrirliggjandi. I. Brynjólfsson & Kvaran. Drengurinn: Æ! Jeg er svo sár í hálsinum, mamma! M ó ð i r i n : Kauptu þér undireins DR. HILLERS EUKAL YPTUS-Menthólpillur og þá verður þú orðinn góður í kvöld, þú færð þær í næstu búð. I Útvegsbanki íslands h.f. f Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka íslands h. f. Vextir á innlánsbók 4Vi% P- Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírleini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. ■miiimiiiiiiiiiiiimimimiimiimiiiimiiimiRiiiiimiiiiiiiiiM Kol. Kol. Kol! Beztu tegundir bæði af enskum og pólskum kolum og koksi fyrirliggjandi. Kolav. G. Kristjánsson Símar: 807 & 1009. framkvæmd samgöngubóta þeirra, sem verða eiga i Rússlandi sam- kvæmt 5-ára áætluninni. Hafa hon- um verið fengin nær ótakmörkuð völd í hendur að því er járnbraut- irnar snertir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.