Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Jón Jónsson frá Gauðlöndum, bóndi á Ærlækjarseli varð sjöt- ugur 28. febrúar. Gísli J. Johnsen konsúll verður fimtugur 10. þ. m. Guðmundur Pjetursson bóndi á Hrólfsskála varð sjötugur 2. mars. Ljóðabók Boðvars frá flnifsdal. „Jeg þekki konur--------“ kallar Böðvar frá Hnífsdal ljóðmæli sín, er út komu í haust, eftir heiti eins kvæðisins í bókinni. Má nafnið til sanns vegar færa, því að mik- ið af ljóðunum er um konur og ástir. Böðvar frá Hnífsdal er orðinn kunnur um land alt fyrir Ijóð og smásögur, sem hirst hafa í blöð- um og tímaritum,, þar á meðal Frækinn glímukappi. Fálkinn birti aldrei í sumar mynd af Íslandsglímunni, sem fram fór á Alþingishátíðinni, en hjer kemur myndin. Átti glíman að fara fram fyrsta hátíðarkvöld- ið, en fresta varð henni þangað til kvöldið eftir, vegna rigningar. Eins og kunnugt er lijelt Sigurður Tliorarensen velli þar og fjekk 15 vinninga, en næstir honum urðu JÖrgen Þorbergsson og Lárus Salómonsson með 13 vinn- inga hvor. Auk glímukonungs- heitisins fjekk Sigurður að laun- um hið vandaða horn, er Alþing- ishátíðarnefndin liafði veitt til verðlauna. Verður aldrei kept um það framar en það er eign Sig- urðar til æfiloka, en á að renna til Þjóðmenjasafnsins eftir lians dag, samkvæmt fyrirmælum þeim, sem um það liafa verið gerð. Nýlega liefir Sigurður orð- ið hlutskarpastur, i viðureigninni um Ármannsskjöldinn, svo að hann ber tvímælalaust með rjettu það heiti, að vera besti glímu- maður Islands. Vann hann Ár- mannsskjöldinn til fullrar eignar. Er Sigurður aðeins 22 ára og mun enginn glímumaður liafa náð eins miklurn orðstír og liann jafn ungur. Efri myndin er af ís- landsglímunni, en sú neðri af Sigurði með verðlaun sín, og ber þar mest á hinu stóra og vandaða horni Alþingishátíðarnefndarinn- ar. hjer í blaðinu. Hann ritar fjör- lega og hispurslaust, er laus við inælgi og ofurviðkvæmni, svo að það er hressandi að lesa það sem hann lætur frá sjer fara. Sama erað segja um þessi ljóðmæli lians, — yfir þeim er ljettur blær og leikandi, og skera þau sig úr mörgum byrjendaljóðum að þessu leyti. Það leynir sjer ekki, að höfundur er ýmsum góðum kostum búinn og full ástæða til að spá því, að hann sje gott höf- undarefni. Má þvi hiklaust ráðleggja ljóð- vinum að kaupa bókina og lesa. Útgáfan er snyrtileg og bókin ekki dýr. Ólafur Bergmann gaf út. Fellner. 17. júlí 1928 fundu nokkrir verka- menn í Lainz-dýragarSinum i út- jaðri Vínarborgar hræðilega útleik- ið kvenmannslík. Það var brunnið upp til háifs. Giskað var á að kona þessi hefði verið milli þrítugs og fertugs. Mörg skotsár voru á líkinu. Morðinginn hafði auðsjáanlega dreg- ið líkið inn undir runna í garðinum, helt bensíni yfir og siðan kveikt í öllu saman. Líkið var alveg óþekkj- anlegt. Konan hafði verið sjerlega vel klædd en skrautgripir hennar og peningar höfðu verið teknir, svo haldið var að fyrir lægi ránmorð. Það leið á löngu áður en það lán- aðist að hafa upp á hver hin myrta Poller. kona væri, og það var ekki lögregl- unni að þakka. Lögreglan gerði hin mestu axarsköft í þessu máli. T. d. stóð yfirlögregluþjónninn á því fast- ár en fótunum að konan hlyti að vera „götustelpa“ af þvi að hún var ekki nema i silkisamfesting undir kjólnum. Ef til vill hefði aldrei ver- ið hægt að ráða þessa gátu ef ekki dr. Alfons Puller af tilviljun hefði komist í að reyna að ráða hana. Hann hefir fundið upp svonefnda Moutage-aðferð, sem er í því fólgin að framleiða teygjanlega andlits- grímu. Efni það, sem hann notar er mjúkt og teygjanlegt og að þvi leyti mjög ólíkt gipsi, sem venjulega er notað. Poller hafði litið annað en kjötlausa hauskúpu til að gera athug- anir sínar á, svo illa var líkið farið eftir brunann, en þetta tókst honum þó svo vel að hægt var að þekkja Kathe Feller. konuna eftir gríniu hans og seinna kom í ljós að andlit það, sem hon- um hafði tekist að skapa var afar likt hinni framliðnu. Konan hjet Katherina Fellner og var fjölleika- húsleikari. Það, sem þó fullsannaði þessa tilgátu var að tennur hennar voru fyltar á alveg sjerstakan hátt, og var sú tannfyllingaraðferð ekki notuð nema af einum tannlækni í Vín og varð hann til þess að sanna hver konan væri. Þegar svo lagt var komið var ekki Iengi verið að kom- ast að því hverjir það hefðu verið, sem hún hefði aðallega umgengist. Meðal annara hafði hún verið góður vinur gimsteinasala nokkurs, Gústaf Bauers. Reyndist framburður hans i málinu nokkuð ógreinilegur, svo að hann var tekinn fastur og kærður fyrir morð. Við rannsókn máls hans hefir komið fram margt nýstárlegt. Þannig hefir það sannast að Bauer hefir verið hin mesti kvennabósi og haft samband við fleiri konur í senn, margar af hefðarfrúm Vínarborgar hafa lent í málinu. Snemma i febrúar voru tveir menn handteknir fyrir utan bústað Musso- lini i Róm. Annar slapp aftur úr greipum lögregtumannanna en á hinum fundust margar sprengjur og silt hvað annað af grunsamlegum „leikföngum“. Þykir fullvist, að menn þessir hafi ætlað að drepa ein- valdsstjórann. Sá maðurinn sem náð- ist heitir Micliele Schirro og er al- kunnur anarkisti. -----x---- í Kaupmannahöfn kom það nýlega fyrir Hjalmar Davidsen forstjóra Alexandratheatret að tveir ræningjar með gríinu fyrir andlitinu rjeðust á hann á skrifstofu hans skömmu fyrir miðnætti en hann var að enda við að gera upp kassann. Bundu þeir hann og stálu því sem fjemætt var í peningaskápnum — um 6000 krón- um. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.