Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Myndin hjer að ofan er af liinni marg umtöluðu ensku flugmær Amy Joknson, sem flaug til Ástralíu í fyrra. 1 vetur reyndi hún að fljúga til Japan, en komst ekki lengra en til Póllands og varð að snúa þar aftur; hafði vjel hennar eyðilagst. Þýskt forngripasafn hefir nýlega gert tilraun með, að nota grammófóna í stað leiðsögumanna um safnið. Gefur grammó- fónninn upplýsingar um alla helstu muni á safninu. Ilin alræmda Lundúnaþoka var verri í vetur en hún liefir verið um langt skeið. 1 London gera rnenn man á tvennskonar þoku, svörtu þokunni og gulu þokunni. Svarta þokan orsakast mest- megnis af þvi, að kolareykur og dust frá götunni letidir í lág- um skýjum og er varnað uppgöngu; legst það þá niður á stræt- in og gerir niðdimt, svo að ókunnugum þykir erfitt að komast áfram. En gula þokan er enn verri. Hún virðist ekki eins dimm og hin, en er þó miklu skæðari þegar á reynir. Menn blindast svo gjörsamlega, að þeir ganga beint hver á annan, og það er munnmæli í London, að í gulu þokunni sje engum fært að rata nema b l i ndu m m ö n num Borgarstjórnin lætur setja bráða- birgðaljósker á göturnar og auka lögregtutiðið, en ekkert stoð- ar. Einu staðirnir, sem geta hrist þokuna nokkurn veginn af sjer eru neðanjarðarjárnbrautirnar, og til þeirra leitar fólkið, en sporvagnarnir aka heim á sinn bás og hætta ferðum. Myndin hjer að ofan, er tekin á þokudegi á Ludgate Circus, einum fjöl- farnasta stað í City, á svona þokudegi. ítalinn Carnera hefir á ótrúlega stuttum tíma orðið sá hnefa- teikari heimsins, sem mest er talað um, ekki aðeins fyrir trölla- skrokkinn, sem hann getur hrósað sjer af, heldur og fyrir fimi °9 flýti i hnefaleik. Nýlega hjelt hann sýningar á Norðurlönd- um. Myndin sýnir Carnera þegar hann er að æfa sig. Óeirðir hafa nýlega orðið i Monaco. Myndin er af herliði, sem gengur skrúðgöngu fram hjá furstahöttinni, síðastliðinn þjóð- minningardag furstadæmisins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.