Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. „Segðu mjer hverja þú umgengst, þá skal jeg segja þjer hver þú ert“, segir máltækið. Hvað elskar sjer líkt og sjerhver dregur dám að sínum sessunautt, segja máltækin líka. Ekk- ert er eðlilegra en að þekkja megi að meira eða minna Ieyti, manninn af þeim fjelagsskap sem hann lifir í. En enginn má þó halda, að reglan sje óbrigðul. Sumir eru t. d. svo gerðir, að þeir sækjast heinlínis eft.ir fjelagsskap, sem er gjörólíkur venjulegu um- hverfi þeirra. Þeim þykir unun að tala við menn, sem eru ólíkir þeim á alla lund. Þeir eru hispurslausir og fara ekki i manngreinarálit og lála sig engu skifta, |)ó einhver dæmi þá ef til vill lakari menn fyrir. — En svo kemur hin hliðin: fólk- ið, sem leitar fjelagsskapar við aðra, sem það álítur sjer ineiri, til þess að hækka í mannfjelagsstiganum að al- menningáliti. Fólkið sem með þessu móti reynir að sýnast meira en það er. Þetta fólk kalla útlendingar „snobs“ en íslenskt heiti á „snobb- unum“ er því miður ekki til, þó und- arlegt megi virðast, þvl að fyrir- brigðið er afar algengt hjer á landi. Venjulega eru „snobbarnir“ andleg lítilmenni, sem sækjast eftir umgegni við svo kallað „fina fólkið“ til þess eins að fá á sig stimpil, sam- kvæmt kenningunni: „segðu mjer hverja þú umgengst“, o. s. frv. Máltækið er þannig notað til blekk- inga og til þess að villa á sjer heim- ildir. En „snobbunum“ farnast ofl- ast nær eins og asnanum með ljóns- húðina. Hversu vel sem uppskafn- ingurinn reynir að dylja sinn rjetta mann og hversu miklu sem hann eys út af peningum til þess að gera sig markaðsgengan í stórmennahópnum, þá grisjar þó altaf i innra manninn gegnuin skurnið, og ekki þarf nema lítilræði til, að gyllingin fari af hon- um á einhverjum blettinum, svo að það sjái á þann ódýra málm, sem inni fyrir er.-- En þrátt fyrir þetta hefir reglan: „Segðu mjer hvern þú umgengst“ inargt til síns ágætis, og mikinn sannleik að geyma. Því ekkert er eðlilegra en að menn sníðist, vitandi eða óafvitandi, eftir þeim mönnum, sem maður hefir mest saman við að sælda, læri af þeim bæði gott og ilt og að þeir á sama hátt verði fyrir áhrifum þess, sem þeir höfðu áhrif á. Tillíl iingin verður gagnkvæm. Um víða veröld. -X- GRÖF MOIÍMÓNANS MIKLA FUNDIN í kjallara í gömlu húsi í Nauvoo, Illinois hefir fundist gröf stofnanda Mormónahreyfingarinnar, Jósefs Smith og Hyrums bróður hans. Það var um það leyti, sem verið var að byrja á byggingu mormóna- musterisins í Nauvoo, árið 1843, að Jósef Smith þóttist fá vitrunina um að fjölkvæni, sem stranglega hafði verið bannað í Mormónsbók, hefði nú verið leyft, enda þótt ekki mætti segja frá þessu fyrst í stað. En blað eitt þarna í nágrenninu sagði undir eins frá þessum tíðindum og drap jafnframt á ýmsa einkennilega háttu, sem þetta trúarbragðafjelag hefði. Smith hefndi sín á blaðinu með því að láta fylgismenn sína rífa prent- smiðju þess íil grunna, en þetla varð til þess að ofsókn var liafin gegn lionum og Hyrum bróður hans og þeir settir í fangelsi í bænum Cartago í Illinois. En þar voru þeir drepnir af æstum múg, 27. júní 1844. Hefir menn deilt á um, livar þeir bræður hafi verið grafnir. En nú er Ioks skorið úr þeirri deilu. ----0—0---- NASHYRNINGASTEIK. Hinn alþekti Ameríkani Dr. Cook, sem á sínum tíma „uppgötvaði“ Norðurpólinn — að minsta kosti eftir þvi sem hann sjálfur sagði — en var seinna dæmdur í margra ára fang- elsisvist vegna ýmiskonar fjársvika, liefir nú vakið eftirtekt á sjer nýlega. — í þetta sinn er það sem fæðuefna- fræðingur að liann lætur til sín taka. Hann heldur því fram að nashyrn- ingakjöt beri að nota meira en gjört er. Fólk verði að geta fengið ódýr- ari kjötmat en um sje að ræða, og ekkert kjöt verði eins ódýrt og heppi- legt eins og af nashyrningum. Skepn- ur þessar eru eins og kunnugt er á- kaflega stórar. Ungur nashyrningur, svo sem sex vetra gamall, vegur að ineðaltali 4.000 ensk pund. Geta þvi tíu fjölskyldur lifað i vellystingum praktuglega af kjöti hans í heilt ár. En eins og margt annað fagurt og eftirtektarvert eru þó dálitil vand- kvæði á framkvæmduin málsins. Hvar verður t. d. hægt að ná í þessa ó- dýru nashyrninga? Það myndi sem sje verða nokkuð dýrt að fara að koma upp nashyrningarækt i heima- landi þeirra Afríku og flytja siðan kjötið þaðan út um allan lieim. Cook siingur þessvegna upp ó að komið sje upp nashyrningarækl i Ameríku. Hann liefir einkum hugsað sjer að mýrarnar kringum Amazonfljótið í Brasilíu væru best fallnar til þessa. ----0—0---- SKEMTILEG JARÐARFÖR. í Newberry Michigan var ekki alls fyrir löngu jarðaður maður nokkur, John M. Young að nafni. í erfða- skrá hans var tekin fram, að hann vildi að fólk það, sem kæmi í jarð- arförina gerði sjer glaðan dag. Þar stóð meðal annars: „Jeg vil láta setja stein á gröf mína, en liann má ekki kosta nema 20 dollara. Jeg vil láta spila meðan á greftruninni stendur, en það verða alt að vera skemtileg og fjörug lög. Það á að kaupa 100 vindla, svo að likmennirnir hafi eitt- hvað að reykja meðan á athöfninni slendur. Handa konum og börnum skal kaupa súkkulaði og tyggigúmmi. Jeg vil nefnilega að fólk, sem kemur til að fylgja mjer geti sagt að það hafi skemt sjer vel“. SÁL GLÆPAMANNSINS. í lækn'ayísindunum hafa komið fram margar skýringar á sálarástandi hinna svokölluðu „manndýra". Eins og kunnugt er berst hinn frægi Lombroso með allri snilli sinni á móti þeirri skoðun að glæpamenn sjeu jafnaðarlegast frá fæðingu dæmdir til að vera afbrotamenn, og sje því órjettlátt að Ioka glæpamenn inni í fangelsi, eða jafnvel að taka þá af lífi, þar sem þeir þegar alt komi lil alls sjeu í rauninni saklaus- ir . að gerðum sinum. Ættu þeir lieima á geðveikisspitulum, því glæpatilhneiging þeirra sje aðeins ein tégund geðveiki. Sje þessi skoð- un rjett kemur ósjálfrátt fram sú sú spurning hvar leita eigi að or- sök glæpseminnar, og þá einkum hvort hið glæpsamjega hugarfar standi í sambandi við einhverja lik- amlega úrkynjun. Um þetta hefir verið mikið rætt. Nökkrir hafa hald- ið þvi fram að skapgerð afbrota- mannsins kæmi í ljós í byggingu ennisins, einkum hinu lága aftur- sneidda enni. Sá sem komið hefir fram með tilgátu jiessa, er hinn frægi Vínarlæknir, Josef Gali. Hann hefir jafnvel reynt að sanna gildi hennar með rannsóknum á heilabyggingu ýmissa stórglæpamanna. Samkvæmt nýrri tilgátum er það viss kirtill, „glandula thyroidea“, sem á sök á glæpunum. Eftir rannsóknum franskra og amerískra sjerfræðinga á glæpamönnum hefir komið i ljós að kirtill þessi liefir sýnt ýms sjúk- dómseinkenni á þeim glæpamönn, um, sem raniisakaðir hafa verið. Sagt er að í 80 tilfellum liafi til- gáta þessi reynst rjett, um menn, sem teknir hafa verið af lífi, og þó er hún alls ekki viðurkend. Nokkrir visindamenn álita að hið glæpsam- lcga hugarfar eigi rót sína að rekja til annars kirtils, koriglekirtilsins eða glandula pilais, sem nú er eitt þeirra liffæra, sem líkaminn er hætt- ur að nota. Margir vísindamenn leggja einkum fyrir sig að rannsaka hina andlegu eiginleika glæpamann- anna. Margir morðingjar sýna full- komið tilfinningaleysi gagnvart öllu mannlegu og þó er einhver við- kvæmur punktur, ef svo má segja, i sál jjeirra. Sem dæmi má nefna konu- morðingjann Dean, sem á hinn grimmilegasta liátt myrti limm ung- ar stúlkur og tvisvar meira að segja brendi hús þessara fórnardýra sinna. En áður haf'ði hann sjeð fyrir þvi að hvorki hundar, kettir eða fuglar brynnu inni. Einu sinni braust hann meira að segja inn í alelda liús til að l'orða kanarífugli, sem liann hafði gleymt þar inni. Slíkt hugarfar er okkur óskiljanlegt. Hliðstætt dæmi þessu er franskur l'jölleikahúsleikari, 22 ára gamall, sem tekinn var af lífi nýlega fyrir glæpi sína. Hafði hann ráðið móður sinni og annari gam- alli konu bana. Sama daginn og hann framdi seinna morðið fórnaði hann heilum líter af blóði sínu til þess að bjarga apa aumingja við fjölleika- lnisið. ----x----- Lögreglan i Antwerpen hefir ný- lega náð í stóran flokk barna, sem hafði mýndað fjeldgsskap um að ræna og stela úr verslunum og heimahúsum fólks í fátækrahverfum borgarinnar. Voru börnin flest um tiu ára að aldri og höfðu lög um fjelagsskap sinn, Kusu sjer fram- kvæiridastjórn og böfðu samþyktir um líkamlegar refsingar gegn þeim sem seg'ðu frá. í vösum foringjans fundust prentaðar leiðbeiningar handa börnunum, uin það hvernig þau ættu að haga sjer í starfinu. ■ [ Afköst yðar geta aukist um 33 % Enskir læknar ■ sem hafa rannsakað þreytuna, ! staðhæfa að orkuinagn mannsins ! aukist um 23% við notkun ! Sariatogens. Danskir læknar. ! hafa staðfest með sjerstökum um- ! mælum. að likami og sál styrkist við notkun Sanatogens. Læknar um allan heim : liafa með yfir 24.000 meðmælum : kveðið upp lofsamlegan dóm yfir : Þjer ættuð sjálfur að nota yðu : þessa staðreynd og endurnýja : hina eyddu orku og taugakraf : með Sanatogen! Þjer afkastið ; meiru og gefið sályðarnýjanmát Fæst I öllum lyfjabúðum. * Oskist frekari upplýsingar þá fyll ■ ið út miðann og sendið til Á/i ■ Sanatogen Co., Sct. Jörgensalle 7 Köbenhavn V. ! Sendið mjer ókeypis og burðar gjaldsfrítt: « Sanatogen sýnishorn og bækling ■ Nafn ......................... ! Staða......................... ! Heimili....................... ■ ■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.