Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. __ _ ■ Maríumyndm í Altöttmgen Hann, sem reisti hina föllnu. Textinn: Jóh. 4, 4—26. Texti dagsins segir oss frá sam- tali Jesú við fallna konu. Seni barn hafði hún verið saklaus og góð, Ijómandi af æsku og fegurð, og hreinskilnin skein úr augum hennar. En í æsku mætti henni syndin og náði henni á sitt hand. Fyrst syndgaði jeg vegna þess að jeg fjell, svo syndgaði jeg af því, að líka átti jeg að gæta konunnar frá Sikar. Hún var sljóg, er hún hitti Jesú. Syndin sljóvgar sam- viskuna og hugann og lamar vilj- ann. Hún skildi alls ekki orð Jesú, um liið lifandi vatn, sem hann vildi gefa henni. Þesskonar sálarástand liittist oft fyrir enn i dag. Og þessum sálum er það ekki verst, að þær hafa syndgað og fallið heldur hitt að þær halda, að þeim sje öll von úti. Og þá harka þær af sjer og láta sig einu gilda um eilífðina. Pílagrímur með krossinn á 'leið inn að líkneskinu. Pílagrimur að nálgast líkneski heilagrar Guðsmóður. En einn er sá, sem altaf getur hjálpað, ef menn vilja. Það er frelsari mannanna. Hannopinber- aði konunni frá Sikar hinn frels- andi mátt sinn. Og síðan hefir liann reist marga fallna á fætur og gert máttvana menn styrka. Hann hefir gefið mörgum hjört- um lífið, hjörtum, sem áður sveið undan eldi syndarinnar. Frelsarinn kemur lika til þín í dag og alla daga. Hann hittir þig i bæn þinni. Þú hefir sjálf- sagt reynt, að bænir þínar um heimsgæði og veraldarlán geta ekki svalað þorsta sálar þinnar. Hvorki fje, metorð eða stundar- gaman svalar þeim þorsta. Þú hefir reynt margt, en samt finst þjer alt tómt í kringum þig. En ef frelsarinn staðnæmist hjá þier, mædda sál, þá vertu viss um, að hann þekkir raunir þín- ai, eins og konunnar frá Sikar. Og gætir þú opnað hjarta þitt fyrir honum og sagt í bæn: ,,..þvo mig hreinan lijsins lind lauga mig af allri synd“ mundi hann reisa þig á fætur aft- ur og gefa þjer trúna á Guð föð- ur, hreinsa þig af þeim hugsun- um, sem liafa þjáð þig, og gefa þjer styrk til, að byrja nýtt og sælla líf. Þú mundir bergja á vatni lífsins og finna til sælu þess lífs, sem aldrei tekur enda“. — Jeg er Messías, jeg sem við þig tala, sagði Jesús. Og þá skeði undrið. Konan skildi eftir vatns- ílátið, gekk hurt i bæina og vitn- aði um frelsara heimsins, Jesú Krist. Þegar læknarnir leggja árar i hát og telja sjúkdóm ólæknandi eða segja honum þannig háttað, að ekkert sje við hann að gera og hann muni batna af sjálfu sjer, er mörgum sjúklingnum svo far- ið, að hann leitar til skottulækna, grasakerlinga eða fer að nota ein- liver undralyfin, sem liann liefir sjeð auglýst og þá fer stundum svo, að sjúklingurinn læknast. — En eitt skilyrði er óhjákvæmilegt fyrir lækningunni: að sjúkling- urinn hafi trú á skottulækning- um eða undralyfjum — annars er alt til ónýtis. Hann læknast með öðrum orðum fyrir trúna, en alls ekki fyrir álirif lyfjanna, sem hann hefir sullað i sig, nema þá að örlitlu leyti. Þetta er al- kunna um öll lönd og hjer á landi hafa hómopathar og volta- krossar lengi verið í hávegum hafðir, ekki síður en Kina og Brahma Lífselexir. Trúin hefir eðlilega knúð menn til að leita ásjár dýrlinganna, hinna lielgu manna, sem i ka- þólskum sið gerðu kraftaverk, einkum eftir að þeir voru dauðir. Kringum leifar dýrlinganna gerð- ust kraftaverk og á þeim stöðum, sem þeir höfðu dvalið gerðust tákn og stórmerki. I íslenskri sögu eru ógrynni af dæmum af þessu tagi. Má minnast tilheiðslu ólafs lielga, eða þess, að ekki Pílagrímur að nálgast helgu kapelluna i Altöttingen Mariumijndin i Altöttingen, íklædd dýrindis skrúða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.