Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 O '"'illlin''o ■"Hlllli"' O "'■llllli'" O "'Hlllin" O '"'Ulllii" o"'illllii." ""Ulllii" o ""Illliii"o '"'llllln''O '"'llllli"'O O '"'Hlllii" o I NÆÐINGUR. 1 EFTIR GUNNAR M. MAGNÚSS. 9 Æ Niður við höfn. Fu fu — uff — uff. Ási liraðaði sjer niður Ingólfsstrætið og saup andköf við og við í norð- anstorminum. Hann lijelt dálitl- um böggli með aiinari hendinni upp að brjósti sínu. Hinni hendi hjelt hann um derið á húfunni sinni, svo að stormurinn tæki hana ekki. Fuff — Ási gretti sig.og þi’ýsti hökunni niður í bringu, þegar snjókornin og göturvkið þyrlað- ist framan í hann. Niður að höfn. Uff. Flóinn er livitfyssandi. Sjórinn slettist yfir hafnargarðinn og droparnir þeyt- asl upp á uppfvllingu og frjósa, svo að gatan verður gljáhrimuð af slettunum. * Þar er pabbi að vinna, sót- svartur í framan og skítugur frá hvirfli til ilja í kolunum. Hon- um veitir ekki af því að fá kaff- ið sitt vel heitt í þessum kulda. Mamma segir, að hann liafi al- drei lyst á neinu á morgnana. Hann sje orðinn svo deigur að lcoma sjer á fætur í skammdeg- iuu, þegar eitthvað sje að veðri. Ási hleypur í skjól við sænska frystihúsið og blæs á beran og bláan úlnliðinn, því að blússan er orðin of lítil og kippist upp. Hann hefir komið nógu snemma. Þarna er hann vanur að biða, ef hann kemur fyrir 9 niður eftir. Þaðan getur liann sjeð, þegar verkamennirnir g'anga heim að skýlinu til kaffidrýkkju. Ási hniprar sig saman og þrýstir kraganum sem best upp að hálsinum. Fimm mínútur eru lengi að líða. Hann gægist öðru hvoru fyrir hornið og grettir sig og kippist við. Svei þjer stormur og frost. Loks sjer hann verkamennina þunglamalega í lilífðarfötum og vaðstígvjelum, slettótta af salti og koluiii, koma í hópum undan vindinum. Ási bíður enn. Hann er að reyna að korna auga á stóran mann með lierðakryppu, í hvít- um hnjestígvjelum og gönilum frakka, sem nær aðeins niður á lendar, af ])ví að löfin liafa verið skorin af. Þegar hann sjer pabba sinn, -/íleypur hann til lians, grípur í kaðalsræxnið, sem pahbi hefur girt sig með og hoppar svo við hlið hans fótasár og skjálfandi. Ási er einn af þeim drengjum, sem altaf vilja vera einhversstað- ar úti í bæ, til þess að forðast smásendiferðir, jag og nöldur og ávítanir móðurinnar. Ef svengd- in ræki liann ekki í soðfiskinn og svartabrauðið og hafragraut- inn með stráusykrinum á dag- inn — eða kuldinn og hræðslan við myrkrið ræki liann ekki heim á kvöldin, myndi hann kæra sig kollóttan um alt lieima. Það er ömurlegt í bænum þennan dag. Næðingurinn er svo nístandi, að fáir eru úti, nema r.auðsyn krefji. En Ási þraukar úti, þangað til í rökkurbyrjun. Þegar hann loksins kemur lieim og hrekkur frá harðlæstum dyr- unum, segir hann ljótt. Ina móð- ir lians hefir þurft að hregða sjer í eittlivert húsið og lokað smá- krakkana inni á meðan. Ási skrækir og lirín nokkra stund við dyrnar og bölvar alveg eins og pabbi lians gerir stund- um milli svefns og vöku, þegar liann vaknar við liurðaskelli á tólfta tímanum. Ási er búinn að læra þuluna fyrir lifandi löngu og beitir lienni gegn sömu ver- unni, eins og pabbi lians. Ilann Ási litli var búinn að kom- ast að því, að þeir feðgarnir áttu lienni Inu móður hans, grátt að gjalda. Hún mátti víst vita það, ef þeim mislíkaði eitthvað. Ási labbáði reiður og bölvandi frá húsinu. En liann ætlaði sjer ekki að fara langt. Bráðum kæmi faðir lians úr vinnunni, og' ína vissi nú orðið livað það gilti að láta hann koma að lokuðum dyrurn. Ási brá sjer inn í húsasund og himdi þar dálitla stund. Hann var hálfsljór eftir daginn og varð liverft við, þegar drengur, vel bú- inn og kátur, kom hlaupandi inn í sipidið og ávarpaði hann. „Jeg þekki ])ig. - Jeg hefi oft sjeð þig“. „Þú þekkir niig ekkert. Láttu mig vera“. „Jeg þarf endilega að tala við þig. Jeg lieiti Ingi Geirs. Ivomdii með mjer“. Og Ingi kippti i erm- ina á Ása og vildi fá liann lengra iíin í skotið. En Ási brá handleggnum á loft til varnar, Tortryggnin lilossaði í augunum. „Sleptu mjer. Þú ætlar að hrekkja mig“. „Trúðu mjer, Ási minn. Jeg hefi svo lengi ætlað að tala nokk- uð við þig. Svei mjer alla daga, ef jeg svík þig.“. Ási hikaði við að mótmæla þessum Sannfærandi góðleik, sem honum fanst streýma frá Inga. Þó sagði hann eftir litla stund: „Jeg öskra og kalla, ef þú lirekkir mig“. Ingi tók nú í handlegg Ása og liálfdró hann með sjer inn i báru- járnsport og kipti honum inn i skot hak við kassastafla. Ási varð á ný hræddur við þennan ráðrika dreng. — Hva hva —. „Farðu lijerna í frakkann minn“. Og Ási var kominn í lilýj- an og þykkan og rúman frakka, fyr en liann var húinn að átta sig. ^ „Er þjer ekki oft kalt ?“ spurði Ingi um leið og hann hneppti frakkanum að. Ása. „Jú— hú“. „Áttu ekki önnur föt“. ,,Jú— onei jú, aðra hlúsu, sem er orðin svo rifin —og stutt- buxur, sem jeg er í meðan inannna þvær og stagar þessar“. „Ertu ekki í öðru á sunnudög- um“. „Þá er jeg í stuttbuxunum og þröngri treyju, sem er hneppt upp i hálsmálið. — Hún er siðan jeg var 9 eða 10 ára. Jeg er hú- iim að eiga liana í 2 eða 3 ár. Mjer er sama, þó að það væri al- drei sunnudagur“. „En færðu ekki föt bráðum?“ „Það er víst ekki. Mamma hef- ir nóg annað með peningana hans pabha að gjöra“. „Þú ert svo oft úti, þó að þjer sje kalt“. „Það er ekkert gaman að vera lieima. Það er líka kalt þar, ef það er þá ekki reykur eða gufa“. Ingi horfði nokkra stund á Ása og naut ánægjunnar af því að sjá hann i frakkanum sínum. Hann liafði ofl Iiugsað um það, hversvegna sumir drengir væru altaf í gömlum, rifnum eða hætt- um og ljótum fötum. Hann hafði stundum orðið að bíta á vörina og hrista liöfuðið, til þess að verjast tárum, þegar hann mætti svona drengjum. Hann vildi lielst vera komin langt frá þeim. En hann sá þetta svo víða. Undar- legt, að hpn'uin skyldi ekki standa á sama, þótt liann mætti ræfils- legum mönnum eða beygðu og lirumu fólki eða vesældarlegum börnum, ef honum leið nógu vel sjálfum. Og iiabbi hans gat veitt lionuin alt. Þetta kom aftur og aftur. Og nú gat hann ekki hikað lengur. Með östjórnlegum fögnuði reif liann sig úr tréyjunni og hróp- aði sigurglaður: „Þú mátt eiga öll fötin min“. Ási stóð með hendurnar á kafi niður í djúpum frakkavösunum. Hami var svo liissa, að liann að- hafðist ekki neitt. En Ingi gætti fyrir liornið á kassastaflanum og hvíslaði svo með ákafa: „Nú skulum við vera fljótir að liafa fataskifti. Hjer sjer enginn til okkar“. Og Ási hlýddi steinþegjandi. Þeir fóru báðir að ft'na af sjer spjarirnar. Ingi var fljótur að smokka sjer úr rúmum og heil- uin fötunum, en Ási bljes i krók- lopnar og bláar liendurnar, til þess að geta lihept frá sjer blúss- unni. Ingi hjálpaði honum til þess að kippa blússunni fram af liöfðinu. „Ertu í einni skyrtu — erma- lausri ?“ Ási stóð þar skjálfandi og aumingjalegur meðan Ingi horfði á tággranna handleggi hans. „Mamma skar þær af. Þær voru orðnar rifnar. Hún gat víst ekki bætt þær“, snökti hann. „Jeg fer ekki úr buxunum“. „Víst, þú verður — úr skónum líka“. „Æ-nei. Nærbuxurnar mínar eru svo ljótar“. „Fljótur, fljótur“. Og Ingi fór að hneppa niður um Ása og tog- aði af honum buxurnar. Vindkviðurnar sveifluðu sjer öðru hvoru fyrir kassastaflann og þyrluðu snjókornúm og ryki yl'ir drengina. Ási reyndi að fela hera hnjákollana. Nú hjálpaði Ingi honum til að fara í nýju, síðu og svörtu hux- urnar, skóna, treyjuna og loks frakkann. En Ási var ekki með sjálfum sjer. Þarna stóð hann eins og prjónn innan í víðum föt- unuin og nötraði hálfu meira en áður. En þegar Ingi fór að troða sjer í garmana lians Ása, fanst lionuin alt í einu, eins og hann væri að gera einhverja vitleysu. Fötin stóðu lionum á beini og honum fanst ömurleiki nísta sig. Eftir litla stund læddust báðir drengirnir út úr portinu, sneypu- legir, eins og þeir hefðu gert eitt- livað ljótt. Ingi læddist þar sem dimmast var, en sentist eins og píla, ef liann þurfti að fara yfir götu. Þegar heim kom, var hann svo heppinn að komasl gegnum göng in án þess að hitta nokurn. Svo fór hann inn í dimma borðstof- una og settist út í horn. Hann var búinn að hugsa sjer hvernig hann ætlaði að hafa það. Þar ætlaði hann að fara úr görmunum og fara svo með alt í miðstöðina. En hurðin opnaðist áður en liann var komin úr og mamma hans kveikti. „Ilvað — En sársauki smaug gegnum Inga. Hann ætlaði ekki að láta mömmu síua þurfa að segja fleira. Hann hljóp í einu stökki að dyrunum, greip um hálsinn á henni og lagðist með þunga sín- um upp að brjósti hennar. Síðan braust út í grátsárindum: „Mamma mam ma. Jeg skal aldrei, aldrei gera þetta oftar. Aldrei nokkurntíma“. Móðirin strauk kollinn á drenguum sínum, meðan liann sagði hræddur og feiininn frá gjörðum sínum. „Góða manima, fyrirgefðu mjer“. Móðirin stóð þar og gat ekk- crt sagl fyrst í stað. Hún strauk tárin af vanga drengsins síns og hvíslaði svo, þegar hún tréysti sjer til þess: „Þú getur fengið nóg föt. Seinna skulum við hjálpa þessu heimili betur. Nokkru seinna sat Ingi við gluggann í stofunni heima. Lík- fylgd fór fram lijá. Hár maður og lotinn gekk næst kistunni og fölleit kona með kögurlaust og upplitað sjal við hlið hans. Þrjú smábörn gengu á eftir þeim. Þar Framh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.