Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.03.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Verndið sjónina Munið, ef þjer viljið spara peninga, að senda gleraugu yðar lil viðgerðar í Lauga- vegs Apotek. Hjá okkur eru allar við- gerðir ódýrar, fljótt og vel af hendi leystar. Laugavegs Apóteki. Laugaveg 16. Sími 755. Fyrir kvenfóMð. FEGURST MEÐAL KÍNVERJA. Kínverjar hafa nýlega kjörið sjer fegurðardrotningu fyrir árið 1931. Hún hlaut fyrstu verðlaun í sam- k'epni, sem nýlega fór fram í Peking. Og vjer skiljum vel að hún hlaut verðlaunin. Hún gœti vel kept við margar Vesturlandastúlkurnar, sem verðlaun hafa hlotið fyrir fegurð. Sambiið i dýrarikinu. Er tiægt að kalta samlif dýranna hjónaband? Er það ekki aðeins blind hlýðni við ákveðin lög, sem halda við ættinni og koma í veg fyrir að hún deyji út? Ef til vill er hægt að gefa fullnægjandi svar við þessari spurningu, en vist er um það, að í dýraríkinu má finna dæmi um hjóna- bönd, sem virðast standa á mjög háu stigi. Að vísu er það satt, að sambúð- in stendur venjulega ekki nema eitt tímabil og eru þá ný bönd bundin, en jafnvel þegar um sumarhjónabönd er að ræða, má sjá hina stökustu fórnfýsi um hag afkvæmisins bæði að hálfu karl-og kvendýrs. Og dæmi eru til að hjónabönd haldist þangað til annaðhvort aðilja deyr. Hvorki meðal maura nje býflugna hefir karldýrið nokkuð verulegt að segja. Það er sameiginlegt öllum lin- dýrum að karldýrið hefir ekki annað hlutverk í lífinu, en að sjá um fróvg- unina. Það er hreint ekki sjaldgæft að kvendýrið sýni ungum sínum liina mestu umhyggju, en kemur varla fyr- ir um karldýrið. Hjá einstökum teg- undum liðdýra kemur það fyrir að karldýrið ber eggin með sjer þangað til þau eru klakin út. Meðal köngur- lóanna, sem yfirleitt hafa mjög ein- kcnnilega giftingarsiði, hendir það alloft að kvendýrið hefir brúðgum- ar.n í brúðkaupsmáltiðina! Það þarf þó ekki að fara mjög langt til þess að finna hjónabönd, sem haldast ár frá ári, einnig meðal dýra, sem ekki standa á hæsta stigi. Jafnvel meðal höggorma höfum við dæmi þess að trygðin nær svo langt að þeir hefna sin á þeim sem myrðir maka þeirra. Þetta er þó elcki vert að taka svo bókstaflega. Höggormur hefir sjálfsagt hvorki til- finningu eða hugsun, sem þarf til þess að hefna maka sins. En þegar ormahjónin eru vön að vera saman er ekkert eðlilegra en það sem eftir lifir leiti hins dauða maka sins, sem venjulega er látinn liggja eftir þar sem honuin var ráðinn bani. Eins og kunnugt er leitar bófinn vanalega þangað aftur, sem hann fremur ó- dæðisverk sín og komi nú svo fyrir að menn fari þangað sem orinurinn var lagður að velli til að skoða han'n einu sinni enn, hendir það vanaleg- ast að menn verða bitnir og hefir þetta svo verið tekið sem hefnd af hálfu höggormsins. Fiskarnir, hinir kaldrifjuðu íbúar djúpanna, sýnast varla að ættu að hafa mikil skilyrði til hlýrrar sam- búðar, þetta á sjer þó stundum stað með þá, enda þótt sjaldgæft sje. í mörgum tilfellum er heldur lítið um heimilisfriðinn. Geddan t. d. gerir sjer litið fyrir og gerir sjer góða mál- tíð úr maka sínum strax eftir hrúð- kaupið. Kvendýrið er oftast mikið stærra en karldýrið og er þetta lienni mesti hægðarleikur. En til eru þó sem sagt fiskar sem búa við betra heimilisskipulag. Laxinn hjálpar konu sinni að grafa gröf i botninn á fossi þeim, þar sem þau lifa til- hugalífi sínu. Eftir að hún hefir hrygnt og hrognin eru frjóvguð, heldur hann vörð um staðinn svo dögum skiftir og rekur burtu hrogna- ætur og aðra legáta, sem gætu orðið börnum hans skaðleg. Það er þó fyrst hjá hryggdýrum með heitu blóði, og þá einkum lijá fuglunum sem finna má veruleg lang- varandi hjónabönd. Og það er ekki aðeins i þeim tilfellum þegar hjóna- handið helst frá ári til árs, að finna má dæmi um órjúfanlega trygð milli lcarl og kvendýrs, og þáttöku þeirra í blíðu og stríðu þegar ræða er um að sitja á eggjunum og seinna að gæta barnahópsins eða sjá honum fyrir fæðu. Þáttaka karldýrsins í fóstri afkvæmanna er venjulega kom- in undir lifnaðarháttum tegundar- innar. Hjá skordýraætum og ránfugl- um, þar sem ungarnir klekjast út naktir og lijálparlausir, og þar sem þarf mikillar umhyggju og gnægð matar til að seðja þá með, er það venjan að karldýrið leggur jafnt að sjer og kvendýrið við þessi störf. Kemur það þá stundum fyrir ef ann- að lijóna deyr að börni-n verða að svelta i liel af því það er öðru þeirra um megn að fæða þá alla. Meðal þeirra fuglategunda aftur á móti þar sem ungarnir geta svo að segja strax sjeð um sig sjálfir og þurfa því ekki eins mikillar umönn- unar, eru mjög oft dæmi um fjöl- kvæni og það að karldýrið skeytir ekki hið minsta um afkvæmi sin sín, en lifir alt árið glöðu og á- Eyggjnlausu Lífi og er ekki við eina fjölina feldur. Hjá nokkrum rándýrum er kven- dýrið stærra og sterkara en karl- dýrið. Þegar svo er, er hjónabandið venjulega mjög gott og karldýrið leggur sig i líma til að viða að búinu. Eu hann hefir þann Ijóð á ráði sínu að hann er ómögulegur til að passa börn. Og komi það af einhverjum orsökum fyrir að konan fellur frá, heldur hann áfrain að bera mat til unganna, hann er duglegur veiðimað- ur svo það stendur ekki á því, en hann hefir ekki svo mikið vit á starfi sinu að honum sje það ljóst, að það þarf að brytja ofan i börnin, og af- ■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VAN HOUTENS konfekt í öskium er uppáhald kvenþjóðarinnar. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ IDOSAN er af öllum læknum álitið framúrskarandi blóðaukanði og styrkjandi járnmeðal. Fæst í öllum lyfjabúðum. Pósthússt. 2 Reykjavík Simar 542, 254 og 30fi(framkv.stj.) Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje óreiöanlegri viðskifti. Leitiö uyplýsinga hjó nœsta umboðsmanni. leiðingin verður oft sú, að þau deyja úr hungri mitt i matvælabirgðum, sem þau kunna ekki að notfæra sjer. Hjá dýrum, sem l'æða lifandi unga er sjaldgæft að böndin sjeu mjög föst. Að vísu er það reglan að karl- dýrið hjálpi kvendýrinu með að- drátt og heimilisvörn, en hjóna- bandið helst eklci neriia eitt tímabil, og það er þá hending ef hinir sömu hittast aftur á næsta ári og slá sjer þá saman aftur. Þó verður að segja að það eru margir ágætis eiginmenn meðal þessara svokölluðu liærri dýra jafnvel þó að ástarhiossinn komi ekki fram við hina sömu konu ár eftir ár. Úlfurinn, sem orðinn er ímynd allar ílsku og villidýrsháttar, er góður og umhyggjusamur faðir, og hann sjer um fjölskylduna á hinn húgulsamasta liátt fyrst eftir að ungarnir fæðast og konan ekki er komin á fætur. Fyrirmyndar heimilislíf finst þó hjá otrinum, það er ekki nóg með það, að hjónin haldi saman ár frá ári heldur eru börnin hjá þeim ofl svo árum skiftir. I oturhúsunum er ofl margbýli, þar sem margir ætt- ingjar húa undir sama þaki, og sam- búðin er þannig löguð að mennirnir gætu mikið af henni lært. Nöldur og ónot eða skammir þekkjast ekki, og öll vinpan er unnin þannig að hver meðlimur fjölskyldunnar gerir livað hann getur. Skyldu vera mörg heimili í mannheimum betri?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.