Fálkinn - 05.09.1931, Qupperneq 2
2
F Á L K I N N
----- QAMLA BIO ---------
V erslunarstúlkurnar.
Bráðskemtileg liljómmynd tekin
af Metro-Goldwyn undir stjórn
Sam Wood. Aðalhlutverkin leika
hinar heimsfrægu dansmeyjar
DUNCAN SISTERS
(Rosetta og Vivian) og
LAWRENCE GRAY.
Myndin er bæði skemtileg og
iburðarmikil og ætti enginn að
sitja sig úr færi að sjá hinar á-
gætu dans- og söngmeyjar, sem
stórfrægar eru um alla veröldina
Sýnd bráðlega.
PROTOS ryksugan
Siemens-Schuckertwerke, Berlín.
w
K-A-R-L-M-A-N-N-A-S-K-Ó-R
Ótal teg. nýkomnar,
t. d. Sandalaskór, afar
liprir og ljettir, Flóka-
skór, Dansskór, Reið-
og Ferðastígvjel úr
leðri og gúmmíi.
Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun.
------ NÝJA BÍO ----------
Oveðursnóttin.
Spennandi sjónleikur um ástir
gullgrafara, tekinn af Universal,
undir stjórn William Wyler, eftir
samnefndri skálsögu Langdon Mc.
Cormich.
Aðalhlutverk:
LUPE VELEZ,
PAUL CAVANAUGH og
WILLIAM >BOYD.
Gleymið ekki að sjá þessa hríf-
andi mynd.
Hún kemur bráðlega.
■ ■
Soffíubúð
■
■
S. Jóhannesdóttir.
Reykjavík og ísafirði
■
■
j eru bestar vefnaðarvöru- og fata-
verslanir íslands.
■
■ -
■
■
Tilbúmn fatnaður
■
innri sem ytri
á konur, karla og börn.
Álnavara
5 bæði til fatnaðar og heimilisþarfa
■
■ V
Prjónavorur
■
■
Alt með lægsta verði.
■
■
• Vörur sendar gegn póstkröfu um
alt land.
■
■
j Símar: í Reykjavík 1887 — 2347. j
á ísafirði 21 — 42. £
! !
Hljómmyndir.
'itm'
mm
Hattabúðin Hattabúðin
Austurstr. 14
Nýjung:
M Þessi kvöldin eru sýndar i Nýja Bíó fyrirmyndir af
§» sumum nýjuhöttunum, sem tiskanhefir valið, frá tíma-
f! bilinu 1880—’90 — afar klæðilegir og ódýrir.
8 Anna Ásmundsdóttir
VERSLUNAR- Mynd þessi er sam-
STÚLKURNAR. in fyrir aðalleikend
-------------- urna: hinar frægu
Duncan Sisters, sem þykja með allra
snjöllustu „variete“-dansmeyjum nú-
tímans og eru frægar um allan heim.
Hún segir frá systrunuin Casey og
Babe Hogan, sem eru afgreiðslu-
stúlkur í stóru erlendu vöruhúsi og
una þar lítt hag sínum. Casey er
mesti óróagepill og ærsladrós en
Babe alvörugefin. Einu sinni sýnir
starfsfólkið í vöruhúsinu gamanleik
með aðstoð pianistans Jimmy Dean
og leika systurnar aðalhlutverkin.
Leikurinn fer vitanlega í hundana,
en leikfróður maður, sem hefir horft
á, sjer að það muni vera hægt að
gera fjölleikahúsþátt úr systrunum
og Jimmy. Þetta gengur þó ekki
eins vel og ætlað var. En Babe gift-
ist Jimmy og þau sigla sinn sjó, en
verður lítið ágengt á listamanna-
brautinni og Casey ekki - heldur.
Löngu seinna hittir Casey deildar-
stjórann úr verslunarhúsinu, sem
hefir verið ástfanginn af henni forð-
um daga. Hann á að taka við for-
stjórn útbús í París og biður hana
um að verða konan sín og koma með
sjer. Casey játast honum strax. En
í sama bili frjettir hún að Babe syst-
ir hennar sje veik og kýs heldur að
fara til hennar en giftast. Babe batn-
ar og þær systurnar skiljast ekki
eftir það og nú bíður þeirra frægðin.
Myndin er einkum eftirtektarverð
fyrir leik þeirra Duncan systra, sem
leika þarna aðalhlutverkin. Hvar
sem þær koma keppist fólkið um að
sjá þær og vinsældir þeirra eru sjer-
stakar. Vivian Duncan er grönn og
ljóshærð, blíðleg og aðlaðandi en
Rosette litil og hnubbaraleg, altaf
full af ærslum og lilægilegum tiltekt-
um. Báðar syngja þær og dansa á-
gætlega og hreyfingar þeirra eru al-
veg eins í dansinum og sjest þar best
systramótið. En það sem skemtileg-
ast þykir við þær er hvað ólíkar þær
eru í skapsmunum. Þær eru fæddar
í Los Angeles og byrjuðu að dansa
opinberlega þegar þær voru 16 ára.
Brátt komust þær til New York og
ljeku og dönskuðu í skemtileikjum
á ýmsum stærstu leikhúsunum þar. í
London sýndu þær sig í gamanleikn-
uin „Topsy og Eva“ sem var saminn
fyrir þær sjerstaklega og var tekinn
á kvikmynd löngu áður en hljóm-
myndirnar komu til sögunnar.
Lawrence Gray, sem leikur Jim-
my byrjaði tilveru sína í Hollywood
sem aðstoðarmaður við Ijósin, en
notaði þessa aðstöðu sína til þess að
ná í hlutverk í forföllum annara.
Og það tókst og hann var orðinn
frægur áður en hann vissi af. Hann
fer ágætlega með hlutverk sitt í þess-
ari mynd. Og skopleikararnir Jed
Prouty og Benny Rubin hafa einnig
bráðskemtileg hlutverk.
„Verslunarstúlkurnar" verða sýnd
ar bráðlega í Gamla Bíó.
ÓVJíÐURS- Mynd þessi, sein sýnd
NÓTTIN. - verður á næstunni í
----------- Nýja Bíó, gerist í gull-
grafaraþorpi einhverstaðar í Alaska.
Fólkið er að bíða eftir póstbílnum,
og sá sem bíður hans með mesti ó-
óþreyju er ungur námueigandi, Burr
að nafni. Hann á von á peningum,
en þeir koma ekki og honum stend-
ur það á miklu, vegna þess að hann
hefir lent i fjárhættuspili við annan
gullgrafara og tapað 5000 dollurum,
sem hann á að borga fyrir sólarlag
í kvöld, — ella missir hann námuna.
Til þess að fá peningana hafði hann
skrifað ríkum kunningja sínum,
Dave Stewart og beðið hann um lán.
Loks þegar sólin er að ganga til
viðar kemur Dave sjálfur með pen-
ingana, en sá sem á að taka við þeim
segir, að sólin sje gengin undir,
þangað til Dave fer með hann upp
á húsþak, en þaðan má sjá síðustu
geislana við sjóndeildarhringinn.
Burr býður Dave, sem er borgar-
búi, að vera hjá sjer um veturinn
í kofa sinum og hann þiggur það.
Fer það besta á með þeim þangað
til eirin góðan veðurdag, að þeim
verður litið út, við að óp heyrist.
Þarna úti liggur Fachard námu-
grafari, vinur Burrs, særður til bana,
og yfir honum stendur dóttir hans.
Fachard hafði fengist við smyglun
og lögreglan komist á snoðir um
þelta og elt hann er harin flýði og
skotið hann á flóttanum. Hann and-
ast þarna í kofa Burrs, er hann hefir
beðið hann að sjá um Nanetlu dótt-
ur sína. Nanetta sest þarna að og nú
er bráðlega úti friðurinn milli þeirra
Framh. á bls. 15.
Komið nú
og látið ransaka sjón yöar
á Laugaveg 2. Þaö fer aö
dimma og þess vegna er
þaö nauðsynlegt aö fá sjor
hin rjettu gleraugu. Komið
þvf strax boint til
sjerfræðingsins á Lgv. 2.
i