Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Page 4

Fálkinn - 25.06.1932, Page 4
4 F Á L K I N N Hundurinn Pjetur og Ludvig Kristiansen. Eftir MARIE BÖCKMANN. Það var hundur um borð hjá okkur á „Sæslöngunni“. Hann hjet Pjetur, kolsvartur og loð- inn. í hvert sinn sem við kom- um til Liverpool og það var venjulega einu sinni á ári — þá ljet Johnsen skipstjóri klippa Pjetur svo að hann liktist ljóni, með heljarmikið fax og hala- skúf. - Þetta fer honum vel, sagði skipstjóri. En Pjetur var ekki á sömu skoðun. Jeg læld að honum iiafi liðið illa og skammast sín fyrir skartið. Að minsta kosti skreiddist hann jafnan á eftir inn i kofa sinn og hringaði sig þar inni í horni. Og þarna lá hann timunum saman. Hánn var áreiðanlega móðgaður. Pjetur hafði sem sje manns- vit. Svo var skipstjórinn vanur að koma með rcglulega gott steikarbein, og látast missa það rjett fyrir framan Pjetur? Hann snerti ekki beinið en leit beint á skipstjórann, eins og hann vildi segja: Nei, jeg snerti það ekki- Og þetta svar varð skipstjóri að sætta sig við. Því að Pjetur hafði mannsvit. Og svo var skipsdrengurinn sendur inn í borgina til að kaupa tíu reyktar sildar. Revkta síld stóðst Pjetur ekki. Síldarnar vorn látnar á disk rjett fyrir ntan kofa hans, þvi að það þýddi ekki að bjóða Pjetri upp á það að jeta af þil- farinu. Svona, Pjetur, gerðu svo vel. Vertu nú góður hundur. Og þá skreiddist Pjetur á fætur, en fór sjer að engu óðs- lega. Fyrst át hann cina síld með mestu liægð og svo aðra á sama hátt. En skipstjóri stóð hlæjandi álengdar og mælti: Pjelur, þetta er nú eins og það á að vera! Jeg held að Pjetur hafi verið æðstur allra á „Sæslöngunni“. Að minsta kosti hraut aldrei neinum stygðaryrði til hans. En það stafaði hka af því að Pjet- ur liafði gert skipstjórann að þeim manni, sem hann var. Pjetur hafði læknað i honum gigtina, þótt fjórir læknar liefðu áður gefist upp við það og lækningakonan í Lundi. En heima á Ærö, þar sem Jolmsen átti heima var gamall hjeraðslæknir og hann sagði að lokum, þegar meðul hjálpuðu ekki neitt. --- Johnsen, sagði hann, nú verðum við að reyna heimilis- ráð. Farið þjer og kaupið svart- an hvolp — en hann verður að vera kolsvartur og ekki eitt ein- asta hvítt hár á honum. Og verðið má tll að standa á stakri tölu. Skiljið þjer það? Jú, Johnsen skildi það. Og svo verðið þjer að halda kvrru fyrir lieima í vetur og sitja með hvolpinn á kjölt- unni. En einu sinni á dag gang- ið þjer út i skóginn og teymið hvolpinn með vður í handi og það á lika að vera svart. Ef þetta dugar ekki þá er jeg ráða- laus. En það dugði það dugði ágætlega. Eftir svo sem mánuð var skipstjóra mikið farið að batna og um vorið var hann albata. Gigtin hafði hlaupið í Pjetur og veslingurinn skalf oft og nötraði, svo að það var auðsjeð hvernig gigtin hamað- ist i honum. Að vísu sagði læknirinn að Pjetur findi ekki neitt til, og honum batnaði alveg á fyrstu sjóferðinni. En það getur hver skilið, að skipstjóri átti hundinum mikið upp að unna. Mjer er líka óhætt að full- vrða, að aldrei kom svo nýtt kjöt um borð, að Pjetur fengi ekki af því eins og hann gat í sig látið, hvernig sem fór um skamt okkar hinna. Og skipstjórinn sagði jafnan: Að vísu er Pjetur hundur, en hann er framúrskarandi lnindur. Samt sem áður hvgg jeg' að Johnsen liafi ekki þótt jafn vænt um hundinn og Ludvig Kristensen, —- það var mat- sveinninn. Ilann var lika frá Ærö. Hann hafði kent Pjetri óleljandi listir. ()g það voru engar smávægis listir. Jeg ætla ekki að minnast á annað eins smáræði og það, að stökkva yfir slaf, eða liggja sem dauður — og þó leysti Pjetur þær þrautir ágætlega. Þegar hann þóttist vera dauður hreyfði hann hvorki legg eða lið, og það var sama hvernig við mjálmuðum eða skræktum hjá honum hann deplaði ekki augunum. . . En þið hefðuð átt að sjá hann sitja á afturlöppunum, með liatt á höfði og kritarpípu í kjaftin- um það var dæmalaust. Og svo hygg jeg að Pjctur hafi þekt á klukkuna. Ilann vissi upp á hár hvenær matmálstímar voru. Ludvig gleymdi því slundum, en þá fór Pjetur og sótti hann, og Ludvig varð að fara á fætur og út i eldhús. Þeim kom ágætlega saman. Þcir töluðu hlátt áfram hvor við annan og það var skop- legt að heyra. Ludvig sagði honum frá hústað sínum í Ærö, kúnni, sem mjólkaði 14 merkur í mál, lómutrjánum og' Ane það var svstir hans — og hvað hún væri dugleg' að lesa og skrifa. Hamingjan má vita livað hann fræddi Pjetur mik- ið! Eitt var það, sem Ludvig' sárnaði. Þegar skipstjórinn og hann fóru samtímis í land, þá varð Pjetur altaf að vera með skipstjóranum. Það var líka al- veg sjálfsagt. En Ludvig sárnaði þetta ákaflega. Þess vegna var hann lcngi að hugsa um það að kaupa Pjetur og ráðast á annað skij). Einu sinni sagði hann skip- stjóra frá þessu. Við vorum þá á Spáni með saltfiskfarm. Lud- vig kom blindfullur um borð það gerði hann ætið. Og nú sagði hann: Jeg skal borga hundrað krónur fvrir Pjetur. Skipstjóri sag'ði honum auð- vitað að snauta hurtu. Sjer dytti ekki í lmg að selja Pjetur, sem'hefði læknað gigtina í sjer, og sjálfur fengið gigt fyrir vikið. Jæja, tvö hundruð krón- ur þá. Var maðurinn vitlaus, að ætla að horga tvö lnmdruð krónur fvrir lnmd? Og þó var Pjetur þess virði. En skipstjóri vildi ekki selja hann. Ludvig var lítill maður og svartur á brún og brá. Hann var altaf óhreinn. Ekki var hann mikill snillingur í mat- reiðslu, en |)að var ekkert ilt í honum. Það var gaman að iievra hann tala nm húsið heima í Ærö. Foreldrar hans voru dánir og liann átti engan að nema Ane, en hún var gift söðlasmið í Rudköbing, og þau höfðu hlaðið i niður börnum. Það var þvi elcki undarlegt þótt Ludvig findist stundum að hann væri einstæðingur. Oft og tíðum sagði hann: Þið eigið kærustu, eða konu, eða föður, eða móður, sem þið get- ið verið hjá. En hvað á jeg einstæðingurinn ? Annars var hann ekki fátæk- ur. Húsið hafði verið selt og þar sem börnin voru ekki nema Ivö, l'jekk hvort þeirra lóOO krónur. Ludvig lagði sinn hlut i banka, og honum datt ekki i luig að skerða hann, á hverju sem valt. Hann ætlaði að kaupa sjer hús fyrir þetta fje þegar hann gifti sig.' Það var hredda í Trangisvog i Færeyj- um — en þaðan sigldnm við með fisk til Spánar. Hún var kölluð Sanna en hjet vísl Súsanna Eliasdóttir. Foreldrar hennar áttu heima í litlu gulu luisi rjctt hjá bryggjunni og það var nokkurskonar sam- komustaður sjómanna. Ég kom þar ckki — mjer þótti of ó- þrifalegt þar. Faðirinn var sí- fullur, móðirin hræðilegur kvenvargur og báðar dæturnar •— hin hjet Elísabét — voru lausar á kostunum og góðir vinir allra enskra sjómanna. Nei, þangað vildi ég ekki koma. En Ludvig' var þar öllum stundum — því að Súsanna hafði komist að þvi, að liann átti 1500 krónur. Þið megið reiða ykkur á að jeg reyndi að koma vitinu fyrir hann. - Heimskinginn þinn, sagði jeg. Asninn þinn, sagði jeg. Þú æltir að geta sjeð það á stelp- unni að hún lingsar aðeins um peningana þina. Sjerðu það ekki? — Jú. Og samt leggurðu lag þitt við hana! Þú hlýtur að vera vit- laus. Nei, sagði Ludvig. Jeg er *hara að þreifa fyrir mjer. Það vcrður ekkert úr þessu. Jú, jeg hefði nú sagt það. Einhvern góðan veðurdag koin þangað nokkurs konar trúboði frá bindindismönnum, það var þorpari. Hann hafði af mjer fimm krónur og hann fór án þess að borga húsaleigu. En því verðnr ekki neitað, liann var mælskur. Hamingjan hjálpi okkur, hvernig hann þrnmaði yfir þeim. Fyrst ávítaði hann þau fyrir að selja húsgögn sín að veði — en það var ekki satt, því þar er enginn veðlánari. Og svo kom röðin að húsbóndan- um, sem kom fullur heim, mis- þyrmdi konu og börnum og gerði úr þeim ræningja og morðingja, sem enduðu i hin- um eilífa eldi. Og svo lýsti hann með hjartnæmum orðum því heimili þar sem hjónin læsi á hverjum degi í biblíunni, þar væri blóm í gluggnnum og kan- arífugl, nóg að bíta og brenna, maðurinn í bindindisfjelagi og konan fengi nýjan kjól á hverjn ári og svo framvegis. Allir gengu í bindindisfjelag- ið. Jafnvel hinn gamli fylliraftur Elias, faðir Súsönnu. Og konan og dæturnar. Það var skoplegt. Og litlu seinna sagði Sanna við Ludvig. — Þú verður að ganga í fje- lagið. Og heimskinginn lofaði því. Daginn eftir var laugardag- ur og við fengum kaupið okk- ar. Og svo fengum við okkur talsvert neðan í því og Ludvig var varla ferðafær er hann slami rauðhærð

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.