Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1932, Qupperneq 14

Fálkinn - 25.06.1932, Qupperneq 14
u F Á L K I N N Svona hatta er hægt aö fá kegpta á Madeira. Og ferffamennirnir, sem þangaff koma kaupa þá lika óspart. En hvort þeir eru þægilefflir, effa lwort ferffamennirnir nota þá þeg- ar þeir koma heim i stórborgirnar, skal látiff ósagt. Sæljónin eru sögð skemtileg dýí, eða svo finst að minsta kosti stúlk- unni hjer á myndinni. Hún hefir keypt sjer sæljón og spásserar með það dags dagtega um garðana í Bost- on, en þar á hún heima. Vitanlega vekur stúlkan mikla athygli, og hver veil nema refirnir sje einmitt skotn- ir til þess. En einu sinni fór illa. Stúlkan fór fram hjá tjörn á göngu sinni. Gerðist dýrið þá órólegt og tók loks undir sig spretl og fleygði sjer í tjörnina. Komst múgur og margmenni i að ná sæljóninu aftur — og siðan varast stúlkan að ganga þar, sem tjarnir eru nálægt. Síam er eitt þeirra fáu landa, sem heldur lieim ómannúðlega sið, að láta afbrotamenn sitja í hlekkjuin sí og æ, meðan þeir eru að afplána hegningu sína. Síamskir afbrota- menn ganga jafnan með hlekki milli hægri ökla og vinstri handleggs, en þeim er leyft að hreyfa sig meira en ýmsum öðrum föngum og þeir mega reykja. Einnig eru þeir mikið notaðir til vinnu; t. d. hefir nýlega verið reist stórl fangelsi í Siam og að því hafa nær eingöngu unnið fangar. Þegar enska stórskipið „Empress of Britain“, sem talið er fullkomn- asta skip nútímans, fór fyrstu l'erð sína yfir Atlantshaf hafði það með- ferðis „verndargrip“ þann, sem sjesl hjer á myndinni: stóra og afkára- iega brúðu. Á myndinni sjást einnig Georg Englaprins og lafði Louise al' Mountbatten. Ekkert varð að skip- inu á leiðinni, en ósagt skal látið, hvort það hefur verið verndargripn- um að jjakka. ± Allt með (slenskuin skipuiii! Jt og umhverfi þess, og var i mjög góðu skapi. Hún hlustaði eftir þessu með áhuga. „Og búið þjer þarna aleinn?“ spurði hún. „Svo má það heita. Að undanteknum Spalding, Jennings, Bugg, eldamanninum og tveimur eða þremur stúlkum. Ekki má heldur gleyma gamla góða Guy“. „Hver er Guv?“ spurði hún. „Guy er best hægt að lýsa, sem Guy“, sagði hann. „Annars er hann skrifari minn og frændi“. „Skrifari", sagði hún. „Hvað hefur hann að gera“. „Hann hirðir um leiguliða mína, og gef- ur mjer öðru liverju góð ráð, sem jeg þó aldrei nola. Þjer ættuð að gera mjer þá á- nægju að koma til morgunverðar í fyrra- málið til þess að kynnast honum“. Bifreiðin heygði nú inn að garðshliðinu á „Góðramannahvíld", Tony hafði skýrt hús sitt því nafni. Bifreiðin staðnæmdist við aðaklyrnar. „Jeg ætla að skreppa inn, og vita hvort Spalding er háttaður, ef hann er á fótum, þá tékur því ekki fyrir yður að fara út úr vagninum“. Hann stakk lykli í hurðina og opnaði, gekk þvert yfir forsalinn að bjöllunni, og næstum á sama augnabliki kom Spalding. „Þetta var ágætt“, sagði Tony. „Jeg var hálfhræddur um að þjer væruð háttaðir. Er Bugg kominn heim?“ „Nei, sir Antony". „Segið mjer Spalding. Eruð þjer hrædd- ur við konuna yðar? „Ekki frekar en gerist og gengur meðal eiginmanna, sir Antony“. „Ágætt! Jeg ætlast sem sje til þess að þjer komið með mjer og komið fram sem nokk- urskonar sendiherra. Úti i bílnum er ung stúlka, hún þarf að fá gistingu og einhverja almennilega manneskju til að þjóná sjer. Þetta er að visu ekki sem heppilegastur tími til þess að taka á móti leigjanda, en jeg var að voiia að ef þjer kæmuð með mjer og skýrðuð málið, á viðeigandi hátt, mundi hún ef til vill gera undantekningu mín vegna“. Andlit Spaldings var eins og það væri höggvið í stein. „Jeg er sannfærður um að kona mín er fús til að gera sitt ítrasta til að þóknast húsbóndanum. Ef mjer leyfist að segja það, þá hefur hún framúrskar- andi gotf álit á honum“. „Jeg er upp með mjer af því“, sagði Tony. Farið i yfirhöfn og látum oss sjá hvað við getum gert“. Fám mínútum síðar sat Spalding við hliðina á Jennings, og var bifreiðin á hraðri ferð til Heath. Þegar þangað var komið beygðu þeir út af aðalgötunni og inn í bratt hliðarstræti og staðnæmdust fyrir framan röð af litlum hvitum húsum, með hlómgarði i kring um hvert um sig. Spalding opnaði grindahlið og fylgdi þeim lieim að 'einu húsinu, opnaði hann hurðina og logaði dauft gasljós í forstof- unni. „Ef fyrirfólkið vill gera svo vel og hiða hjerna, ætla jeg að fara og láta konu mína vita“. Hann opnaði dyr til hægri og visaði þeim inn í litla stofu, með einföldum hús- búnaði, en mjög vistlega. í fyrsta lagi var all hreint og fágað, og svo varð loftið enn hreinna og ilmsætara vegna nokkurra hya- cinta er stóðu á borði út við gluggann. „Hvernig fellur Isabellu þetta?“ spurði Tony, og kveikti sjer í vindlingi. „Þetta er ljómandi“, sagði hún. „Jeg' mundi telja mig hamingjusama ef jeg fengi að búa hjerna. Alt er hjer svo frjálst og vinalegt eftir....“ hún þagnaði — „eftir fyrri vistarveru mína“, bætti hún við. „Jeg vona að alt annað sje i samræmi við þetta“, sagði hann. „Ef dæma skal eftir smekk Spaldings á vínum og vindlum gel jeg ekki gerl mjer í hugarlund að hann láli sjer nægja með nokkuð sem ekki er fyrsta flokks. „Hvenær ætlið þjer svo að koma til morg- unverðar á morgun. Má jeg' senda bílinn eftir yður kl. 11, eða er það of snemmt“. Hún hristi brosandi höfuðið. „Jeg held næstum því að jeg geti komið svo snemma á fætur, einkum vegna þess að jeg er vön að fara á fætur klukkan átta“. „Já, en jeg get gjarnan verið tilbúinn fyr“, sagði Tony og sýndi mikla sjálfsaf- neitun. „Ó, þakka yður fyrir, en jeg verð senni- lega fegin að sofa frameftir í fyrramálið“. Ilún hló glaðlega. „Annars get jeg víst vel gengið þennan spöl, það ei- ekki svo langl hvort sem er“. „Eins og þjer óskið“, sagði hann. „Jeg sendi bifreiðina liingað, livað sem þjer af- ráðið. Jennings hefur svo gott af morgun- loftinu“. Fótatak heyrðist í stiganum og Spalding kom inn. „Kona mín segist vilja gera sitl itrasta til þess að ungfrúnni geti liðið sem best. Hún kemur niður, þegar við erum farnir. „Vegna þess hvað við erum seint á á ferð, er hún dálítið — hm — fáklædd“. „Við munum hverfa hjeðan nógu snemma“, lofaði Tonv liátíðlega, og Spald- ing gekk út. „Góða nótt Isabella“, sagði Tony, „og lát- ið yður ekki dreyma að tveir dökkleitir slánar sjeu að elta yður“. Hún rjetti honum mjóu fallegu hendina, sem hann kysti með lotningu. „Góða nótt“ svaraði hún. „Og jeg þakka yður innilega“. Hún þagnaði. „Þetta er eins og í æfintýri, bætti hún við. „Nákvæmlega“, sagði Tony með sannfæringarkrafti. V. Klukkan á arinhillunni sló ellefu. Guy Oliver þerraði pennann vandlega, og lagði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.