Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1932, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.07.1932, Blaðsíða 6
r F Á L K I N N Sýning vjelsmiðfunnar Hjeðinn. Þarna sjúst járnhúsgögn, kertastjakinn mikli, skilvindan og á borðunum bak viö allskonar rennismíði og eldsmiði. Sýnishorn af vörum Körfugerðarinnar, borð, stólar, og tevagn. féllu og lyftir skóflunum full- um og tæmir úr þeim sjálfkrafa út i hliðarrennu, þegar þær eru komnar í ákveðna hæð. Er þetta fyrsta tilraunin til að smíða skurðgröfu hjer á landi og er þess að vænta, að hún takist vel. Þarna gefur einnig að lita hlakkir, akkeri, ristar og mót ýms, svo og hluta úr túrbínum o. fl. o. fl. t næstu stofu, nr. 7, er sýn- ing vjelsmiðjunnar Hjeðinn. Þessi vjelsmiðja hefir starfað í inörg ár undir stjórn þeirra Bjarna Þorsteinssonar og Mark- Visar Ivarssonar og eigi livað sist fengist við skipaaðgerðir. Eru þarna sýnishorn ýmsra slíkra viðgerða svo og áhöld sem Hjeðinn hefir smíðað til viðgerða á skipum, t. d. bor- vjel, sem notuð er til þess að bora upp kólfhylki i gufuvjel- um, þrýstilofnsvjel o. fl. Þarna eru ennfrennir sýnishorn af ketilsmíði og mjög fjölbreytt úrval af rennismíði allskonar. Af jámsmíði má nefna stjakann mikla, sem smíðaður var und- ir kerti það, er páfinn í Róm gaf kaþólsku kirkjunni hjer. Þá er og á sýningunni ýmis- konar útbúnaður sem nauð- synlegur er 'til veiðarfæraum- búnaðar á skipum og er það ný iðjugrein hjer á landi. Enn er að minnast á stóla og borð úr járni, í hinum nýja „funkis“- stíí, sem nú er mjög uppi á ten- ingnum erlendis. Húsgögn þessi eru mjög hentug að flestu leyti og um endinguna er ekki að ef- ast. — En mesta athygli í þess- ari sýningardeild mun grútar- skilvindan vekja. Er það ís- lensk uppgötvun. Skilvinda þessi er notuð til þess, að ná meira lýsi úr grút, eftir bræðsl- una en unt liefir verið áður með þeim tækjum, sem þá voru til. Hefir Hjeðinn smíðað nokkrar skilvindur af þessu tagi og hafa þær reynst ágætlega. Þá tekur næst við sýning Vjel smiðjunnar Hamar. Hún mun vera elst hjer á landi, þeirra er mikið kveður að. Starfaði hún lengi undir stjórn 0. Malm- hergs, sænsks vjelsmiðs, en á siðasta ári tók Benedikt Grön- dal, verkfræðingur við stjórn liennar. Hamar hefir verið ver- ið athafnamikið fyrirtæki og framkvæmt fjölda stórra skipa- viðgerða og smíðað milli 40 og 50 gufukatla handa ýmsum fyr- irtækjum, svo sem þurkhúsum, lifrarbræðslum og brauðgerðar- húsum. Þá hefir Hamar alla tíð haft steypusmiðju og þarna á sýningunni er fjöldi af steypt- um munum, sem mikið er not- að af hjer á landi, og áður varð að flytja inn frá útlöndum. Má þar nefna símaskápana, sem núna er verið að setja upp víðs- vegar á götum bæjarins í sam- bandi við lagning jarðsímanna, jarðsímahólkana, sem notaðir eru til að lykja um samskeyti jarðsímanna, brunnkarma fyr- ir gasbrunna og holræsi, keðju- stoppara og margt fleira. En af eldsmíðum má nefna blakkir, eldrökur og fleira. Þarna er einnig margskonar rennismíð, lásar, ventlar og þessháttar. Sjergrein lijá þessari verk- smiðju eru dragnótavindurnar, sem hún hýr til að öllu leyti og mikið er farið að nota lijer á landi og hafa gefist ágætlega. Vindur þessar eru með sjer- stalcri gerð, sem tryggir þeim hetri endingu og Ijettari drátt en öðrum vindum. Yfirleitt eru þessar sýningar vjelsmiðjanna talandi vottur um það hve Islendingar eru á veg komnir í þessari grein og hve góðum kunnáttumönnum þeir liafa á að skipa. Það liefði þótt fyrirsögn hjer í Reykjavík fyrir 10—20 árum, að farið væri að smíða hjer á landi ýmsa þá hluti sem þarna eru á sýning- unni og að fyrirtæki þessi hefðu hátt á annað hundrað manns í þjónustu sinni. A efri hæð skólans er fyrst að líta á sýningu Körfugerðar- innar. Þorsteinn Bjarnason veitir þessu fyrirtæki forstöðu og verk lians bera þess ljós merki, að hann er mikill kunnáttumaður í sinni grein. Því að þariia á sýningu hans, í stofu nr. 13, er hver gripur- inn öðrum fallegri og verðinu sýnist vera svo vel í hóf stilt, að framleiðsla Körfugerðarinnar sje mjög vel samkepnisfær við útlenda framleiðslu. Körfugerð- in býr til allskonar vörur úr riðnum tágum, körfutegundir allskonar, svo sem litlar liand- körfur og saumakörfur, brjefa- körfur og stórar körfur fyrir þvott og því um likt. Þá býr hún til húsgögn úr tágum, horð og stóla, tevagna og yfirleitt alt, sem úr tógum er riðið. Er þetta livað öðru fallegra, eins og áður er sagt og mikilsverð nýung í innlendum iðnaði. Ætti enginn sýningargestur að fara svo af Iðnsýningunni að hann skoðaði ekki þessa deild gaumgæfilega. í sömu stofu hefir Blindra- vinafjelagið sýningu á allskonar smíði eftir blinda menn. Þor- steinn Bjarnason mun hafa átt frumkvæðið að því að byrjað var að kenna blindum mönn- Svefnherbergishúsgögn, gerð af blindum manni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.