Fálkinn


Fálkinn - 09.07.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.07.1932, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimetcr Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddarabankar. Enskt máltæki segir, að auglýs- ingin selji þrjá hluti, þar sem einn var seldur auglýsingalausl, og Ame- rikumenn taka enn dýpra i árinni. Þar er auglýsingin orðin svo inn- gróin í meðvitund manria, að ekki er liægt að selja hlutinn án þess að auglýsa hann rækilega. íslenskir kaupsýslumenn hafa kynst þessu saraa, þvi að þó að hér sje minna umleikis en hjá stórþjóð- unum þá er þetta lögmál óbreytt. Til l>ess að varan seljist þarf að kveðja henni hljóðs, láta hana tala til allra úr dálkum hlaðanna. Ef það er ekki gert, selst hún ekki, hversu vönduð og ódýr sem hún er, af þeirri einföldu ástæðu, að fólkið veit ekki að hún er vönduð og ódýr, það þekkir hana ekki og ntan ekki eftir henni. En sú vara sem fullnæg- ir skilyrðum kaupandans og er vel auglýst, verður svo föst í meðvitund lians, að liann nefnir aðeins eigin- heiti þessarar ákveðnu framleiðslu en ekki vörutegundina sjálfa. Nú liugsa ýmsir sem svo; Þetta vörumerki er mikið auglýst. Auglýs- ingarnar kosla of fjár og jtetta fje horga jeg, um leið og jeg kaupi vör- una. Ef liitl vörumerkið sent lítið er auglýst kostar jafnmikið, jjá hlýtur það að vera betra að gæðum, þvi að þar er enginn auglýsingakostnað- ur. — En þetta er mesti misskilning- ur. Auglýsingakostnaðurinn er ekki nema smáræði við þann ávinning, sem framleiðandinn hefir af því, að geta aukið sölu á vöru sinni. Hundr- að þúsund stykkin al' vörunni kosta hann ekki tvöfalt meira en 50.000 slykkin, heldur kostar það sem urn- fram er 50.000 aldrei nema brot af 50.000, misnnmandi stórt brot eftir því hver vörutegundin er. Og eftir því sem framleiðslan eykst verður umframkoslnaðurinn ennþá minni liltölutega. —- Þetta hefir reynzlan sannað og þessýegna auglýsa menn líka. Enginn mundi auglýsa lil þess að tapa á þvi. Innlendi iðnaðurinn sem vorið er að efla hjer á landi virðist ekki liafa gerl sjer þetta nægilega ljóst, og hjer er ef lil vill ein aðalástæðan til þess að hann kemsl ekki fyr úr kútnum en raun ber vitni. Útlendu keppi- nautarnir auglýsa — þrátt fyrir kreppu og innflulningshöft, en inn- lendi iðnaðurinn, sem einmitt á yf- irstandandi tima hefir fengið upp i hendurnar betra tækifæri en gefst á næstunni, til þess að leggja undir sig landið, hann þegir, í stað þess að láta alhliða auglýsingastarfsemi ryðja sér braut inn á hvert einasta íslenskt heimili. — Hygginn kaup- sýslumaður híður ekki eftir að kaup- endur komi — hann lætur auglýs- ingarnar sækja þá. Anna Borg og Poul Reumert eru fyrir skönunu komin hingað til lands og ætla að dvelja hjer fram eftir sumrinu. Reuinert las upp fyrir nokkru sögu eftir Gunnar Gunn- arsson, „Terje Vigen“ eftir Ibsen, þátt úr „Maskerade“ Holbergs og „Leggur og skel“ Andersensæfintýr- ið, sem Jónas Hallgrímsson sneri á íslensku. Var þetta ágæt skemt- un og þótti áheyrenduin einkum koma mikið til meðferðarinnar á „Maskerade“ enda reyndi liar meira Góðir gestir. á leik en i hinum viðfangsefnun- „Leggur og skel“, Andersensæfintýr- um. — Nokkru siðar lásu þau Anna Borg og Reuinert — eða rjettara sagt ljeku — „Cant“ eftir danska prestinn Kaj Munk, en þetla leikrit hefir vakið inesta athygli þeirra, sem fram liafa komið í Dan- mörku á síðustu árum og var leikið um 50 sinnum á kgl. Ieikhúsinu í vetur sem leið, og ljek Anna Borg þar aðalhlutverkið, Önnu Boleyn. Las lnin það hjer á upplestrinum en Poul Reumert fór með öll hin hlutverkin. Var þetta ógleymanlegt kvöld öllum sem á hlýddu, enda óx Anna' Borg mjög af þessu hlutverki í Danmörku og er nú skipað á bekk með fremstu leikkonum þar og hefir þegar á fyrstu leikárum sínum unn- ið þá sigra og viðurkenningu sem aðrar leikkonur verða að berjast fyrir í mörg ár. En Reumert er, eins og alkunnugt er orðið, einn fremsti leikari Evrópu. Það er ný- næmi, hjer í tilbreytingaleysinu að l'á slíka gesti. Þá ljeku þau Galgemanden, hinn einkennilega og áhrifamikla leik Runars Schil({t og lásu jaj'nframt upp og sömuleiðis hafa þau leikið kafla úr Goethes Faust og hafa orðið að endurtaka þá skemutn hvað eftir annað. Ungfrú Anna Borg ljek þetta hlutverk á kgl. leik- húsinu í Khöfn og var leikur henn- ar með svo miklúm ágætum, að nafn hennar varð skyndilega frægt um öll Norðurlönd. Hefir Anna Borg aukið sóina þjóðarinnar erlendis, með liinni ágætu list sinni, sem hún l>ví miður ekki fær tækifæri til að láta íslendinga njóta nema endrum og eins. Það er því fagnaðarefni er þau heimsækja oss hún og Poul Réumert, og ínunu allir óska að þau komi sem oftast. Þau verða altaí velkomin. ./li.'í Jónsson, i'itvegsbóndi, Mun- aðurhóH á SnæfeUsnesi, varð sjötngur k. j>. ni. Bjarni Gislason lieitir ungur og efnilegur ljóðhöfundur, ættaður veslan úr Barðastrandasýslu, sjó- maður að atvinnu og sjálfmentaður. Mörg kvæði hafa birst eftir hann í blöðum og hlotið almannalof og tækilæriskvæði liefir hann orkt og lesið upp opinberlega og þykir hann ágætur upplesari. í vor fór hann um Vestur- og Norðurland og las upp á ísafirði og viðar og bera blaða- dómar þaðan þess vott, að vel hafi likað að heyra til hans. Bjarni er Sigurjón Arnlaugsson verkstjóri Hafnarfirði, verðnr 55 ára 15 j). m. kornungur maður og þvi vænlegur til þess að láta margt gott eftir sig liggja í framíðinni. -----x---- Svessneskur verkfræðingur hefir fundið upp lítið áhald, sem gerir það að verkuni, að unt er með stærð- fræðislegri nákvæmni að ákveða Jón Oddur Jónsson, Haðarstíg 22 verður 50 ára 12. þ. m. Ekkert er jafn skemtilegt eins og góður k/kir á ferðalögum. Jeg hef hið rjetta úrval af sjó- land og ferðakíkirum. Komiö og skoðið ( búðinni minni. Bruun, Laugaveg 2 hraða bifreiða og jafnframt segja til um hvernig hömlurnar verka er þeiin er beit. Áhald þetta er að því leyti merkilegt, að þáð fer nauðalítið fyrir því í bifreiðinni, en hinsveg- ar liefir það mkla þýðingu 1. d. þegar árekstur verður og menn slas- ast og ekki er unt að leysa úr hver á sökina. Þá segir áhaldið til um hraða bifreiðarinnar og sker úr,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.