Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1932, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.08.1932, Blaðsíða 3
F A I. K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstufa: Bankastræti 3, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa I Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið keinur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsinyaverð: 20 auru millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Þar sem listamenn eru til verður gagnrýni lika að vera tii og hún er engu ónauðsynlegri en þeir. tíagn- rýnandinn er matsmaður á hina andlegu framleiðslii og flokkar hana, alveg á sama hátt og t'iski- matsmaðurinn fiskinn. Hann vins- ar gott frá ljelegu og segir fólki: þessa bók eigið þið að lesa, en hina græðið þið ekkert á að lesa. Eða: þessi málverk skuluð þið skoða og kaupa, en hin málverkin græðið þið ekkert á að skoða nje kaupa. Fiskframieiðsluþjóðinni Islcnd- ingum þótti mikils um vert, að cign- ast duglega matsmenn, sem fiskkaup- endurnir gátu trúað á. Varan hækk- aði í verði. Ef til vill er almenn- ingi ekki eins ljóst hve mikið er undir þvi komið að eiga samvisku- sama og. hæfa gagnrýnendur, en víst er um það að smekkur þjóðarinnar þroskast ekki fyr en svo er orðið. Nú er á það að líta, að ástæður eru til þess, að gagnrýni er svo ó- fulíkomin hjer á landi, sem raun ber vitni. tíagnrýnendur eiga erfið- ari aðstöðu hjer en i nokkru öðru menningarlandi. Veldur þvi t'á- mennið — og íámenninu fylgir kunningsskapurinn. Gaígnrýnendf- urnir þurfa að vera óháðir menn, en það er erfitt í „landi kunnings- skaparins". Ýmsir góðir og greindir menn hafa sýnt, að þeir hafa bæði haft vit og vilja til þess, að skrifa dóma um bækur og listir af fullum skilningi, bæði lof og last, en að jafnaði hefir farið svo, að þeir hafa hætt að skrifa um annað en það, sem þeir gátu lol'að. Lastið, þó bygt væri á fullum rökum, skapaði fjand- skap þess sem lastið fjekk og svo vina hans og venslamanna, leiddi af sjer ritstælur og jafnvel nið. Og þó að íslendingar sjeu engir friðar- liöfðingjar í stjórnmálum, þá fellur gagnrýnendum illa deila út af dóm- um sinum eða hljóta fjandskap af þeim. Og sumpart voru þessir menn þagðir i hel eða aðfinslur þeirra kæfðar undir oflofi óvitrari manna. Því að nú er svo komið, að flest jjað af dómum um bækur og listir, sem á prent kernur, á ekkert skylt víð gagnrýni. Það ber á sjer merki auglýsingaskrums enda mun það að jafnaði vera komið fram i þeini til- gangi. Stundum ber líka hitt við, að ráðist er af óviti á rithöfunda og aðra listamenn og ráða þar að jafn- aði um persónuleg óvild, stjórnmála- fjandskapur eða andúðin gegn nýj- um skoðunum eða nýjum listarað- ferðum. Kökugerðin „FREYJA“ Um siðustu mánaðamót tók til starfa á Laugavegi 22 B, fyrirtæki undir þessu nafni. „Freyja" fram- leiðir allskonar kökur, einkúrn þær, sem alment ganga undir nafninu ,,lieimabakaðar“, en hinsvegar ekki þier tegundir, sem brauðgerðarhús- in leggja einkum stund á að fram- leiða, svo sem vínarbrauð, bollur og þessháttar. Þarna er alt bakað í ný- (ísku rafmagnsofnum og vjelar þær, sem hræra deigið, munu vera af allra nýjustu og fullkomnustu tísku. Þann stutta tima, sem þetta fyrirtæki hefir starfað, hefir það áunnið sjer almennar vinsældir fyrir gæði fram- leiðslunnar og þykir mörgum hús- mæðrum það hlunnindi, að geta á- valt fengið nýjar „heimabakaðar" kökur eftir hendinni. í ráði er, þeg- ar fram liða stundir, að koina þarna jafnframt upp framleiðslu fiskbúð- ing's og ýmislegs fiskmetis.—Eigandi „Freyju" er frú Steinholt og hefir hún mikla reynslu i þessum efnum; meðal annars hefir hún verið for- stöðukona „Fiskerestauranten" i Os- ló og fengið hina fullkomnustu hús- mæðraskólamentun, sem völ er á i Noregi. Húsakynnin eru eink- ar smekkleg, þó ekki sjeu þau stór, og lögð mikil slund á, að vanda sem best lil efna þeirra, sem notuð eru i framleiðsluna og allan frágang hennar. tíóði vinur, mjer l'inst það hart al' þjer, sem aldrei hefir skril'að stal', að þú skulir leyfa þjer að drema bókina mína. ,Ieg hefi aldrei verpt eggi, og þó get jeg fullvissað þig um, að jeg hefi betra vit á eggjaköku en nokkur hæna. Manstu, góði vinur minn, áður en við giftumst. . . . llvort jeg man. Það er fegursta endurminning mín. GLOBUSMEN og Globusmen Gold eru langbestu rakvjela- bltiðin. Fást aðeins ( Gleraugnabúðinui á Laugaveg 2. lil vinstri er a'ðal járnbrautarstöðin en iil hœgri nokkur hluti hafnar- innar. í miðju sjest t. v. fisksölu- torgið og t. b. mynd tekin úr lofti og sjest þar yt'ir Hamburg og Alster; sjesl m. a. turninn á ráðhúsinu i Hamborg. Neðst er mynd tekin af baðlílinu á bakka Saxelfar, sem rennur um Altona og Hamburg. Um þýsku kosningarnar sí'ðustu og enda síðan hefir ókyrð mikil ver- ið viðsvegar í Þýskalandi, en þó hvergi eins og i Hamburg og Altona. Á siðnrncl'ndum stað voru 12 manns drepnir einn sunnudaginn, en yfir l'imtiu særðust alvarlega. Myndirn- ar hjer að ofan eru l'rá Altona. Efst (iuðmtmdur Einarsson múrari, Baldursfíölu 22a uerður 75 ára 25. þ. m. Úlctfur Árnason, bóndi frá Dísn- koti í Þylckvabæ, nú í Akurey, Vestur-Landeyjum, varð 98 ár'a 17. áyúsl. Jóhann Agúst Jóhannsson, Framnesveg 28 verðnr sjötuffur Ekkjan Þórdís Eriðriksdóttir, í dag. Njáilsfíöln 78 varð sjölug 17. ág. Ásmundur Gíslason prófastur á Ilátlsi verður sextugiir á morfíun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.