Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.08.1932, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 „Jæja þá, sjúklingur minn varð æ lakari. Þjer eruð ekki læknir, herra minn; þjer skiljið ekki hvað hrærist í brjósti okkar \eslinganna, einkum i byrjun, þegar við sjáum að sjúkdómur- inn er að fá yfirhöndina. Hvað verður þá af trúnni á sjálfan sig? Maður verður svo hræddur, það er ómögulegt að lýsa því. Þá finst manni maður hafa gleymt öllu sem maður kunni. og að sjúklingurinn hafi ekkert traust á manni og að annað fólk fari að taka eftir hve maður er utan við sig og segi manni sjúk- dómslýsi'ngarnar með tregðu; finst að fólk horfi á mann með grunsemd og hvísh.... Ó, það er hræðilegt! Það hlýtur að vera lil meðal gegn þessum sjúkdómi er það ekki þetta? Þjer reyn- ið nei, ekki er það það! Þjer hafið ekki þolinmæði til að bíða eftir að meðalið verki. . . . Þjer gripið þetta og þá liitt. Stundum grípið þjer lyfjafræðibók þetta er það, liugsið þjer. Stund- um takið þjer eitthvað af handa hófi og látið giftu ráða.... En meðan þessu fer frarn kemst sjúklingurinn í dauðann og ann- ar læknir hefði getað bjargað honum. „Jeg verð að ráðfæra mig við annan lækni“, segið þjer, „jeg vil ekki taka á mig ábvrgð- ina ejínn“. Og hvað þjer eruð bjálfalegur þegar svo stendur á! Jæja, þetta kemur upp í vana, gerir ekkert til. Maður hefir sál- ast en það er ekki yður að kenna, þjer hafið farið eftir reglunum. En það sem er enn þá kvaiafyllra er að finna blint traust á yður og finna að þjer getið ekki orðið að liði. Já, það var blint traust sem öll fjöl- skylda Alexöndru hafði á mjer; það hafði gleymst að muna, að hún var í hættu. Og jeg fullvissa þær mæðgurnar um, að hættan sje engin og jafnframt verð jeg æ hræddari. Svo bættist það við vandræðin, að sendimaðurinn var lieila daga á leiðinni til þess að sækja lyf. Og jeg fór aldrei út frá sjúklingnum; gat ekki far- ið þaðan; jeg sagði henni sögur og spilaði fyrir hana. Og vakti yfir henni á nóttunni. Gamla móðirin þakkar mjer með tár- in í augunum; en jeg hugsa með mjer: „Þú átl ekki þakklæti skil- ið“. Jeg játa yður það hrein- skilnislega — það er engin á- stæða tll að leyna þvi nú að jeg var ástfanginn af stúlkunni. Og hún var hrifin af mjer líka, stundum vildi hún engan nema mig inni i herberginu. Hún fór að tala við mig, spyrja mig hvar jeg hefði lærl, hvaða fólk jeg mngengist og hver fjölskylda mín væri. Jeg vissi að hún átti ekki að tala en gat ekki bannað henni það. Stundum hjelt jeg báðum höndum um höfuð mjer og sagði: „hvað ertu að gera þorpari ?“. . Og hún tók í hend- ina á mjer og sagði: „En hvað þjer eruð góður!“ Hendur henn- ar voru heitar.... augun svo stór og magnlaus.. „Já“, sagði hún, „þjer eruð góður maður, ekki eins og nágrannar yðar. . Nei, gjörólíkur þeim.... Hvers- vegna kyntist jeg yður ekki fyr en nú?“ „Alexandra Andreyevna verið rólegar“, sagði jeg, „jeg finn að yður batnar af'tur“. Og nú verð jeg að skjóta þvi inn í“ hjelt læknirirm áfram og laul fram og hleypti brúnum, „að mæðgurnar áttu íatt sameigin- legt með nágrönnunum, vegna þess að þær voru annað fólk en lvændurnir en of stærilátar til þess að umgangast ríkisfólkið. Hún vildi ekki taka inn með- ul nema hjá mjer. . . . hún lyfti sjer upp með minni hjálp, tók þau og starði á mig. Hjarta mitl var eins og það ætlaði að springa. Og stöðugt var henni að þyngja, dag frá degi; hún deyr, hugsaði jeg með sjálfum mjer, hún deyr. Trúið mjer, lieldur hefði jeg viljað fara i gröfina sjálfur; og þarna voru móðir hennar og systur og höfðu gál á öllu sem jeg gerði, horfðu í augun á mjer og traust þeirra á mjer þveri’aði. „Hvernig geng- ur?“ „Vel mjög veí!“ Jeg var að kikna. Jæja, eina nótt sat jeg hjá sjúklingnum. Stúlkan var þar líka en hraut eins og vant var; jeg lái henni það ekki kven- mannsgarminum, hún var út- slitin. Alexöndru hafði liðið mjög illa all kvöldið; hitinn var afar mikill. Hún var með óráði fram að miðnætti; loks virtist hún sofna, að minsta kosti lokaði hún augunum. Lampinn logaði í horninu fyrir framan myndina helgu. Jeg sat álútur; blundaði við og við. Alt í einu fanst mjer snert við mjer; jeg sneri mjer. . Alexandra horfði á mig starandi augum .... varirnar opnar.... kinnarnar virtust brenna. „Hvað er það?“ „Læknir, á jeg að deyja . . nei, nei, læknir. . segið mjer ekki að jeg muni lifa. . segið það ekki.. Heyrið þjer, i guðs bænum leynið mig ekki því sem er“, og andardráttur hennar varð ,s\ o fastur. ,Ef jeg veit með vissu að jeg á að deyja, ætla jeg að segja yður alt. Heyrið þjer, jeg svaf ails ekki. . jeg hefi horft á yður lengi. . . . Jeg treysti yður, þjer eruð góður maður, heiðar- legur maður. Jeg grátbæni yður við alt, sem heilagt er: segið mjer satt! Ef þjer vissuð á hve miklu rnjer stendur þetta. . . . Segið mjer, er jeg í hættu?“ Jeg svar- aði:: „Jeg get ekki leynt þvi, að þjer eruð i hættu, en guð er miskunnsamur“. „Jeg á að deyja jeg á að devja!“ Og það var eins og henni hægði, andlit hennar varð svo bjart. „Jeg er óhrædd við dauðann“. Hún reis upp við dogg. „Nú. . já nú get jeg sagi yður, að jeg þakka yður af öllu hjarta. . að þjer eruð vænn og góður — að jeg elska yður!“ Jeg starði á hana eins og haldinn, það var hræðilegt. „Heyrið þjer að jeg elska yður. . nei, nei, þjer skiljið mig ekki“. Og alt í einu rjetti hún út báðar hendurnar, tók um höfuð mjer og kysti mig. . . Mjer lá við að hljóða. . . . fjeíl á knje og gróf höfuð mitt í kodd- anum. Hún sagði ekkert; fingur hennar fóru skjálfandi urn hár mitt; jeg hlustaði, hún var að gráta. Jeg reyndi að hugga hana. Jeg vissi ekki hvað segja skyldi. „Þjer vekið stúlkuna“, segi jeg, „þakka yður fyrir, verið nú ró- legar. „Mig gildir einu um þær, látum þær vakna, látum þær koma inn. . gerir ekkert til, þú sjerð að jeg er að deyja. . Hvað hræðist þú? lyftu upp höfðinu. . Eða, elskarðu mig kannske ekki, máske skjátlast mjer. . Fyrir- gefðu mjer þá“ „Hvað segir þú Alexandra, víst elska jeg þig“. Hún horfði beint i augun á mjer og breiddi út faðminn. „Faðm- aðu mig“. Jeg segi það eins og er, að jeg skil ekkert i að jeg skyldi ekki verða brjálaður þá nótt. Jeg fann að sjúklingur tninn var að verða sjer að bana; jeg sje að hún er ekki með fullu valdi yfir sjálfri sjer; jeg sje lika að ef hún hefði ekki vitað sig í dauðans greipum hefði hún ’al- drei hugsað um mig, en segið það seni yður líkar, það er hart að deyja um tvítugt og hafa al- drei þekt ástina; þetta kvaldi hana og þessvegna hændist hún að mjer i örvæntingu sinni. Hún hjelt mjer í örmum sinum og slepti mjer ekki. „Vægið mjer Alexandra, vægið yður sjálfri!“ , Hversvegna, hvers er að gæta, við vitum að jeg á að deyja“. Þetta endurtók hún í sííellu. „Ef jeg vissi að jeg ætti að lifna við og verða ung og siðprúð stúlka mundi jeg skammast min.... en hvað gerir þetta til nú?“ „Þjer eigið að lifa, Alexandra; „jeg ætla að lækna yður, og við skul- tim verða eitt og hamingjusöm“. „Nei, jeg veit að jeg á að deyja . . . ,þú hefir lofað mjer þvi. . . . þú hefir sagt það!“ Þetta var grimmilegt. Og lítið á hverju iít- ilfjörleg alvik valda stundum. Hún spurði mig að heiti, ekki eftirnafni, heldur skírnarnafni. Jeg varð endilega að vera svo ó- heppinn að heita Trifon, Trifon Ivanich. Allir í húsinu kölluðu mig læknir. En við þessu varð ekki gert. „Jeg heiti Trifon", sagði jeg. Hún hleypti brúnum, hristi höfuðið og muldraði eitt- hvað á frönsku eitthvað ógeð- felt, vitanlega. Og svo hló hún, ónotalega lika. Jæja, jeg sat hjá henni alla nóttina. Undir morg- un íor jeg út, mjer fanst jeg vera brjálaður. Þegar jeg kom inn aftur var kominn dagur. Ouð minn góður. Jeg þekti hana varla aftur, fólk sem borið er til grafar lítur betur út en hún. Jeg skil ekki enn hvernig jeg iifði þá sýn al'. Þrjá sólarhringa hjar- aði hún enn. Síðustu nóttina sat jeg við rúmið hennar og bað 1:1 guðs: „Taktu hana 'fljótt og mig lika“. Alt í einu kom móð- ir hennar inn — jeg hafði sagt henni kvöldið áður, að nú væri lítil von um hana og rjett væri að senda eftir prestinum. Þegar \eika stúlkan sá móður sína sagði hún: „Það var gott að þú komst, sjáðu okkur, við unn- umst — við erum heitin hvort öðru“. Hvað er hún að segja læknir?“ Jeg varð blýgrár. „Hún ei með óráði“, svaraði jeg. Eít hún sagði: „Annað sagðirðu rjett uúna og hringinn minn fjekstu. Ertu að gera þjer látalæti? Móð- ir mín er góð, hún fyrirgefur, hún skilur — og jeg er að deyja. Jeg þarl' ekki að ljúga, gefðu mjer liönd þína“. Jeg spratt upp og flýði út. Gamla konan gat sjer 'uðvitað til hvernig í öllu iægi. „Jeg ætla ekki að þreyta yður- lengur og mjer er það vitanlega örðugt, að rifja þetta upp. Sjúk- lingurinn dó daginn eftir. Frið- ur sje með sálu hennar“, bætti læknirinn við og andvarpaði. Áð- ur en hún dó bað hún alla að fara út, svo að hún gæti verið ein með mjer. „Fyrirgefið mjer“, sagði hún, “jeg er kannske lastverð i yðar augum. . veikindin. . en trúið mjer, jeg hefi engan elskað eins og vður. . gleymið mjer ekki og geymið hringinn minn“. Læknirinn sneri sjer undan og jeg tók í hönd hans. „Nú skulum við tala um eitt- hvað annað, eða vilduð þjer kannske spila vist upp á lága bit? Það sæmir ekki fólki eins og mjer að láta undan hugar- hræringum. Við höfum aðeins eitl að hugsa, hvernig eigi að verja krakkana gráti og konuna því að jagast. Jeg hefi nefnilega komist i löglega hjúskaparhöfn síðan.......leg giftist kaup- mannsdóttur - sjö þúsund í heimanmund. Hún heitir Akui- ina, það hæfir vel Trifon. Hún er mesta skass, en sem betur fer sefur hún allan daginn. . . . Jæja, eigum við að fá okkur einn slag?“ Við spiluðum um þriggja aura bit. Trifon Ivanich vann hálfa þriðju rúblu af mjer og fór heim ánægður með árangurinn. Vitið þjer, að það er mjög erfitt eða nærri ómögulegt að renna niður niatnum, ef maður hefir munninn opinn; ennfremur að beinagrinU rnannsins heldur áfram að vaxa til 25 ára aldurs, að enginn veit með vissu hvar tónskáldið Mozart og Al- exander mikli eru grafnir, að mað- ur áttræður hefir stærri möguleika til þess að lifa eitt ár enn, en ný- fætt barn til þess að lifa eina viku, að blýantur er ekki búinn til úr blýi, að fyrsta dagblaðið var prentað fyrir 1200 árum og að það var „The Peking Gazette“ og loks að það ber vott um góða heilsu er neglur manns vaxa mjög ört. -----x—-— Klerkur nokkur i Júgoslaviu frarndi um daginn sjálfsmorð. Hann Ijet eftir sig brjef, þar sem hann ger- ir grein fyrir þvi, að hann geti ekki lifað eftir að hafa mist hundinn sinn — og biður þess, að hundur- inn verði látinn með honum í gröf- ina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.