Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
------ GAMLA BÍÓ ----------
Töframunmirinii.
Gullfalleg og áhrifamikil þýsk
talmynd í 10 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Elisabeth Bergner og
fíiulolph Forster.
Sijrul bráölega.
\EGILS
PILSNER :
BJÓR
MALTÖL
HVÍTÖL.
jsmius !
i GOSDRYKKIR,
9 tegundir. :
SÓDAVATN
SAFT ;
LÍKÖRAR, 5 teg. |
I Nöfnin ,EGILL‘ og ,SIRIUS‘ I
: i'Tg'gja gæðin. \
1 10. Öigeröin !
| Egill Skallagrimsson |
■ Sími 1C90.
Reykjavík.
Best að aufllýsa i Fálkanum
(Jéfóa/Hkkl \
KsfC&á&u J
SKANDIA-VERHEN
JKTIEBOLAG
Lysekil, Svíþjóð.
Þessi verksmiðja hefir nú um 30 ára skeið búið til hinn
heimsfræga Skandia-mótor, og nemur framleiðslan nú nær
19.000 mólorum, sem vinna verk sitt í ótal löndum. Hjer á
íslandi eru nú yfir 300 Skandia-mótorar í fiskibátum, við
rekstur íshúsa, þurkhúsa, rafmagnsframleiðslu o. s. frv.
Er óhætt að fullyrða, að allar þessar vélar hafa náð hylli
eigendanna, og mun enginn íslenskur fiskimaður vera til, er
ekki þekkir nafnið Skandia.
Hingað til hefir um 2 gerðir verið að ræða:
Hráolíumótorar
i báta, skip og til landnotkunar. Stærðir: 4/5 HK,
7 HK, 10 HIÍ, 15 HK, 20 HK og 12/15 HK.
Super-Skandia hráolíumótorar
i skip og til landnotkunar. Stærðir: 30 HK, 40 HK,
50 HK, 00 HK, 65 HK, 80 HIÍ, 100 HK, 120 HK,
130 HK, 160 HK, 200 HK og 320 HK.
En nú hefir bætst við þriðja gerðin:
Skandia-Diesel hráolíumótorar
í skip og til landnotkunar: Stærðir: 25 HK, 50 HK,
75 HK, og 100 HK, og fer þar saman lítill snúnings-
hraði og lágmark oliueyðslu.
Allir Skandia-mótorar geta skilað 10% yfirkrafti.
Háttvirtir kaupendur eru beðnir að athuga, að Skandia-
mótorinn er sennilega ekki ódýrasti mótorinn í innkaupi, en
fyrir það hve ódýr hann er í viðhaldi og rekstri: sparneytinn
á allar olíur, traustur og endingargóður, er og verður hann
tvimælalaust ódýrasti mótorinn, sem völ er á.
Allar frekari upplýsingar um verð og greiðsluskilmála
fást hjá aðalumboðsmanni verksmiðjunnar:
CARL PROPPÉ
Reykjavík. Sími 3385.
------ NÝJABÍO ------------
Björo i báli.
Stórkostleg ófriðarmynd úr
Alpafjöllum, er lýsir viðureign
Austurríkismanna og ítala við
Col-Altotind, sem ítalir sprengdu
i loft upp. Leikstjórn hafði á
hendi
LUIS TRENKER
hinn frægi fjallgöngumaður,
sem jafnframt leikur aðalhlut-
verkið. Mynd þessi fjekk verð-
laun bæði í Genf og Þýskalandi,
sem sígilt meistaraverk.
Sýnd um helgina.
hefur frá byrjun verið og er
enn, besta íslenska smjörlíkið.
er altaf afbragðs vara.
Alll með islenskun) skrptim1
Hljóm- og
BJÖRG í BÁLl.
„Sagan um dauðadæmdu herfylk-
inguna“ er hún kölluð þessi mynd.
sem Luis Trenker, hinn frægi skiða-
og fjallgöngumaður tók suður í
Alpafjöllum til þess að sýna ófrið-
inn í allri sinni harðneskju og
grimd upp til fjalla, í hengibrötl-
um lilíðum, í snjó og byljum, í
auðninni og öræfunum, þar sem
svo erfitl er að komast áfram, aö
mennirnir þurfa að jafnaði að
vera komnir upp á hjálp hvers
annars. í stríðinu mæta þeir fyr-
irsát hvers annars í ofanálag, mað-
urinn legst á eitt með torfærunum
til þe.ss að granda bræðrum sinum,
af þyí þeir eru annarar þjóðar.
Þeir sem koma í bíó að staðaldri
hafa eflaust oft sjeð, hve háska-
legar leiðir fjallgöngumennirnir
verða að fara og hve mikil íþrótt
fjallaklifur er. í þessari mynd sjá
þeir hernað á þessum ægilegu slóð-
um, menn, sem sitja hver um ann-
ars líf. Þarna sitja ítalir um aust-
urríska lierdeild, sem hefir búist
til varnar uppi á fjallstindinum
Col-Alto, og þegar Austurríkismenn-
irnir reynast ósækjandi taka ítal-
irnir það til ráðs að sprengja sjálft
fjallið í loft upp með mörgum smá-
lestum af dynamiti. Menn geta
bugsað sjer hvernig áhrifin verða
af þessari risasprengingu, er fjall-
ið tætist sundur. Við þá sjón get-
ur ekkert jafnast nema eldgosið,
er sindrandi hraunflóð hrindir
kollinum af eldfjalli.
Og þarna standa gamlir vinir
talmyndir.
andspænis hver öðrum og brugga
trvor öðrum launráð, ítalski greifinn
og austurriski fjallagarpurinn, sem
verið hafa saman i fjallgöngum á
hverju sumri og voru bestu Ije-
lagar. Nú situr hver um annars lif.
En Austurríkis maðurinn setur líf
sitt í hættu og fer á vígstöðvar ó-
vinanna til að komast að því, hve-
nær eigi að sprengja fjallið, sem
herdeild hans er stödd á. Honum
tekst förin og á síðustu stundu
hjargast landar hans af fjallinu,
áður en það þeyttist í tætlum um
himinhvolfið. En jafnvel ekki styrj-
öldin með öllum sínum haturseldi
megnar ekki að slita vináltu þess-
ara tveggja manna. Stríðið líður
hjá og á nýjan leik ganga þeir á
fjöllin saman eins og bræður.
Það er ekki að ástæðulausu, að
mynd þessi hefir vakið eftirtekt.
öðrum fremur, þar sem hún hefir
verið sýnd, og fengið heiðursverð-
laun frá friöarfjelagi og heiðursgull-
pening í Þýskalandi, þó hún sje
tekin fyrir franskt fje. Því að bæði
er sjálft „leiksviðið“ einstælt í
sinni röð, Leikur aðalleikendanna
frábær og þá ekki síður hin ótrú-
legu íþróttaafrek þeirra undraverð.
Ber Luis Trenker þar þó af hinum,
enda mun hann vera mestur allra
núlifandi fjallgöngmanna. Hinir
leikendurnir eru Luigi Servanti og
Suðurjótinn Claus Clausen, en kven-
hlulverkið leikur Lissi Arna, konu
Luis Trenkers. Hljómleikarnir í
myndinni eru eftir dr. Guiseppe
Becce, en myndin er tekin á þýskir.
Nýja Bíó sýnir þessa mynd næstu
kvöld, og ætti fólk ekki að sitja
sig úr færi að sjá hana, ekki sist
þeir, sem unna stórkostlegu lands-
lagi og hafa áhuga fyrir fjallgöng-
um. Annars á hún erindi til allra,
sem vilja sjá góðar myndir, og
þeirra sein vilja striðin feig. Því
að þessi stríðsmynd er áhrifamik-
il friðarprjedikun.
TÖFRA M UNNURINN.
Þessi sorgarleikur er gerður eftir
leikritinu „Melo“ eftir Henry Beru-
stein, og er átakanleg raunasaga um
konu, sem verður ástfangin af öðr-
um manni en hún er gift, en vill
ekki svíkja hann og kýs að lokum
fremur að fyrirfara sjer.
Peter Breugel hljómsveitarstjóri
(Anton Edthofer) og kona hans
(Elísabet Bergner) lifa gæfusömu
hjúskaparlífi i Berlín og unnast
heitt. En þá ber það við að á
einum hljómleikunum kemur hinn
frægi fiðluleikari Michael Marsden
fram sem gestur og töfrar alla á-
heyrendur sína með undursamlega
fögrum fiðluleik. En andlit hans
og augu hafa jafnframt töfrað frú
Gaby, konu hljómsveitarstjórans cg
hún finnur, að hún má ekki sjá
þennan mann, því að þá verða
tilfinningar hennar í garð hans
sterkari en ást hennar til manns
síns, sem hún vill ekki svíkja. Hún
fer bak við leiksviðið að loknum
hljómleikunum til að hitta mann
sinn, en villist þá inn til fiðluleik-
árans og flýr eins og fætur toga,
þegar hún sjer að það er hann.
En nú vill svo til, að fiðluleikarinn
og hljómsveitarstjórinn eru gamlir
kunningjar og býður hljóinsveitar-
inn því hinum heim til sín. Og þau
mæla sjer mót daginnn eftir, hún
og fiðluleikarinn.
Samt verður ást Gaby til manns
hennar yfirsterkari og Marsden fer
úr borginni.Henni vill það til happs
að inaður hennar verður veikur
og sekkur hún sjer niður i að
hjúkra honum og víkur ekki frá
rúmi hans dag eða nótt. Það er
eyrnasjúkdómur, sem gengur að
hljómsveitarstjóranum og vofir yf-
ir honum að missa það, sem mönn-
um í hans stöðu er mest ómiss-
andi: heyrnina.
Nú keinur Marsden fiðluleikari
Framh. á bls. 15.
Jón E. Jónsson prentari átti 65
ára afmæli 5. olct.