Fálkinn


Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 14

Fálkinn - 07.10.1933, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Hann er dauður, Bruce, sagði sá, sem kallaður var Eddi. Fjelagi hans hafði lotið niður og lyft upp höfði inannsins, og sneri nú andliti lians að birtunni. Maðurinn var gráhærður, skegglaus og virtist vera á sext- ugs aldri. Andlit hans var náfölt, að undan tekinni skrámu á annari kinninni, sem hann virtist hafa fengið við að falla á brúnina á gosbrunninum, sem hann lá hjá. Að öðru leyti voru engin áverkar sýnilegir, en blóð- ið úr skrámunni var einkennilega greini- legt á livítri húðinni. Maðurinn var sam- kvæmisklæddur og hattur hans lá þar skamt frá. Jeg þekki manninn, Eddi. — Það er Sir Nicholas Brannock. — Frændi Rollos? Já. Fjelágarnir stóðu augnablik hreyfingar- lausir og voru eins og í vandræðum, Iivað gera skyldi. Eddi, sem var alveg runnið al' xið hræðsluna, varð fyrri til máls: Hann á heima á Cadogantorgi, er það ekki? Það er rjett hjer hjá. — Já, liann hlýtur að hafa verið hjer á gangi og þá snögglega fengið slag, eða hjartabilun. Þú verður að bíða lijer, meðan jeg næ í lækni. Nú, — þarna er lögreglu- þjónn. Hann æpti til lögregluþjónsins, sem kom að vörmu spori á vettvang, og þeir skýrðu lionum frá fundi sínum. Maðurinn, sem var ungur, og sýnilega nýr í embætti, laut yfir líkið og dró síðan upp vasabók sína. — Dauður! sagði hann. — Bruce heldur, að það sje lijartabilun, og hann liafi meitt sig í framan í fallinu. — Jeg þyrfti að fá nöfn ykkar og heim- ilisföng. Þetta er Sir Nicholas Brannock, sagði sá, sem kallaður var Bruce. Hann á heima á Cadogantorgi. Eigum við að flytja liann heim — eða ná i lækni? — Hann verður að fara i líkhúsið, sagði lögregluþjónninn. Það verða send boð heim til lians, ef hann reynist vera sá, sem þjer haldið. Hvað heitið þjer sjálfur? Jeg lieiti Bruce Graham. Og þetla er Edward Lamport. En nú skal jeg lilaupa eftir lækni, ef ske kynni, að einhver von væri. — Jeg er hræddur um að hún sje lítil. Hvert viljið þjer fara? Það er læknir hjerna spölkorn inn í Grænugötu. Gott og vel. Ef læknirinn er heima, vilduð þjer þá hringja á stöðina. Spyrja bara um lögregluna og þá fáið þjer sam- hand og panta svo sjúkravagn. Jeg skal híða hjer ásamt fjelaga yðar. Bruce Grahám þaut af stað og var svo lieppinn, að Hawton læknir kom sjálfur til dyra, er hann hringdi næturbjöllunni. Hann var á nærklæðum, en er hann heyrði, að á honum þyrfti að halda, bað hann um fárra mínútna frest til að fara í eitthvað meira. Meðan hann var að klæða sig leyfði hann Graliam að liringja í símann til að gera lög- reglunni aðvart. Þegar hann var kominn í fötin, fóru þeir báðir aftur út á torgið. Á meðan þetta gerðist liafði lögreglumað- urinn verið að krota hjá sjer atburðinn. Hann athugaði vandlega kringum gos- brunninn og minnisvarðann, en að frátöld- um fáeinum pappírssnifsum og óhreinum fregnmiða, sem einhver blaðastrákur hafði skilið eftir, fann hann ekkert. Undir eins og læknirinn kom á staðinn var líkið athugað vandlega. Lífgunartilraunir voru um sein- an, því enginn vafi gat á því leikið, að mað- urinn var steindauður. Hver haldið þjer dauðaorsökin liafi verið? spurði Lamport. Það er ómögulegt að segja, nema eftir nákvæmari rannsókn, svaraði læknirinn. —■■ Engin merki um ofbeldi? spurði lög- reglumaðurinn. Ekki sjáanleg, svaraði liinn. Skráman á kinninni er óveruleg og stafar af fallinu. Liggur liann eins og þið funduð hann? — Hann lá á hliðinni og næstum á grúfu, svaraði Graham, — og jeg lyfti honum að- eins upp og þekti hann þá. Læknirinn laut aftur niður og glenti sund- iii- augnalokin á líkinu og athugaði varir jiess nákvæmlega, en sagði ekkert. Lögreglu- þjónninn hafði tekið hattinn og áthugað aftur steinbrúna milli minnisvarðans og gos- brunnsins. Hann lýsti líka með vasaljósi sínu niður í ræsin þar i kring, en fann ekkert, sem gæti staðið i samhandi við þennan sorglega viðburð. Þá kom sjúkrabifreiðin. Mennirnir tóku liátíðlega ofan um leið og þeir lyftu líkinu og lögðu það á liörurnar, sem þeir ýttu síð- an inn i Vagninn. Þjer segið, að þetta sje Sir Nicholas Brannock, sagði Hawton læknir við Graliam. Jeg þekki hann ekki persónulega, en ann- ars var liann mjög þektur maður, og allir kannast við örlæti hans við barnaspítala og aðrar liknarstofnanir. Einniitt, svaraði Graham. Sjálfur heí jeg oft talað við hann og þekki hans nánustu mjög vel. Þetla verður hræðilget fyrir aumingja frú Brannock. — Ef þjer og vinur yðar ætlið á lögreglu- stöðina, skal jeg koma með ykkur. Lögregluþjónninn hafði farið upp í vagn- inn til þess að geta samið skýi-slu sína sem fljótast, en hinir þrír komu gangandi á eft- ir. Þetta var stutt að fara og á leiðinni reyndu þeir fjelagar að fá dálítið frekari fræðslu lijá lækninum, svo sem hver dauða- orsökin væri, að hans áliti. Slag? Hjarta- bilun? Hefði hann dottið og rotast á stein- hrúninni? Hve lengi var hann búinn að úggja þarna þegar þeir fundu hann? En læknirinn var eðlilega fáorður og var- kár. Hann hristi höfuðið og sagði, að það væri óviðeigandi að fara að segja nokkurt álit fyrr en líkið hefði verið rannsakað ná- kvæmlega, en það var sýnilega ómögulegt í þeirri hálfdimmu, sem var á torginu. En hvort sem það nú var viljandi eða óviljandi, gátu þeir sjeð, að eitlhvað atriði virtist vera að vefjast fyrir lækninum, sem honum fanst undarlegt og óskiljanlegt. Á lögreglustöðinni voru þeir fjelagar látn- ir endurtaka skýrslu sina um það, hvernig þeir fundu líkið, og i hvaða erindum þeir hefðu verið þarna á ferð — enda jiótt þeim fyndist það óþarfi að skýra frá deilu sinni um trjáafjöldann. í vösum líksins fanst gullúr og festi; enn- fremur peningaveski, en engin nafnspjöld eða neitt, sem gæfi til kynna, hver maður- inn væri. Eruð þjer viss um, að þetta sje Nic- holas Brannock? spurði slöðvarstjórinn. Fullviss, svaraði Bruce. — Jeg þekki manninn vel. Og liann á heima á Cadpgantorgi? í nr. 101. Stöðvarstjórinn náði í bæjarskrána og fánn heimilisfangið. Það væri víst rjetl að senda Jiangað og fá einhvern hingað til að þekkja líkið, og tilkynna svo fjölskyld- unni. Brytann kannske, ef jiar er nokkur bryti. Hann er til, svaraði Grahám. Stöðvarstjórin bað síðan HaÁvton lækni að segja sjer, hvers hann hefði orðið vís- ari, en læknirinn stakk uppá því að fá lög- reglulæknirinn i lið með sjer og rannsaka likið nákvæmlega, ef þess gerðist þörf. Jeg hugsa, að liann sje kominri, svar- aði stöðvarstjórinn. Viljið þjer ekki fara og tala við hann? Síðan þakkaði hann þeim fjelögum fyrir hjálpina og tilkynti þeim, að auðvitað yrði rjettarhald, þar sem þeir vrðu að mæta, eftir nánari tilkynningu. Átti Sir Nicholas nokkur hörn? spurði stöðvarstjórinn er þeir voru að fara. Hann átti einn son, sem fjell í ófriðnum, svar- aði Bruee. Jeg býst við, að hróðursonur hans eigi að erfa titilinn og eignirnar. Svo Rollo verður þá barón, sagði Edward Lamport, er þeir gengu af stað lieim. Fær liann líka eignirnar? Mestmegnis, svai-aði Graham. Jeg býst við að liann fái sem svarar fimtán jiúsund pundum á ári. Það var svei mjer gróði fyrir liann. Gamli maðurinn hefði vel getað tekið upp á því að lifa í tuttugu ár til. Fátt er svo nieð öllu illt, að ekki hoði nokkuð golt, má segja. Rollo hefir svei mjer líka Jiörf á skildingunum. Já, hann hefir verið þurfandi fyrir jiað upp á síðkastið en hann á svei mjer skilið þó eitthvað rakni úr fyrir honum. Góður drengur, Rollo. II. KAPlTULI Að kveldi hins sama dags var kraftaverk að ske í setustofunni í litlu húsi á Hans- torgi, sem er rjett hjá Grænatorgi. Eitt þeirra kraftaverka, sem feður vorir hefðu talið yfirnáttúrlegt, en vjer teljum hvers- dagsviðburð. í setustofunni sátu þrjár persónur, sem sje Richard Wedderhurn, roskinn maður nieð áberandi greindarlegt andlit; Joan dóttir hans, hjer um hil tuttugu og tveggja ára, og Angela Marsden, sem venjulega var kölluð Angela frænka. Þau sátu öll og steinjiögðu, en jiótt ekk- ert þeirra ljeti orð til sín heyra, heyrðist skýr og greinileg rödd um alla stofuna. Þetta var rödd úr fjarska, sem var að tala lil safnaðarins i kirkjunni sjálfri. Gamli maðurinn, sem var heyrnardaufur, sat næst viðtækinu. Augu lians voru lokuð og hann kinkaði kolli öðru hvoru, en hann var ekki að draga ýsur, lieldur að kinka kolli til samþykkis þvi, sem hann heyrði orðum liins ósýnilega ræðumanns. Ric- iiard Wedderburn var innilega trúaður og liann gladdist af því að lieyra fagnaðar- erindið prjedikað svo fagurlega og blátt á- fram. Angela frænka hafði spennt greipar í kjöltu sjer, eins og hún hefði gert í kirkj-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.